miðvikudagur, október 25, 2006

E-type
Það er alltaf hægt að komast í stuð þegar maður hlustar á E-type. Hausinn bak við nafnið er Martin Eriksson en þar sem hann segist af eigin sögn ekkert vera spes söngvari þá er hann alltaf með söngkonur með sér í lögunum til þess að draga athyglina frá eigin söng. Einnig eru lögin hans með miklum trommuslætti, en þegar ég sá hann á tónleikum í Gröna lund þá var hann með þrjá trommuleikara á sviðinu!



Hann hefur gefið út helling af efni og meðal annars tekið þátt í undankeppni eurovision með þessu lagi hér!



Angels crying er eitt af mínum uppáhalds lögum



Svo er hægt að nefna fleiri lög svo sem Here I go again, Africa, This is the way og Prinsess of Egypt það mætti telja endalaust upp.

Heimasíða kauða er e-type.se
|

miðvikudagur, október 18, 2006

Alcazar
Ég hef ekki miklar upplýsingar um bandið Alcazar, sá reyndar á heimasíðunni þeirra að þau hafa verið að spila frá árinu 1999.


Hér er lagið This is The World We Live In með þeim, hægt er að slá nafni bandsins inn á youtube.com og finna fleiri myndbönd með þeim!



Heimasíða Alcazar
|

miðvikudagur, október 11, 2006

Roxette
Band vikunnar er Roxette, það er fínt að hafa það á eftir Gyllene tider þar sem sami söngvarinn er í báðum sveitunum. Þar sem það er allt á kafi í verkefnum hjá mér þessa stundina þá skrifa ég engan fróðleik um bandið. Set inn eitt rólegt og eitt hresst lag!






Official heimasíða Roxette
Roxette á wikipediu
Roxette á wikipediu á íslensku, þar eru einnig fullt af sniðugum linkum!
|

þriðjudagur, október 10, 2006

Vinkonur



Paris Hilton og Nicole Richie eru orðnar vinkonur aftur, nú get ég loksins farið að sofa eðlilega og hætt að vakna upp í stressi yfir því að þessi vinskapur myndi ekki endurnýjast! Gott ef magasárið hefur ekki lagast líka ;)
|

miðvikudagur, október 04, 2006

Gyllene tider...
...er band vikunnar. Þetta sænska band er frá árinu 1978 og hefur það verið að spila af og til síðan þá. Einn af meðlimum bandsins er Per Gessle en hann er helmingurinn af Roxette bandinu.

Þetta er eitt af mínum uppáhaldslögum með þeim Sommartider eða "sumartímar" Þetta lag er svona hittari sem mann langar til þess að dansa við :)



Hér er annað gott lag með þeim, Flickorna på TV2



Nánari upplýsingar
wikipedia sænska
wikipedia enska
|

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri, Iceland

Sænsk tónlist vikunnar
20-26 september - Nic & the family
27-3 september - Raymond & Maria
4-10 október - Gyllene tider
11-17 október - Roxette
18-24 október - Alcazar
25-31 október - E-Type
1-7 nóvember - Da Buzz
8-14 nóvember - Dr Alban
15-21 nóvember - The Cardigans
22-28 nóvember - Günther and the Sunshine Girls
29-5 desember - A*Teens
6-12 desember - Marit Bergman
13-19 desember - Lena Philipsson
20-26 desember - Carola
27- desember - ABBA

Powered by Blogger