þriðjudagur, ágúst 31, 2004

Runnar
Ég ætlaði að fara að kvarta yfir runna sem varð á vegi mínum, þegar ég var einmitt á ferð á hjólinu mínu. Ég þurfi nánast að hjóla í gegnum runnan þar sem hann var illa snyrtur, ábyggilega ekki búið að klippa hann í nokkur ár. En það verður eitthvað lítið úr þessari kvörtun minni því þegar ég var að fara að ná í Sólveigu í skólann þá sá ég að það var einhver að búta niður runnan. Hvort það hefur verið eigandinn eða pirraður vegfarandi veit ég satt best að segja ekki!
|

mánudagur, ágúst 30, 2004

Gangbrautir, bara til skrauts?
Ég fór að hugsa um það í dag til hvers gangbrautir væru eiginlega hérna á Akureyri, þannig var mál með vexti að ég bra mér út á reiðfáknum mínum og lá leið mín upp á bókasafn. Á þessari leið minni þarf ég að fara yfir eina af mestu umferðagötum bæjarins og þar af leiðandi eina gangbraut. Ég skellti mér niður af reiðfáknum og bjóst til þess að ganga yfir götuna eins og manni var kennt í umferðaskólanum í gamla daga, en hvað gerðist? Já það er spurning. Ég mátti bara gjöra svo vel og bíða eftir að umferðin myndi lægja til þess að komast yfir götuna þar sem enginn bíll stoppaði fyrir mér. Ég spyr því, halda Akureyringar að gangbrautir séu einhverjir gjörningar frá listakonunni Önnu Richardsdóttur og taka þær þar af leiðandi ekki alvarlega. Og þá ein spurning í framhaldi af þessari pælingu héldu Akureyringar að ég væri hluti af þessum gjörningi standandi þarna í sakleysi mínu með reiðfák minn við Glerárgötuna í dag?
|
Skólastelpa
Þá er maður bara orðin skólastelpa og búin með fysta daginn sinn í háskóla, ég er nottla búin að vera nokkra daga í skólanum en þetta er fyrsti eiginlegi dagurinn, þó að hann hafi verið stuttur. Ég fór sem sagt í minn fyrsta íslenskutíma sem varði frá klukkan 9:05 til klukkan 11:40. Þessi tími var nú ekki upp á marga fiska þar sem þetta var upprifjun í málfræði, það kom mér samt á óvart hvað maður var þó búin að gleyma miklu, hver man til dæmis hvað hliðstæð og sérstæð er? Allavega mundi ég það ekki í dag! Ég veit, ég veit, ég er að viðurkenna fáfræði mína, en er það ekki nauðsynlegt til þess að afla meiri menntunar. Fólk sem telur sig vita allt þarf ekki menntun eða hvað?

Í gærkveldi hitti ég svo Evu Björk bekkjasystur úr MA þar sem við ræddum það að við værum orðnar voðalega stressaðar yfir því að vera orðnar háskólanemar og við vorum mikið að pæla í því hvernig við ættum að haga okkur í skólanum svona fyrsta daginn. Ég komst svo að því í dag að allur ótti okkar var óþarfur, því eins og það er alltaf, þetta reddast!
|

laugardagur, ágúst 28, 2004

Háskólinn
Jæja þá er maður komin með smá reynslu í því að vera háskólanemi, eða öllu heldur kannski í því að vera ekki háskólanemi. Þessa vikuna erum við búin að vera í skólanum til þess að kynnast samnemendum okkar, við erum til dæmis búin að fara í hópefli og svo eru búnar að vera hinar ýmsu uppákomur a kvöldin. Það var til dæmis pitsuveisla með köldum pitsum og svo erum við búin að fara í vissuferd, nei ég er ekki að skrifa vitlaust, þetta var vissuferd upp á Hamra í þrautabraut skáta þar sem við fengum að vaða í drullu berfætt og sigla á hjólabátum. Í gærkveldi var svo dansleikur í Sjallanum, hljómsveitin Sent lék fyrir dansi. Ágætasta band, vissi ekki hverju ég ætti von á, en ágætt með svona hljómsveitir sem taka öll mögurleg lög. Það var að meira segja hin ágætasta sveitaballa stemming þarna á gólfinu þar sem nokkrir tóku upp á því að slást aðeins. Maður getur nú ekki farið á ball án þess ad sjá smá slagsmál :) Í næstu viku á svo víst alvaran að taka við og þá á maður víst að byrja að læra!
|

