miðvikudagur, mars 23, 2005

Til hamingju MAingar...
...jafnt núverandi sem og fyrrverandi! 2. sætið í Gettu betur er bara mjög góður árangur auk þess er langt síðan MA komst í úrslit í þessari keppni. Það er nú ekki slæmt að tapa með 3 stigum ;)
|
PóstkortHaldið þið að það hafi ekki bara verið að detta inn um lúguna þetta fína póstkort frá "útlöndum", Sigga Gunna skrapp heim til sín um páskana sendi þetta kort með kærri kveðju til meðlima sultuklúbbsins :)
|

þriðjudagur, mars 22, 2005

Uppskrift af hamingjuríku ástarsambandi!
Heyrði það í útvarpinu í morgun að þýskur vísindamaður væri búin að finna uppskrift af hamingjuríku ástarsambandi, ja flest er nú hægt að finna. Uppskriftin var sú að hrósa 5 sinnum til þess að vega upp á móti hverri einni aðfinnslu. Þetta er jú allt voðalega sniðugt, en ætli þessi vísindamaður sé tilbúin með einhverja uppskrift um það hvar best sé að finna einstakling til þess eiga í þessu hamingjuríka ástarsambandi með?
|

mánudagur, mars 21, 2005

Íslendingar
Við Íslendingar erum sérstök þjóð það fer ekkert á milli mála. Í fyrsta lagi spurjum við alla sem hingað koma hvernig þeim líki við landið, þó að þeir sé rétt stignir út úr flugvélinni. Ég meina hvernig vita þeir hvernig þeim líkar við langið á því stigi málsins? Það næsta er það að allir þeir frægu aðilar sem stiga á íslenska jörð séu Íslandsvinir, jafnvel þó að þeir komi bara rétt við í leifsstöð til að millilenda. Íslandsvinir eru þeir og Íslandsvinir skulu þeir vera hvort sem þeim líkar betur eða verr og alltaf er að bætast í Íslandsvinahópinn. Nýjasta æðið meðal Íslendinga er meira meðal ráðamanna þjóðarinnar, það hefur hreinlega ekki náð til almúgans og ég er ekki viss um að það komi til með að ná til almúgans sökum sérstöðu sinnar. Nýjasta æðið er nefninlega að gefa frægum útlendingum sem eru í vondum málum Íslenskan ríkisborgararétt til þess að kippa öllu í lag. Þessi nýja tegund ríkisborgara þarf varla að hafa komið til landsins, hafa búið hér í tilskyldan tíma né kunna stakt orð í tungumálinu. Þessir einstaklingar eru með svo kallaðan VIP passa og komast þá framfyrir í röðinni. Hugsa sér fólk sem er búið að bíða í einhver ár eftir ríkisborgararétti og svo kemur einhver sem sveiflar VIP passanum sínum og fær ríkisborgararétt á nóinu. Er þetta réttlátt?
|

sunnudagur, mars 20, 2005

Djamm djamm djamm? nei!
Núna er komin sunnudagur, vá hvað helgarnar eru alltaf fljótar að líða. Af mér er það helst að frétta að ég er ekki enn komin í páskafrí en það byrjar eftir 4 á morgun hjá mér. Ég veit samt ekki hvort að maður á að kalla þetta páskafrí, ég held frekar að þetta verði réttnefnt lærdómspáskar þar sem ég er búin að lofa mér að verða gríðarlega dugleg að stunda lærdóminn, vona bara að ég standi við að gera eitthvað af því sem ég ætla að gera...

Ég hef afrekað ýmislegt um helgina, ég held að það beri helst að nefna verkefnið sem hvarf, ég sem ætlaði að klára verkefnið í gær varð að nota gærdaginn í að vinna það upp sem ég týndi og eyða deginum í dag í það að klára verkefnið :( Svo má náttúrulega ekki gleyma hinum sívinsælu lærdómspartýum, í gærkveldi eftir að Selma Björns var búin að sýna okkur lagið sitt þá skelli ég mér í eðlisvísindapartý þar sem unnið var að skýrslugerð, hver slær hendinni á móti slíkum fagnaði? Allavega ekki ég...
|

fimmtudagur, mars 17, 2005

MA númer 1, MA númer 2, MA númer 3, 4, 5, 6, 7.....
Gott ef maður var ekki stoltur MA ingur í gærkveldi þegar maður hofði á MA vinna Versló í gettu betur, núna eru þeir komnir í úrslit og hvað gildir þá annað en að taka á því? Er ekki bara málið að vinna? Annars geta þeir verið mjög stoltir af því að komast í úrslitin að mínu mati, geri ekki kröfu á meira.
|
Hvaða málverk ert þú?
You Are Best Described By...

Landscape With Butterflies

By Salvador Dali|

þriðjudagur, mars 15, 2005

Leti
Það er merkilegt hvað manni langar alltaf að setjast og blogga þegar maður á í raun að vera að læra! Núna er allt á kafi og á ég eftir að lesa ég veit ekki hvað margar blaðsíður fyrir morgundaginn, alltaf er maður á síðustu stundu með allt eða jafnvel sleppir því að gera eitthvað.

