laugardagur, apríl 30, 2005

Próflestur...
...gæti verið skemmtilegri!
|

sunnudagur, apríl 24, 2005

Fullorðin?
Ég las það einhverstaðar í hávísindalegu netprófi að ég þyrfti að játa það fyrir sjálfri mér að ég væri fullorðin, það kom samt engin útskýring á því hvað það telst að vera fullorðin þannig að ég er í stökustu vandræðum með þetta. Helst af öllu vil ég alltaf vera barn, svona til þess að þurfa ekki að taka ábyrgð á neinu og geta bara alltaf leikið mér en það gengur víst ekki upp :( Þess vegna óska ég hérna eftir einhverju sem getur leitt mig í allan sannleika um það hvernig ég á að verða fullorðin og hvernig ég á að haga mér!
|

laugardagur, apríl 23, 2005

Vonir
Ég lærði það enn einu sinni í gærkveldi að maður á ekki að gera sér stóra vonir með neitt, frekar að gera sér litlar vonir og verða svo kátur með það sem maður sem maður fær. Ég skellti mér í leikhús í gær á Pakkið á móti sem er nýbyrjað að sýna hjá Leikfélagi Akureyrar, sýningin var hin ágætasta, fyndin á köflum og náði að halda athygli manns. Það sem truflaði mig var það að ég var nýbúin að lesa að þessi sýning væri drepfyndin, hún var ekkert drepfyndin, eða kannski var hún drepfyndin hver veit. Með því að lesa þetta var ég búin að setja þá kröfu á sýninguna að ég ætti að geta hlegið allan tíman, það er allavega minn skilningur á orðinu drepfyndin. Þetta segir því að maður eigi að sjá sýningar fyrst og svo lesa gagnrýnina því að við höfum öll misjafnan smekk og við eigum ekki að láta skoðanir annara lita okkur áður en að við höfum myndað okkar eigin skoðun. Það sama gildir um bíómyndir og bækur, sleppa öllum gagnrýnum áður en að við höfum sjálf dæmt því kannski er sá sem dæmdi þetta algjört fíbbl!!!

Í framhaldi af þessu, hver kannast ekki við það að vera að bíða eftir einkunn úr prófi eða verkefni? Mitt ráð er það að bíða alltaf eftir einkunninni 5 og þá verður maður svo kátur með einkunnina sína sem er vonandi í flestum tilfellum hærri en það.
|

fimmtudagur, apríl 21, 2005

Gleðilegt sumar!!!
Þá er sumarið komin eina ferðina enn, það er kannski ekki sumarlegt veður en það að þó byrjað að vera sumarlegt úti þar sem grasið er farið að grænka, laufin springa út á trjánum og blóm eru farin að stinga sér upp úr moldinni. Óska ég því lesendum ef einhverjir eru gleðilegs sumars og þakka fyrir liðinn vetur.
|

föstudagur, apríl 15, 2005

Ferðin
Ferðin gekk alveg hreint prýðilega, lögðum við af stað upp úr 4 í gær og byrjuðum við á að keyra í gegnum hlaðið á Möðruvöllum þar sem heimsækja átti Nonna en Nonni var víst fluttur í eitthvað hús á Akureyri þannig að við sáum hvorki tangur né tetur af honum, en við sáum Skipalón þar sem ísbjörninn kom að landi í sögunni. Eftir íbjarnasögur var Hjalteyri sótt heim. Ætlunin var að festa á mynd húsið sem Stína ólst upp í en það var ekki hægt sökum þess að 2 grimmir varðhundar pössuðu húsið og urruðu grimmilega þegar við tókum upp myndavélina, hafa sjálfsagt haldið að þarna væru paparassar á ferð. Við gátum allaveg séð húsið og einnig sáum við slottið sem afi Stínu á en því miður sáum við ekki plastbátinn hans :( það býður bara betri tíma! Rúntuðum við um eyrina og bullaði ég upp einhverja sögu sem mér fannst hæfa staðunum. Það má svo ekki gleyma því að auðvitað sýndi ég húsið sem faðir minn ólst upp í!