miðvikudagur, ágúst 25, 2004

Kennarar
Ég er búin að sjá kennarana sem eru að kenna mér í vetur og ég get ekki sagt að ég kannist við liðið eða hafi séð það áður. Það var þó einn kennari sem ég hafði séð áður og fannst eins og ég ætti eitthvað að kannast við hann. Ég komst síðar að því að kennari þessi ætti að kenna mér stærðfræði. Hver ætti að þetta sé, jú þetta er hinn sí vinsæli Eiríkur Brynjólfsson sem var að kenna stærðfræði í menntaskólanum í fyrra.
|
Heima
Þá er maður komin heim eins og áður hefur verið sagt hérna á þessu bloggi. Heimferðin gekk vonum framar og einnig án allrar yfirviktar, en það er nú bara jákvætt. Ég ætla nú ekki að fara að eyða miklum tíma í að tala um síðustu dagana mína í Stockholmi, frekar ætla ég að vísa á ítarlega ferðasögu Sólveigar á hennar bloggi. Síðasta kvöldið mitt úti hrúguðust svo vinkonur mínar í heimsókn með fullt af mat og gjöfum með sér og slegið var upp mini veislu til tess ad fagna heimferð minni, og var það allveg ótrúlega skemmtilegt. En þetta var ekki eina veislan, það voru haldnar tvær aðrar veislur í vinnunni. Fyrst var haldin veisla deginum áður en að ég hætti því að yfirkonan var ekki við daginn sem ég hætti og svo hélt ég smá íslenska veislu daginn sem að ég hætti með hangikjöti og harðfiski og fólk var bara hrifið af íslensku veitingunum. Ég fékk penna með nafninu mínu sem skilnaðargjöf frá vinnunni og er hann tvöfalt merkilegur þar sem að hann er keyptur hjá NK. Núna er Svíþjóðarævintýrinu lokið í bili og við tekur háskólanám hérna heima á fróni.

|

mánudagur, ágúst 23, 2004

Hej och ho!
Þá er maður barasta komin heim á Klakann. Kom heim í morgun um hálf 7 leitið eftir bílferð heim frá Keflavík. Hef ekki sofið síðan hálf 6 í gærmorgunn en skólinn gengur fyrir og svefninn kemur síðar. Er að fara í skólann núna...
|

mánudagur, ágúst 16, 2004

Heimferd
Ta er komid ad heimferdinni, tannig ad maur hefur ekkert serstaklega mikinn tima til tess ad vera ad skrifa herna. Sidastlidna viku voru mamma og solveig herna en nuna er solveig bara eftir, skuringarkonan eins og eg kys ad kalla hana tar sem eg aetla ad nota hana til tess ad trifa ibuduna. Tratt fyrir ad eg vaeri med gesti var eg a fullu i vinnunni og svo eftir vinnu var madur full time turist gaed, tannig ad madur var vaknadur 6 a morgnanna og svo var tad bara ad fara ad sofa 12 a kvöldinn, godur vinnudagur tad!

Nuna er madur ad hnyta loka hnutana, flytja heimilsfang, skila bokasafnsbokum, losa ibudina, trifa, pakka og kvedja. Ef eg fer ekki i tölvu adur en ad eg fer heim ta skrifa eg bara eitthvad gridarlega hressandi tegar eg kem heim.
|

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri, Iceland

Sænsk tónlist vikunnar
20-26 september - Nic & the family
27-3 september - Raymond & Maria
4-10 október - Gyllene tider
11-17 október - Roxette
18-24 október - Alcazar
25-31 október - E-Type
1-7 nóvember - Da Buzz
8-14 nóvember - Dr Alban
15-21 nóvember - The Cardigans
22-28 nóvember - Günther and the Sunshine Girls
29-5 desember - A*Teens
6-12 desember - Marit Bergman
13-19 desember - Lena Philipsson
20-26 desember - Carola
27- desember - ABBA

Powered by Blogger