þriðjudagur, maí 31, 2005

The Sound of Music
Ég horfði á þennan klassíker á dögunum og finnst þessi mynd er alveg frábær!!! Ég er samt ekki að fíla endinn :(
|
daddara!
Mér finnst ég vera eins og óþægur krakki, kannski er ég það en þá verður bara að hafa það. Finnst voðalega leiðinlegt að læra fyrir prófið sem ég er að fara í á föstudaginn, ætli ég verði ekki bara að rífa í hnakkadrambið á mér og hunskast til að læra :(

Vinnan gengur annars bara vel, er búin að vera á 2 kvöldvöktum og þær eru farnar að lærast nokkuð vel. Á morgun er það svo kvöldvakt og á fimmtudag er það morgunvakt svo er það bara helgafrí eða kannski er réttara að kalla það próffrí.
|

laugardagur, maí 28, 2005

Helgarfrí
Það er komið helgarfrí og hvað á maður að nota það í? Undir venjulegum kringumstæðum þá myndi maður ábyggilega liggja í leti og gera minna en ekki neitt, svo myndi manni leiðast að gera ekki neitt og þá myndi maður finna sér eitthvað að gera, ábyggilega að laga til í herberginu í 100 skipti á þessu ári. En nei svona helgarfrí er ekki í boði um þessa helgi þar sem að núna er það eðlisfræðin sem á hug minn allan, ég meina hver vill ekki nota helgarnar sínar í að reikna aðeins í eðlisfræði, læra nokkrar skilgreiningar og lesa um sólkerfið. Þetta er alveg draumahelgin mín, núna þarf ég ekkert að rangla um í reiðuleisi heldur get ég bara snúið mér beint að bókunum án umhugsunar, ég meina þetta er algjör lúxus, þarf í mesta lagi að hugsa um það hvað ég vil læra fyrst, hehe. Hætt í ruglinu og er farin að læra, það veitir víst ekki af...

btw er búin að fá út úr verkefnum sem ég skilaði á lokasprettinum, við fengum 8,9 fyrir skráningarverkefni í aðferðafræði hjá Göldu og svo fengum við 8 fyrir námsmatsverkefni hjá Trausta. Fékk lokaeinkun í Grunnskólafræði 8,5 sem er fínt en samt er ég ekki sátt við það þar sem ég reiknaði út að ég ætti að fá 8,775 ég myndi frekar hækka það upp í 9 en að lækka það niður í 8,5 en það er víst bara mín áskorun :( Ræði við kennarann eftir helgi! Svo er það 7,5 fyrir stærðfræði og sögu og samfélag og að lokum er það sem ég er óánægðust með en það er þróunarsálfræði 5,5 en ég er með kenningu varðanid þá einkunn sem ég nenni ekki að röfla hér, er búin að röfla hana nógu oft held ég.
|

miðvikudagur, maí 25, 2005

Vinna
Þá er maður byrjaður að vinna og það er alveg ótrúlegt hvað maður er eitthvað þreyttur þegar maður byrjar að vinna. Vinnan er í grófum dráttum mjög svipuð þeirri vinnu sem ég var í úti þó finnst mér vera rólegra andrúmsloft þarna en á elliheimilinu úti það getur verið út af því að þar var fólk að vinna saman af ólíkum þjóðernum og það var oft einhver pirringur og misskilningur sem byggðist oft á tungumálinu. En hérna eru flestir þeir sem vinna íslendingar þannig að þá á að verða lítið um tungumálamisskilning. Annars er það voðalega gaman að koma inn á elliheimili aftur og sjá að dagarnir eru ólíkir frá degi til dags og ólík viðfangsefni þó að dagurinn sé í grunninn sá sami.
|
Borg óttans
Það var nú ekki mikill ótti í borginni að þessu sinni enda var maður aðallega í búðum eða í eurovisionpartyi. Fór í Smáralind sem er held ég bara leiðinlegasta verslunarmiðstöð í heimi, staldraði við þar of lengi þar sem við Sólveig vorum fastar þar sökum misskilnings, alls ekki gott mál það. Við komum okkur svo niður í kringlu sem var allt annað mál enda byrjuðum við á því að fara í H&M, það var nú bara eins og að koma heim! Skokkuðum svo yfir í kringlu og fór þar í Noa noa, ég var meira að segja það dugleg að ég náði að koma með poka út úr báðum búðunum :) Ég má svo ekki gleyma að minnast á Ikea ferðir okkar, mamma og pabbi fluttu reyndar þangað inn en ég leit með þeim þar inn tvisvar, hitti þar meira að segja fyrir starfsmann mánaðarins NOT, þessi starfsstúlka var vægast sagt mjög leiðinleg, byrjaði á að líta á klukkuna þegar yrt var á hana og gaf litlar sem engar upplýsingar, alltaf gaman að lenda á slíku fólki.

