mánudagur, febrúar 14, 2005

Sunnudagur
Eftir sveitta verkefnavinnu allan sunnudaginn var vel við hæfi að skella sér í sund um kvöldið! Þelamörk varð fyrir valinu enda eina sundlaugin hér um slóðir sem hefur opið til klukkan 10 á kvöldin. Enda ekki ónýtt að svamla um í heitri sundlaug undir "björtum" stjörnuhimni og láta nokkur snjókorn kæla sig niður. Það er annars ótrúlegt hvað maður er latur við að fara í sund eins og það er nú gott, kannski eru það útlitskomplexar sem eru eitthvað að bögga mann, aðeins of stór rass, bingóvöðvar og magi. Ég fór svo aðeins að hugsa um þetta, í sundlaugunum er allskonar fólk af öllum stærðum og gerðum, maður kippir sér samt ekkert upp við það. Ég meina það er ekkert að trufla mig þó að það sitji eitthvað fjall í heitapottinum við hliðiná mér (fær mig bara til að líta út eins og fegurðardrottningu), svo er þarna gamalt fólk, börn, horað fólk, feitt fólk, ljótt fólk, fallegt fólk. Æi það sem ég er að reyna að koma að hérna er að maður á ekkert að vera að hafa áhyggjur af útlitinu þegar maður er í sundi, það er öllum sama. Eða er það kannski ekki?
|

laugardagur, febrúar 12, 2005

1985
Það er ótrúlega oft þannig að maður ætlar að skrifa eitthvað rosalega sniðugt en svo þegar á hólminn er komið þá er maður búin að gleyma hvað það var sem maður ætlaði að skrifa um. Það er þó ekki þannig í þetta skiptið en það er þó búið að gerast nokkrum sinnum í vikunni sem leið.

Í gærkveldi var haldið fyrsta bekkjarpartýið, já ég veit að það er komin vorönn og talsvert liðið af henni en svona er það. Arnar fórnaði íbúð sinni fyrir gleðskapinn þó svo að hann ætti að mæta í vinnu klukkan 8 um morguninn. Þema parýsins var 1985 og því fór dagurinn í það að leita sér að fötum til að dressa sig upp fyrir herlegheitnin. Fyrir partýið hittumst svo ég, Guðbjörg, Stína og Sigga Gunna heima hjá Guðbjörgu til þess að dressa okkur upp fyrir herlegheitin, komum við með þau föt sem við höfðum fundið um daginn, lögðum í púkk og svo var það bara að reyna að veiða hið eina rétta dress upp úr haugnum. Að okkar mati vorum við svakalegar skvísur, án efa þær flottustu í bænum :) Í partýinu var svo horft á Idolið þar sem Helgi datt út við mikinn fögnum af minni hálfu, ég er nokkuð viss um að Sigga er ekki sammála! Síðan var farið í singstar, þar sem lagið mitt var tekið áður en ég komst að þá sleppti ég því að syngja í það skiptið. Eftir heitt partý var haldið í bæinn á Kaffi Akureyri þar sem 85 stemmingin hélt áfram fram eftir nóttu! Fínt kvöld, falleg föt, frábært partý og skemmtilegur bekkur!

|

mánudagur, febrúar 07, 2005

Hvað er málið með hundaeigendur?
Ég var úti að keyra um daginn, svona eins og gengur og gerist enda ekki í frásögu færandi nema það að ég lenti á eftir hundeiganda (þið hugsið sjálfsagt ,,hvernig veit hún að þetta var hundeigandi?" en ég er að koma að því), sem er kannski ekki heldur í frásögu færandi nema það að ég rak augun i þennan roknar límmiða í afturrúðunni engan smá límmiða heldur límmiða sem er ábyggilega 20x20 cm. Og af hverju haldið þið að hafi verið mynd af á þessum límmiða? Jú auðvitað flennistórum hundshaus, ábyggilega sömu tegundar og eigandinn á! Að mínu mati eru þessir límmiðar gríðarlega hallærislegir þeir slá annsi mörgu út!

