miðvikudagur, apríl 30, 2003

Er meistari að missa sig? Eftirfarandi bréf fengum við nemendur MA í hádeginu:

Til nemenda Menntaskólans á Akureyri

Mér hefur borist til eyrna að nemendur á félagsfræðibraut skólans séu að undirbúa það sem kallað er “árshátíð félagsfræðisviðs Menntaskólans á Akureyri” á Grenivík í kvöld.

Af þessu tilefni vil ég taka fram, að enginn hefur heimild til þess að semja um viðskipti í nafni Menntaskólans á Akureyri nema skólameistari.

Enginn hefur því heimild til þess að taka hús á leigu til þess að halda það sem kallað er “árshátíð félagsfræðisviðs Menntaskólans á Akureyri” nema skólameistari.

Allar samkomur, þar sem ljóst er að áfengi verður haft um hönd, eru í óþökk skólans,

Í 18. grein áfengislaga frá 1998 segir að óheimilt sé að selja, veita eða afhenda áfengi þeim sem yngri eru en 20 ára. Nemendur skólans eru því að taka þátt í lögbroti með því að taka þátt í áfengissamkomum af því tagi sem hér um ræðir.
SKÓLAMEISTARI

Hvað gerist? verður árshátíðin haldin eða verðum við heima í kvöld? Það er spurning?
|
Endilega prufið líka þennan vef Kosningakompás mbl.is - ef þið eruð ekki viss hvað þið ætlið að kjósa, þessi könnun virkar allavega nákvæmari og meira sannfærandi en könnunin á afstaða.net ! En maður veit nú ekki hvað er að marka svona kannanir.

Allavega þá eru þetta mínar niðurstöður:
Vinstrihreyfingin - grænt framboð (U) 86%
Framsóknarflokkur (B) 79%
Frjálslyndi flokkurinn (F) 78%
Samfylkingin (S) 76%
Sjálfstæðisflokkur (D) 67%

|
Við vorum að máta stærðir á stúdentshúfum í gær, þá fann maður fyrst fyrir því að þessu væri að ljúka hér í MA.
|

þriðjudagur, apríl 29, 2003

Ég er að rotna, ég er að lesa í sálfræðibókinni minni því það er farið að nálgast próf, og mér er ekki skemmt :(
|
Grillveislan var í gær og hún heppnaðist að mínu mati mjög vel, strákarnir voru næstum búnir að kveikja í kjötinu þegar þeir voru að grilla en betur fór en á horfðist og enginn brenndist við grillstarfssemina. Það er allveg merkilegt hvað margar skemmtilegar sögur geta rifjast upp þegar gamlir gönguskíðanördar koma saman :) Hver man ekki eftir ferðinni á Seyðisfjörð þegar Andri læstist inni á klósetti og kallaði á Jón Þór og þegar Andri sagðist vera með 4 augu, óborganlegt. En það besta var nú þegar Röggi spurði okkur Brynju Völu hvort við værum með gel þegar við vorum á Ísafirði (hverjum er ekki sama hvernig hann lítur út þegar hann er staddur þar?) Allavega fínt kvöld og nóg að borða.
|
Ertu óviss hvað þú ætlar að gera á kjördag? Þá er þetta málið, afstöðukönnun á afstaða.net !!!!

Hér eru niðurstöðurnar mínar:
1. Vinstri grænir (xu).69%
2. Framsóknarflokkur (xb). 46%
3. Samfylking (xs).38%
4. Frjálslyndi flokkurinn (xf).31%
5. Sjálfstæðisflokkur (xd).31%

|

mánudagur, apríl 28, 2003

Fyrsta skóladeginum í vikunni er lokið ! núna eru bara eftir 3 dagar af vikunni því á fimmtudag er frí vegna 1. maí !!! Auk þess er félagsfræði árshátíðin á miðvikudag, óvissuferð og svaka spennandi, get ekki beðið. En núna verð ég að fara að versla fyrir kvöldið í kvöld, grillið, það verður gaman að grilla í snjókomu :)
|

sunnudagur, apríl 27, 2003

Þá er maður loksins búin með fyrirlesturinn um Ungverjaland sem ég og Lísa erum að fara að flytja í sögu á morgun hjá Teitnum. Það er merkilegt hvað Teiturinn eða Björn Teitsson eins og hann heitir víst er alltaf flottur í tauinu, alltaf er hann í jakkafötum en með missmekkleg bindi við. Það er eiginlega merkilegt hvað hann á mörg skrautleg bindi, hvar ætli hann fái þetta eiginlega?

Á morgun fer ég mjög líklega í grillveislu hingað heim til mín, við hérna gömlu gönguskíðanördarnir (Andri, Brynja Vala, Jón Þór, Katrín og ég) erum að hugsa um að hittast, grilla og hlæja að gömlum tímum og gömlum félögum :) Það verður án efa mjög skemmtilegt.