En kíp öpp thö gúdd vörk, hætta að slæpast....
|

laugardagur, mars 12, 2005

Húsavík city og skólinn þar!
Þá er maður búin að fara í fyrstu almennilegu skólaheimsóknina, heimsóknin sem við fórum í fyrir áramót var í tóman skóla þar sem það var verkfall en núna var allt í fullu fjöri, bæði nemendur og kennarar! Við Þurftum að taka daginn snemma báða "skóladagana" þar sem við þurftum að vera mætt í Borgarhólsskóla klukkan korter yfir 8 báða dagana, það því ekki annað í boði en að leggja af stað um 7 leytið :( Við fengum fræðslu um allt milli himins og jarðar í skólanum og fengum að hitta allskonar fólk sem hafði mjög miklu að miðla, t.d. námsráðgjafa, deildarstjóra sérkennslu, hjúkrunarfræðing, bókasafnskennara og skólastjórnann. Það sem var mest skemmtilegt í heimsókninni var að fá að vera inni í tímum og sjá hvernig kennslustund gengur fyrir sig frá sjónarhorni kennara, þegar maður var í grunnskólavar maður ekki mikið að hugsa um þetta út frá sjónarhorni sínu, hvað þó kennarans, maður bara var þarna!

Við vorum 6 nemar sem fórum í heimsókn í þennan skóla, það var einnig mjög skemmtilegt á leiðini því að við vorum 5 á bíl (1 neminn býr á Húsavík) og náðum að kynnast svolítið. Það er merkilegt hvað maður er alltaf stimplaður inn á það að vera alltaf með sama hópnum, en það er alltaf gaman að kynnast nýju fólki! Frábær heimsókn, skemmtilegt ferðalag.
|
Afmælisdagurinn!
Jæja, þá er maður búin að eiga afmæli þetta árið og næsta pakkaflóðs ekki að vænta fyrr en um jólin! Dagurinn var nokkuð vel lukkaður, skóli mest allan daginn og nóg að gera en þó var tími tekinn frá til þess að fagna deginum. Hátíðin byrjaði reyndar í skólanum þegar ég var krínd klukkan 8 um morguninn sem prinsessa með gulri kórónu, eitthvað var ég þó óþæg við að nota hana. Í hádeginu var svo drifið sig heim í mat en ég var búin að bjóða heim í pylsupartý, svona eins og voru alltaf í gamla daga nema þetta hafði eitt framfyrir og það var að maður mátti setja sjálfur á pylsuna :) Í eftirmat var vel skreytt skúffukaka!

Um kaffileytið fékk ég svo gesti en það voru Guðbjörg og börn, Auður er lengi búið að langa að koma í heimsókn til mín og henni þótti nú ekki leiðinlegt að koma í afmæli til mín með skúffuköku, poppi og töfradrykk!

Um kvöldið bauð ég síðan ömmu í mat, pabbi grillaði fyrir fjölskyldunna og var það nokkuð gott hjá honu. Það var ótrúlega gott að fá grillað kjöt, langt síðan maður hefur fengið þannig, bíð spennt eftir að grilltímabilið byrji :)

Að lokum þakka ég allar heillaóskir og gjafir í tilefni dagsinns, þið eruð öll krútt!
|

miðvikudagur, mars 09, 2005

Skóli og meiri skóli
Núna er allt að bresta á í skólanum, verkefnin hrynja inn og svo er skólaheimsókn í þessari viku, skólinn sem ég er að fara í er á Húsavík. Heimsóknin er 2 dagar 5 tímar í senn svo að við komum ekki til með að gista þar, ætli það sé ekki betra að drífa sig barasta heim að læra, eða allavega þykjast læra!

Það sem eftir er af deginum ætla ég að slaka á og borða góðan mat!
|
Skítamórall
Hefur þú farið á ball með Skítamóral nýlega? Ert þú á leiðinni á ball með þeim? Ef þú svarar seinni spurningunni játandi þá ætla ég að gefa þér þá ráðleggingu að eyða peninunum þínum í eitthvað annað því að þeir sökka feitt! Fór á árshátíð um helgina, ekkert sérstök skemmtun þar, þó ágæt, vantaði allan hátíðarbrag á skemmtunina kannski er maður bara orðin góðu vanur frá árshátið MA? Veislustjórinn Villi Naglbítur var ekki að standa sig, rektorinn var með leiðinlega ræðu og heiðursgesturinn Óskar Pétursson ætti frekar heima á skemmtun eldriborgara, samt gaman að heyra hann syngja. Rúsínan í pylsuendanum var svo ball með Skítamóral (réttnefndir) þeir eru orðin svo þreytt hljómsveit og ég veit ekki af hverju þeir eru að rembast þetta áfram. Er ekki bara best að hætta á toppnum? Allavega þá náðu þeir ekki að halda uppi neinni stemmingu, kölluðu Akureyri stundum á milli laga, kannski átti það að vekja einhverja stemmingu!?! svo spiluðu þeir alltaf sömu lögin, það lýsir þessu kannski bara best að fólk tók ekki eftir því þegar þeir fóru í pásu, fólk hélt bara áfram að dansa við einhverja diskótóna...

Ef það er eitthvað sem er út í dag þá er það Skítamórall!
|

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri, Iceland

Sænsk tónlist vikunnar
20-26 september - Nic & the family
27-3 september - Raymond & Maria
4-10 október - Gyllene tider
11-17 október - Roxette
18-24 október - Alcazar
25-31 október - E-Type
1-7 nóvember - Da Buzz
8-14 nóvember - Dr Alban
15-21 nóvember - The Cardigans
22-28 nóvember - Günther and the Sunshine Girls
29-5 desember - A*Teens
6-12 desember - Marit Bergman
13-19 desember - Lena Philipsson
20-26 desember - Carola
27- desember - ABBA

Powered by Blogger