Þess vegna skora ég á alla dýraeigendur að setja límmiða af dýrunum sínum í afturrúðuna, sama hvort að það er köttur, páfagaukur, naggrís, fiskur, hamstur, villisvín, slanga eða hvað annað gæludýr. Einnig skora ég á foreldra að skaffa sér límmiði með börnunum sínum á til að skella í afturrúðuna, ég held að þetta gæti orðið nokkuð gott trend, gæti jafnvel náð hápunkti næsta sumar :)
|
Dóri Áss
Maður var bara í gúddí fílíng í skólanum í dag, í dæmatíma í eðlisfræði í dag þegar jakkafataklæddur maður snarast inn i skólastofuna og krefst þess af myndatökumanni sem hann var með í eftirdragi að hann taki mynd af honum með bekknum. Eitthvað kannaðist ég við karlinn en kom honum ekki fyrir mig fyrr en nokkru síðar, það var kannski skítlega glottið sem kom upp um hann, eða prikið sem hafði verið rekið upp í afturendan á honum, það skiptir ekki öllu máli en allavega þá var þetta forsætisráðherra vor, Halldór Ásgrímsson.

Það var reyndar ekki eins og við hefðum ekki vitað af því að hann væri á leiðinni, tími sem við áttum að vera í í Þingvallastrætinu var fluttur upp í Borgir (nýja húsið) til þess að Halldór gæti séð einhverja nemendur í kennslustund, í stað þess að vera í þokkalega rúmri stofu vorum við látin hýrast í stofu á stærð við skókassa :( Svo kom gaukurinn (Halldór) þarna, ætlaði að halda uppi samræðum við okkur en þetta var bara allt svo yfirborðskennt að það gekk bara ekki, snobbið greinilega að fara með fólk, svo voru þarna rektor og einhverjir fleiri jakkafataklæddir gaurar með honum. Hve mikið er hægt að snobba fyrir einum kalli?

Það sem ég græddi á þessu var að vera í mynd í fyrstu frétt sjónvarpsins í kvöld, ég veit ekki hvort að það er jákvætt eða neikvætt? Þau ykkar sem sáuð þetta og hélduð að ég væri að brosa framan í Halldór þá er það rangtúlkun hjá ykkur, ég var nefninlega að hlægja af honum enda kannski ekki annað hægt :)
|

sunnudagur, febrúar 06, 2005

List, hvað er list?
Hvað er list leyfi ég mér að spurja! Þannig er nefninlega mál með vexti að ég ákvað að gerast menningarleg skellti mér í tilefni af því á listasafnið hérna á Akureyri. Þar er í gangi þessi þrususýning á 100 milljónum í reiðufé, eina skemmtunin sem ég fékk út úr þessari sýningu var að giska á það hve miklir peningar voru í hverjum kassa og ekki má gleyma bláu skóhlífunum sem við vorum látnar fara í. Það sem maður fékk út úr sýningunni voru einungir þær hugsanir að ég sem kennaranemi komi aldrei til með að eiga svona mikla peninga, veður maður ekki bara að sætta sig við máltækið, ,,sælir eru fátækir"?

Það er samt alveg ótrúlegt hvað fólki dettur í hug, 100 milljónir í kassa sem eru vaktaðar af 2 öryggisvörðum. Hugsið ykkur kostnaðinn af þessari list! Og hverjum dettur í hug að borg 350kr. inn á listasafnið til að skoða þetta? Þess vegna fór ég á fimmtudegi því að þá er frítt inn :)
|

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri, Iceland

Sænsk tónlist vikunnar
20-26 september - Nic & the family
27-3 september - Raymond & Maria
4-10 október - Gyllene tider
11-17 október - Roxette
18-24 október - Alcazar
25-31 október - E-Type
1-7 nóvember - Da Buzz
8-14 nóvember - Dr Alban
15-21 nóvember - The Cardigans
22-28 nóvember - Günther and the Sunshine Girls
29-5 desember - A*Teens
6-12 desember - Marit Bergman
13-19 desember - Lena Philipsson
20-26 desember - Carola
27- desember - ABBA

Powered by Blogger