miðvikudagur, september 27, 2006

raymond & mariaGrunnurinn að hljómsveitinni raymond & maria er söngur systranna Mariu og Camillu en þær ásamt tónlistamönnunum í hljómsveitinni finnst mikilvægt að koma því til fólks að það er í lagi að finnast eitthvað ekki rétt! Hljómsveitin hefur ekki gefið upp eftirnöfn þeirra sem eru í henni og vilja gefa sem minnst upp.


Hljómsveitin var stofnuð árið 2002 en sló í gegn árið 2004 með laginu Ingen vill veta var du köpt din tröja. Lagið fjallar um hvað við erum tilgangslaus hérna í lífinu. Þó að maður hafi keypt stórt hús, innréttað það þá kemur enginn í heimsókn þar sem fólk man ekki hvar þú býð. Það vill enginn vita hvar þú keyptir peysuna þína og það kemur enginn til með að minnast þín þegar þú ert dáinn. Þetta er svona megin inntakið í laginu.

Hérna er hljómsveitin á sviðiog hér er sama lagið nema það að þetta er myndbandið lagið
Hér hægt að fræðast um bandið
á wikipediu á ensku
á wikipediu á sænsku
heimasíða hljómsveitarinnar

raymond & maria á myspace!
|

þriðjudagur, september 26, 2006

Sundlaug!?!
Núna eru sundmenn í bænum byrjaðir að væla um að fá 50m laug í bæinn. Svo ég taki það fram þá hef ég ekkert á móti sundmönnum! Ég var bara að hugsa um eitt þessu tengdu. Af hverju var þetta ekki gert um leið og framkvæmdirnar voru á sundlaugarsvæðinu? Þetta hefði ábyggilega ekkert orðið dýrara að gera þetta í leiðinni en svona er þetta hjá bænum, það er að byggja fyrst og svo hugsa!
|

sunnudagur, september 24, 2006

Jarðböðin og fleira
Fór í Jarðböðin í gær með Sólveigu og Guðbjörgu. Þetta var hin frábærasta ferð, við vorum lengi í lóninu, nudduðum hver aðra, sáum stjörnur og svo fóru norðurljósin að dansa fyrir okkur. Gæti ekki verið betra en jú þetta gat verið betra!

Í lónið mætti heill her af austurlandabúum, annað hvort kínverjum eða japönum, þetta voru allavega austurlandabúar. Og þið getið ekki ímyndað ykkur hvað þetta fólk gerði en ég skal segja ykkur frá því. Þetta fólk fór allt og náði sér í kúta og voru svamlandi um lónið með appelsínugula armhringi, þau voru bara krúttleg :)
|

fimmtudagur, september 21, 2006

Step Up

Fór í bíó í gær með Sólveigu systur (verð að taka það fram svo hún verði ekki fúl :)) Sáum við myndina Step Up, þetta var flott dansmynd og má segja að hún sé sambland af Save the Last Dance, Footloose og Fame en það eru myndir sem eru í uppáhaldi hjá mér! Gallinn við myndina er sá að hún er ansi fyrirsjánleg, maður veit í raun hvernig hún endar en þá er bara að njóta þess að horfa á dansinn og hlusta á tónlistina.
|

miðvikudagur, september 20, 2006

Nick and The Family...
...er hljómsveit vikunnar! Þetta er sænsk popphljómsveit sem kemur frá Helsingjaborg. Hljómsveitin er mest þekkt fyrir lag sem var mikill hittari sumarið 2004 og heitir Hej Hej Monika og er þetta lag bæði elskað og hatað :) Hér að neðan getið þið hlustað á lagið og séð myndbandið.Einnig er hljómsveitin á myspace.com/nicandthefamily og er þar fleiri lög að finna!

Og koma svo nú, allir syngja með...
Mooonika
Hej Hej Monika
Hej på dig Monika
Hej Monika
Hej på dig Monika
Hej Monika
Hej på dig Monika
Hej Monika
Hej på dig Monika
|

mánudagur, september 18, 2006

Sænsk tónlist
Datt í hug að vera með vikulegan lið hérna inni, það er að skella inn myndbandi með sænskri tónlist og setja kannski upplýsingar með, hvað segið þið?
|

fimmtudagur, september 07, 2006

HALLÓ (kallað mjög hátt)...
...nú er þetta bara prentarinn!

