þriðjudagur, nóvember 29, 2005

ég á eftir... (öppdeit)
að gera spurningarnar mínar í námssálarfræðinni
að gera námsáætlun í náttúrufræði fyrir heila önn held ég
að fara í sálfræðipróf
að fara í grenndarkennslupróf

Þetta mjakast sko...
|

laugardagur, nóvember 26, 2005

Listinn góði
ég á eftir...
að gera spurningarnar mínar í námssálarfræðinni
að gera verkefni um lestur og lesskilning 6 ára barns
að gera námsáætlun í náttúrufræði fyrir heila önn held ég
að gera próf í íslenskum bókmenntum
að taka slíkt próf sem samnemandi hefur gert
að fara í sálfræðipróf
að fara í grenndarkennslupróf

Vegna fjölda áskoranda ákvað ég að birta núverandi lista, það saxast á þetta!
|

mánudagur, nóvember 21, 2005

Núna á ég bara eftir...
að skrifa ritgerð um Olgu Guðrúnu í íslenskum bókmenntum
að skrifa ritgerð um Kristínu Helgu í barnabókmenntum
að líma nöfnin á plöntunum inn í plöntusafnið og skila svo
að gera spurningarnar mínar í námssálarfræðinni
að fara yfir verkefni samnemanda um leitarnám
að gera verkefni um lestur og lesskilning 6 ára barns
að gera námsáætlun í náttúrufræði fyrir heila önn held ég
að gera próf í íslenskum bókmenntum´
að taka slíkt próf sem samnemandi hefur gert
að fara í sálfræðipróf
að fara í grenndarkennslupróf

Held að ég sé ekki að gleyma neinu, vona það allavega ekki þar sem ég hef ekki tíma í meira! Það saxast þó verulega á to do listann þar sem ég skilaði tveimur verkefnum í dag :)
|

sunnudagur, nóvember 13, 2005

Eddan
Horfði á Edduna með öðru auganu, hefði auðvitað ekki horft á neitt af þessu nema bara út af því að ég hefði átt að vera að gera eitthvað annað sem ég gerði þó í og með. Það er að gera verkefni eins og alltaf. Ætlaði ekkert að tjá mig um þessa hátíð en get ekki annað eftir að hafa heyrt það sem hæstvirtu eða kannski ekki svo hæstvirtu menntamálaráðherra sagði á hátíðinni. Hún var að lofa hærra framlagi til kvikmynda frá ríkisstjórninni ef mig minnir rétt. Ég spyr eru þetta peningarnir sem hún kemur til með að spara þegar hún styttir framhaldsskólann?
|

föstudagur, nóvember 11, 2005

Staðan
Oh hvað það er yndislegt að fá smá snjó ofan á hálkuna sem fyrir er, eykur bara líkurnar á því að detta um alveg helling. Það er náttúrulega alveg frábært! Eða kannski ekki, maður passar sig allavega á því að vera sem minnst úti og ef maður fer út þá fer maður helst á bíl.

Er að fara í leikhús í kvöld á stytta útgáfu á Edith Piaf með Sólveigu og Siggu leikhúspöllunum mínum. Hlakka til þess að sjá þetta!

Núna á ég bara eftir að skila 10 verkefnum, þetta mjakast :)
|

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Megavika
Ég hef yfirleitt gaman af auglýsingum, horfi reyndar lítið á sjónvarp þannig að ég hef lítinn tíma til þess að fylgjast með því efni. Það er oft gaman að giska á það hvað er verið að auglýsa og stundum eru auglýsingarnar svo fjarri lagi að maður veit tæplega af hverju var verið að borga fyrir þessa auglýsingu því hún auglýsir tæpast efnið. Til eru þær auglýsingar sem ég þoli ekki og sá ég eina þeirra áðan þegar ég leyfið mér þann munað að horfa á Allt í drasli, en ég horfi á þann þátt til að njósna um nágrannana :) Auglýsingin sem ég sá var frá ónefndu flatbökufyrirtæki sem hefur ákveðnar vikur af og til. Núna er mega vika. Ég get ekki beðið þess að megavikunni ljúki því ljóta megavikulagið hljómar í huga mér. Vona að ég eigi ekki eftir að vera nálægt sjónvarpi eða útvarpi þessa vikuna svo að ég eigi ekki eftir að verða minnt á megavikuna!
|

sunnudagur, nóvember 06, 2005

Fjör og stemming
Ég sé fram á svo skemmtilega helgi, hún er reyndar hafin hjá mér! Er búin að búa mér til lista sem ég sé kannski fram á að klára um helgina ef ég verð dugleg. Ég er hætt að gera allt sem er skemmtilegt, hætt að hitta fólk, nema þá það fólk sem er með mér í verkefnum (veit ekki hvort að það telst til fólks?) og fjölskyldu mína (sama um hana og verkefnafólkið) og hætt að fara út úr húsi nema þá til þess að fara á bókasafnið, í skólann eða í verkefnavinnu. Ég veit að margir eru að blogga um sitt skemmtilega líf, mitt líf er alveg skemmtilegt en ég veit ekki hvort að öðrum finnst svo gaman að lesa um verkefnaskil mín!

Skrapp reyndar út áðan, fór í bókval til þess að ná mér í pappír fyrir verkefni. Þegar ég kem á staðinn sé ég að það eru blöð þarna alveg eins og ég ætlaði að kaupa á 3 fyrir 2. Auðvitað ákvað ég að kaupa þá 3 í stað 1 þar sem ég sá fram á að geta gert einhver jólakort á hinn pappírinn. Þegar ég er búin að borga sé ég að pappírinn hefur ekki verið á 3 fyrir 2 heldur var ég látin borga fyrir allan pappírinn! Ég var nú svolítið súr og spurði hvað það ætti að þýða, þá segir herfan í afgreiðslunni að maður þurfi að kaupa 3 pakka í sama lit til að tilboðið virki! Ég sagði henni að þetta væri þá svolítið óskýrt þarna hjá þeim, það mætti þá alveg standa þarna því fólk skildi þetta tæpast. Þá sagði herfan að sumir skildu þetta alveg! Var herfan að meina að ég væri heimsk? Er ég heimsk? eða er þetta óskiljanlegt hjá þeim? það eru tveir litir af pappír í hverri hillu og því segir skilti sem stendur á 3 fyrir 2 manni ekki að það gildi fyrir 1 lit eða hvað?

Bókval á Akureyri heitir í raun Penninn, er það ekki Penninn sem er alltaf að auglýsa að starfmennirnir þar viti allt og geti svarað öllu og séu svo frábærir? Eftir reynslu mína get ég ekki sagt að margir af þeim starfmönnum þarna flokkist undir þessa staðalmynd af starfsfólki sem fyrirtækið gefur út!
|

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri, Iceland

Sænsk tónlist vikunnar
20-26 september - Nic & the family
27-3 september - Raymond & Maria
4-10 október - Gyllene tider
11-17 október - Roxette
18-24 október - Alcazar
25-31 október - E-Type
1-7 nóvember - Da Buzz
8-14 nóvember - Dr Alban
15-21 nóvember - The Cardigans
22-28 nóvember - Günther and the Sunshine Girls
29-5 desember - A*Teens
6-12 desember - Marit Bergman
13-19 desember - Lena Philipsson
20-26 desember - Carola
27- desember - ABBA

Powered by Blogger