Fór síðan í brilliant eurovision partý heima hjá bróður mömmu og konunni hans, við gistum reyndar þar líka en það skemmti nú ekki fyrir. Þar sem Selma var ekki með þá var náttúrulega bara að skemmta sér yfir gullmolum Gísla Marteins sem var í fullu fjöri. Ég skelli því inn einum frasa tileinkuðum honum Gísla sem hann mælti þegar hann var að kynna eitthvað landið; ,,þessi er nú ekkert svo góður með sig, en ef hann væri sleikipinni væri hann búin að sleikja sjálfan sig upp til agna? hver segir svona gullmola annar en Gísli? Og Gísli er ekki bara kynnir okkar á eurovision heldur er Gísli eurovision, allavega að mínu mati, hann er eitthvað svo skemmtilega bitur!
|

miðvikudagur, maí 18, 2005

Bland í poka
Hefði átt að kvarta aðeins meira yfir því að engar einkunnir væru komnar, haldiði að hann Ebbi stærðfræðikennari hafi ekki skellt sínum tölum inn í dag og splæst á mig 7,5. Er bara nokkuð sátt við það, enda ekki annað hægt þar sem það var meira en 50% fall. Vona svo að þróunarsálfræðin komi inn á morgun svo ég viti hvort að ég eigi að byrja að lesa fyrir hana aftur, ég er allaveg ekkert bjartsýn, prófið var allavega mjög skrítið. Það er svo skrítð að maður man alveg helling úr áfanganum en ekkert af því kom á prófinu, en svona er það bara. Maður verður bara að reyna að vera bjartsýnn.

Svo er það annað, ég skellti mér á road trip með fjölskyldunni í kvöld. Við skelltum okkur út með firði til þess að kíkja á borgarísjakann sem er fluttur hingað, allavega svona þangað til að hann bráðnar. Við fundum hann á svamli fyrir utan Árskógssand og Hauganes, hann var minni en mig grunaði en hann var engu að síður stórfenglegur, hefði samt viljað að hann hefði snúið sér eða eitthvað svona grúví en það er ekki á allt kosið í lífinu eins og flestir vita.

Að lokum þá koma hérna stórfréttir, haldiði að Heiða sé ekki bara komin á tanntökualdurinn, allavega er mín að taka tönn hægra megin í efrigóm, það er nóg pláss fyrir hana þannig að ég ætla bara að bjóða hana velkomna.
|

þriðjudagur, maí 17, 2005

Einkunnir
Úff, það er erfitt að bíða eftir einkunnum :( Verð að fara að finna mér eitthvað að gera svo ég verði ekki geðveik...
|
Klipping
Jæja þá er mín búin að fara í klippingu, þá er það bara eftir að þrífa heiminn :) Það tók óvenjulega langan tíma í að grisja hárið í þetta skiptið, venjulega tekur það um hálftíma en núna var hún hátt í klukkutíma að þessu en ástæðan er kannski sú að ég hef ekki farið í klippingu í frekar langan tíma og var þetta komið í hálfgerða órækt þarna á hausnum á mér. En núna sé ég allavega heimin í nýju ljósi, ég sé hann allavega, toppurinn var orðin frekar síður og hárið allt í andlitinu en núna er hægt að sjá framan í mig hvort sem það er gott eða slæmt!
|