Hér í gær var ég að tala um hve leiðinlegt sjönvarpsefni þátturinn hjá Gísla Marteini væri en það sama er ekki hægt að segja um Stundina okkar með þeim Birtu og Bárði, ok ég veit að ég er orðin meira en tvítug en þessir þættir eru algjör snilld, þetta eru með bertri þáttarstjórnendum þarna í langan tíma. Þættirnir hafa allir boðskap og svo getur maður allaf lært eitthvað sniðugt! Allavega voru konan og kötturinn sem voru á undan B&B dúettinum ekkert sérstaklega skemmtileg.

Þeir sem eru Eurovision-fanarar ættu endilega að skella sér á þessa Eurovisionsíðu, hún er alveg frábær, hér er hægt að lesa um keppendurnar, hlusta á lögin, horfa á myndböndin, gefa lögunum einkunn og spjalla við aðra Eurovision-fanara. Hún fær allveg fjórar stjörnur frá mér ****, takk Solla fyrir að finna hana :)
|

laugardagur, apríl 26, 2003

Svakalega getur hann Gísli Marteinn verið leiðinlegur, hann var nú alveg ágætur þarna í denn en núna er hann búin að spila út öllum sínum trompum og ætti að gera þjóðinni þann greiða að pakka saman þessum þætti sínum og dífa sig í sumarfrí. Hann mætti jafnvel gleyma að mæta í haust! Þátturinn sem ég sá áðan, eða réttara sagt gafst upp á að horfa á áðan vað með Tolla bróður Bubba og einhverji kór-konu. Gísli gefur sig út á að hafa þáttinn frjálslegann en það er málið, hann er bara hallærislega frjálslegur! Hann hlammar sér í sófann í byrjun þáttarins og hlær að einhverju sem er ekki fyndið og svo syngur hann með þegar gestirnir eru að taka lagið. Þetta er orðið hallærislegra en hjá honum Hemma Gunn þarna um árið!
|
Ég heitasti aðdáandi Davíðs Oddsonar var boðið í brunch hjá sjálfstæðisflokknum í dag, Ester var í að hringja út lið til að koma þangað svo ég ákvað að sína lit og láta sjá mig, það var verst hvað voru margar myndavélar þarna. Kannski verður maður settur í einhvern helv. bækling á vegum flokksins, ég vona allavega að það gerist ekki, ég vill nú ekki vera að bendla mig við Dabba kóng. Það kom mér samt mest á óvart að ég sá engar bláar hendur þarna, kannski voru bara heitustu sjálfstæðiskonurnar í hönskum!

Í sakleysi mínu fór ég á Glerártorg í dag, þurfi aðeins að versla. Það vildi nú ekki betur til en svo að allur bærinn var þarna samankomin til þess að hlýða á einhverja menningarveislu, ég hefði farið í Bónus ef ég hefði vitað af þessu ! En fyrst ég var komin á staðinn þá ætlaði ég nú að reyna að fylgjast eitthvað með þessu, en þar sem ég er ekki mjög há í loftinu þá varð ég frá að hörfa og skora ég nú á Glerártorgsmenn til þess að fá sér almennilegt svið svo smáfólkið geti notið þess sem verið er að bjóða upp á !
|

föstudagur, apríl 25, 2003

Vá, það er komin helgi ! Það er ótrúlegt hvað maður getur verið þreyttur eftir páskafrí, maður gerði ekki neitt nema að fara í matarboð. Skírdag og föstudaginn langa voru matarboð heima hjá mér, á laugardag fór ég í skírnarveislu en þá var verið að skíra nýjasta afkvæmi Kristjáns frænda, hana Mörtu Maríu og svo um kvöldið var tvítugsafmæli hjá Evu Björk, fínt teiti með bleiku þema ! Á páskadag var svo læri hjá ömmu og svo á annan í páskum var læri hjá Tótu frænku. Eins og sést þá var nóg að gera um páskana og ekki skrítið að maður hafi ekki lært mikið, maður var annað hvort að borða eða melta :)

Ég var á andrésarleikunum í gær, þeir voru með aðeins öðruvísi sniði í ár, því lítill sem enginn snjór er í fjallinu og því var ákveðið að gera eitthvað fyrir krakkana í staðinn. Það var því farið í Kjarnaskóg og þar var farið í skrúðgöngu og svo var farið í leiki og grillað, virkilega fín skemmtun !
|
Það liggur svo dæmalaust ljómandi á mér, mér líkar svo vel hvernig heimurinn er :)
|

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri, Iceland

Sænsk tónlist vikunnar
20-26 september - Nic & the family
27-3 september - Raymond & Maria
4-10 október - Gyllene tider
11-17 október - Roxette
18-24 október - Alcazar
25-31 október - E-Type
1-7 nóvember - Da Buzz
8-14 nóvember - Dr Alban
15-21 nóvember - The Cardigans
22-28 nóvember - Günther and the Sunshine Girls
29-5 desember - A*Teens
6-12 desember - Marit Bergman
13-19 desember - Lena Philipsson
20-26 desember - Carola
27- desember - ABBA

Powered by Blogger