Sólveig systir sló í gegn í kvöld, það er mál með vexti að við erum tvær heima í augnablikinu. Ég lá í rúminu hennar Sólveigar og var að horfa á rockstar. Sólveig situr við skrifborðið og er að gera verkefni, hún er búin með verkefnið og ýtir á print. Eftir það heyrast skruðningar svo Sólveig ákveður að kanna málið og tékka á því hvort að einhver sé komin í heimsókn eða hvort að einhver sé að banka og kallar því hátt og skýrt HALLÓ! Stuttu seinna fattar hún að hljóðið er venjulegt prentarahljóð og það var hún sem ýtti á print og ætti því manna best að vita hvaða hljóð þetta væri! Hún getur verið brandari stundum krakkinn!!!

Hérna er nördaskíturinn á góðu mómenti!
|

miðvikudagur, september 06, 2006

Beslan
Núna eru tvö ár liðin frá harmleiknum sem átti sér stað í Beslan í Rússlandi. Það sem átti sér þarna stað þarna var það að skóli var tekinn í gíslingu á skólasetningardegi og var bæði börnum og fullorðnum haldið þarna í gíslingu í nokkrun tíma. Þegar rússneski herinn braust svo inn í skólann til þess að losa fólkið úr prísundinni sprungu sprengjur og fjöldi fólks, sérstaklega börn létust. Hér er hægt að lesa nánar um það hvað gerðist!!!

Árið 2005 söng finnski söngvarinn Geir Rönning lag í eurovision keppninni sem heitir Why og fjallar lagið um það sem þarna gerðist!Hvernig væri að kveikja á kertum í kvöld til þess að minnast þess að þarna misstu margir ættingja sína og fjölskyldu?
|

þriðjudagur, september 05, 2006

Magnakvöld hvað? Nú eru það hommarnir mínir!
Núna er Queer Eye for the Straight Guy að byrja aftur á skjá einum, þið getið ekki ímyndað ykkur hve mikið ég hef saknað hommanna minna!!


Þannig að í kvöld klukkan 20:10 verð ég mætt fyrir framan kassann með snakk og ídýfu sem ég fjárfesti bara í fyrir þáttinn!

Já og annað, keypti mér tvær flíspeysur í dag, þær voru á útsölumarkaðnum hjá 66°n svo ég gat alveg leyft mér að kaupa tvær :) Hérna eru gripirnir!

|

sunnudagur, september 03, 2006

Rigning, garðljós og táslur
Ég sá það í gærmorgun frá vinnunni að það hanga uppi í listigarðinum seríur frá því á Akureyrarvökunni. Það er mjög fallegt að hafa þessa lýsingu í garðinum og lagnar mig því til þess að fara þangað eitthvað kvöldið áður en að þau verða tekin niður.

Í gærkveldi fékk ég þessa skrítnum hugmynd, mig langaði í listigarðinn til þess að ganga berfætt í rigningunni í þessari skemmtilegu birtu!! En ég lét ekki verða af því, ég lá þess í stað uppi í rúmi og las góða bók sökum þreytu í fótum.

Það er spuring hvenær maður lætur verða af þessu!
|

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri, Iceland

Sænsk tónlist vikunnar
20-26 september - Nic & the family
27-3 september - Raymond & Maria
4-10 október - Gyllene tider
11-17 október - Roxette
18-24 október - Alcazar
25-31 október - E-Type
1-7 nóvember - Da Buzz
8-14 nóvember - Dr Alban
15-21 nóvember - The Cardigans
22-28 nóvember - Günther and the Sunshine Girls
29-5 desember - A*Teens
6-12 desember - Marit Bergman
13-19 desember - Lena Philipsson
20-26 desember - Carola
27- desember - ABBA

Powered by Blogger