þriðjudagur, júní 21, 2005

Eldhúsleysi
Jæja þá er maður búin að snúa sér við eftir næturvaktirnar, gerði þar reyndar daginn eftir að ég var á þeirri síðustu með því að sofa aðeins í 3 tíma eftir næturvaktina, vaka svo allan daginn og fara svo að sofa um kvöldið. Vissi ekki að þetta yrði svona létt! En já, ég vaknaði við það í morgun að mér leið eins og það væri fólk inni í herberginu mínu en það reyndist ekki rétt, það var bara fólk inni í eldhúsinu niðri sem er núna rjúkandi rúst og það sem skilur herbergið mitt og eldhúsið að eru bara gólffjalirnar í mínu herbergi. Það er sem sagt verið að endurnýja eldhúsið og allt rifið út úr því út að útvegg, því er eldhúsið okkar núna niðri í kjallara í þvottahúsinu. Það er ágætisaðstaða þarna niðri nema hvað að okkur vantar eldavélahellu til þess að elda á en við fáum hana líklega seinna í vikunni þar sem amma og afi eru að koma heim til sín aftur eftir ferðalag. Ég tók þó að mér að elda kvöldmat í gærkveldi, það var þjóðarrétturinn pylsur með kartöflustöppu allt eldað í örbylgjuofni. Ég verð nú bara að segja fyrir mína parta að stappan bragðaðist ekkert verr þó að hún hefði verið gerð í örbylgjuofninum! Kannski við ættum bara að hætta við að breyta eldhúsinu, hafa það áfram í kjallaranum og gera eitthvað skemmtilegt tómstundaherbergi úr fyrrverandi eldhúsinu?
|

laugardagur, júní 18, 2005

Næturvaktir
Þá er maður að fara á sína 4 og síðustu næturvakt í bili. Það kom mér verulega á óvart hve auðvelt það er að vaka á næturnar, var nefninlega farin að vera nokkuð stressuð yfir því að geta ekki haldið mér vakandi heila nótt. En það hjálpar kannski til að fólk er að hringja stundum oft á nóttunni til þess að fá hjálp við klóstett ferðir þannig að maður er alltaf að gera eitthvað smá og það heldur manni vakandi. Hef ekki enn þurft að leita á náðar kaffisins þannig að ég efast um að ég læri að drekka það í sumar, en hver veit?
|

mánudagur, júní 13, 2005

Kynningar
Hjálp, ég er orðin gömul! Það er farið að bjóða mér á kynningar og ég er farin að sækja þær. Fyrsta kynningin sem ég fór á var pottakynning, þar var okkur boðið í mat og eldað ofan í okkur úr eitthvað mörg hundrað þúsund króna pottasetti sem er víst hægt að fá á spott prís á ebay hef ég heyrt. Maturinn var fínn og ég hafði gaman af þessu þar sem ég hafði enga trú á pottunum og var alltaf að spurja heimskulegra og einnig gáfulegra spurninga til þess að reka konugreyið á gat. Ég meina ef hún segir að það eigi ekki að nota 0líu og það næsta sem hún gerir er að spreyja olíu í úðaformi innan í pottana fannst mér ekki í lagi, þá fór hún að afsaka sig með því að segja að hún hafi bara verið að meina ólífuolíu og matarolíu, en ég sver að hún sagði olíu!!!! Skítt með það, það var allavega gaman að þessu öllu saman!

Í kvöld skellti ég mér svo á snyrtivörukynningu hjá Öldu, ég hafði svo sem engar efasemdir um vörurnar þannig að ég þurfti ekki að vera böggandi við þennan kynningaraðila :) Ég var hins vegar bara mjög næs svona til þess að ég gæti prufað sem flest krem og fengið þá meðferð sem í boði var. Fyrst fengum við að þvo á okkur andlitið og svo vorum við með einhvern mega hreinsimaska í einhvern tíma svona til að við yrðum nú alveg súper hreinar. Enda finnst mér ég vera allt önnur manneskja eftir á. Svo fengum við að prufa hin og þessi krem á hendur og fætur sem virkuðu misvel, einna hrifnust var ég af kremi sem hét eitthvað happy, ég skellti á mig miklu magni af því og svíf því um á hamingju skýi núna :) Ætla bara að halda mig á þessu hamingjuskýi þangað til ég fer að sofa :)
|
Skemmtilegasta helgi lífs míns...
...eða ekki! Um helgina var það bara vinna sem komst að. Var að vinna til ellefu á föstudagskvöldið og var svo að vinna 8-16 á laugardag og sunnudag þannig að maður átti sér lítið líf. Næsta helgi verður jafn skemmtileg þar sem ég verð á næturvöktum þá og ég veit ekki hvernig ég kem til með að lifa það af að vaka á nóttinni, því næturnar eru til þess að sofa! Þetta kemur bara allt í ljós. Það sem bjargaði helginni alveg var það að mér var boðið í grill til Stínu, fékk alveg æðislegan mat, svínakjöt sem var búið að vefja utan um gráðost held ég, smakkaði allavega mjög vel!!! Sátum svo klesstar í sófanum eftir að hafa borðað og horfðum á einhverja ömurlega tónleika á meðan Brói hennar Stínu og Denni vinur hans voru í fótbolta með strákunum. Tónleikarnir voru haldnir til heiðurs Nelson Mandela, þar spiluðu ekki neinir sem ég þekkti, kannaðist bara við nafnið Robert Plant en hann sökkaði svo það var til lítils :) Annars bara helvíti mögnuð heimsókn. Annað sem er að frétta af mér er það að ég er að passa bílinn hennar ömmu sem skrapp til Reykjavíkur. Ég er búin að vera svo löt að viðra greyið, ætti samt að nota tækifærið og rúnta eitthvað hérna um nágrenið þar sem ég er með bíl til afnota, sé til hverju ég nenni. Það eru bara allir svo uppteknir í kringum mig eða svara ekki skilaboðum :( En skítt með það, ég er sjálfri mér nóg!
|

föstudagur, júní 10, 2005

JESS
Ég náði eðlisfræðiprófinu!! meira að segja meira en rétt náði, mín náði bara með 6,5 :)
|

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri, Iceland

Sænsk tónlist vikunnar
20-26 september - Nic & the family
27-3 september - Raymond & Maria
4-10 október - Gyllene tider
11-17 október - Roxette
18-24 október - Alcazar
25-31 október - E-Type
1-7 nóvember - Da Buzz
8-14 nóvember - Dr Alban
15-21 nóvember - The Cardigans
22-28 nóvember - Günther and the Sunshine Girls
29-5 desember - A*Teens
6-12 desember - Marit Bergman
13-19 desember - Lena Philipsson
20-26 desember - Carola
27- desember - ABBA

Powered by Blogger