mánudagur, maí 16, 2005

Sumarfrí kviss bang búmm
Prófin eru búin í bili, við skulum segja svo, maður veit ekki hvernig þau hafa gengið og hvort að maður þarf að taka einhver upptökupróf, allavega var sálfræðiprófið eitthvað skrítið og svo var ég ekki upp á mitt besta í eðlisfræðiprófinu en þetta kemur bara allt í ljós hvernig þetta fer, hef ekki áhyggjur af því fyrr en að ég fæ út úr þessu.

Sumarfríð hefur byrjað með látum hjá mér, byrjaði reyndar með látum áður en að það var komið. Plataði mömmu með mér í það að skipta um mold í blómabeðunum úti í garði eftir söguprófið og svo skelltum við mold á runnana og enduskipulögðum blómabeðin í leiðinni. Svo er ég búin að skúbba út öllu rykinu í mínu herbergi og er svo að drífa Sollu systur í því að þrífa í kringum sig, það er reyndar ekkert í uppáhaldi hjá henni en það hefst að lokum. Svo er ég að hugsa um að skella mér til Reykjavíkur um næstu helgi með familíjunni en það kemur í ljós á næstu dögum hvort að ég læt verða af því. Byrja að vinna 23, maí svo að maður veit ekki hvort að maður fært eitthvað frí eftir það þannig að þetta er kannski eini tíminn sem maður hefur í að fara suður. Fríið fram að vinnu ætla ég svo að nota í það að þrífa heiminn og skella mér í klippingu þar sem ég er komin með dágóðan makka!
|

sunnudagur, maí 08, 2005

Hverfisgrýlan
Núna eru prófin hálfnuð og ganga þau svona upp og niður. Næsta próf er á þriðjudag í sögu og síðasta prófið er á föstudag í eðlisfræði, þetta reddast allvega.

Núna í sumar verður fyrsta sumarið mitt á Akureyri í 4 ár. Af því tilefni hef ég ákveðið að sjálfskipa mig hverfisgrýlu. Ég bryjaði formlega í gær, þá var það eitthvað fíbbl sem lagði bílnum sínum fyrir framan húsið hjá mér akkúrat þegar ég var að gægjast út. Þegar bíleigandinn tók hundinn sinn út úr bílnum henti hann svalafernu á gangstéttina. Ég ákvað þá að bíða þess að eigandinn kæmi aftur í bílinn sem var um 2 mín. síðar. Þegar bíleigandinn kom til baka fór ég út í hurð og spurði hann hvort að hann hefði ekki gleymt einhverju, hann kvaðst svo ekki vera. Þá spurði ég hann hvort að hann hefði ekki gleymt fernunni þarna sem lá við fætur hans, þá varð hann voðalega hissa og spurði hvort að þetta færi í taugarnar á mér, ég var svöl og svaraði blákalt JÁ! Bíleigandinn tók þá fernuna og fór í fýldur inn í bíl.

Miðað við frammistöðu mína í gær þá á ég glæstan frama sem hverfisgrýla!

Boðskapur dagsins:
Til eru ruslafötur og því er óþarfi að nota göturnar sem slíkar!
|

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri, Iceland

Sænsk tónlist vikunnar
20-26 september - Nic & the family
27-3 september - Raymond & Maria
4-10 október - Gyllene tider
11-17 október - Roxette
18-24 október - Alcazar
25-31 október - E-Type
1-7 nóvember - Da Buzz
8-14 nóvember - Dr Alban
15-21 nóvember - The Cardigans
22-28 nóvember - Günther and the Sunshine Girls
29-5 desember - A*Teens
6-12 desember - Marit Bergman
13-19 desember - Lena Philipsson
20-26 desember - Carola
27- desember - ABBA

Powered by Blogger