Næst brunuðum við út að Fagraskógi þar sem við áttum stefnumót við Davíð nokkrun, smelltum við myndum af okkur þar og svo leiddi Davíð okkur í lundinn og las fyrir okkur ljóð. Eftir þennan skemmtilega ljóðaupplestur rendum við út á Dalvík þar sem við áttum einungis stutta viðdvöl í þetta skiptið þar sem við ákváðum að drífa okkur til Ólafsfjarðar því hungrið var farið að sækja á okkur. Stefnan var tekin á sjoppuna þar sem við höfðum heyrt að Gísli nokkur Hvanndal væri að vinna. Eins gott að við nestuðum okkur (sultukex) fyrir ferðina þar sem sjoppan hans Gísla var lokuð og engan mann að sjá, ekki einu sinni Gísla. Eftir fíluferðina í sjoppuna fórum við að Holmenkollen þeirra Ólafsfirðinga, þar sem við vorum með myndavélina á lofti fannst einhverjum stelpum á Ólafsfirði best að spurja okkur "whats your name?" þar sem þeim fannst við eitthvað ferðamannalegar :)

Brunuðum við því næst aftur til Dalvíkur til þess að skola af okkur ferðarykið. Höfnin var í kaldara lagi þannig að við settum stefnuna á sundlaugina. Svömluðum við í sundi í held ég einn og hálfan tíma með mönnum og skjaldböku. Við vorum síðastar upp úr lauginni og kom það mér á óvart hve illa lauginn er nýtt á kvöldin, eftir 7 vorum við þarna ásamt einum tattooeruðum manni, okkur stóð nú samt ekki stuggur af honum. Eftir sundið rúnuðum við um Dallas, sáum sjoppuna "Dallas" og heimsóttum Jóhann "hávaxna" kenndan við risa en það þykir dónaskapur að uppnefna fólk en ég vona að ég hafi komið þessu til skila þannig að allir skilji. Festum við hann á filmu til þess að eiga sönnun þess að hafa "hitt" hann. Eftir rúnt um bæinn og mikla myndartöku yfirgáfum við borgina og fórum á vit ævintýranna í minna stöðum svo sem Árskógssandi og Hauganesi en það var því miður ekki mikið um að vera þar í gærkvöld þegar við renndum þar við, vonandi hittir betur á þegar ég kem þangað aftur einhverntíman seinna.

Það má segja að ferð þessi verði ógleymanleg, hún var hreinlega snilldin ein það vantar ekki. Ég tók náttúrulega sögustund á leiðinni þar sem ég fræddi um það sem ég vissi, bæði umhverfi, sveitabæji og búalið. Að lokum langar mig til þess að þakka ferðafélaga mínum fyrir frábæra ferð!
|

fimmtudagur, apríl 14, 2005

Menningarreisa eða menningarsjokksreisa?!?
Seinni part morgundags verður varið í ferðir um söguslóðir í Eyjafirði. Maður verður nú að gefa sauðsvörtum almúganum kost á að kynnast stórkostlegu nágreni höfuðstaðar norðurlands og því ætla ég að kynna þetta allt fyrir Siggu. Ég kem til með að telja upp allt fólk á sveitabæjunum sem við keyrum fram hjá auk þess sem ég segi sögu þeirra og slúðursögur. Hápunktur ferðarinnar verður tvímælalaus þegar æskuslóðir Stænersins verða heimsóttar og festar á filmu (á nútíma máli; festar á minniskubb!), Sigga er allavega búin að pannta mynd af sér fyrir framan æskuheimili hennar sem er staðsett á HjalteyriCITY. Geri ráð fyrir að við Sigga leggju í þessa reisu okkar seinnipartinn (þegar við erum búnar að vera svakalega duglegar að læra), en samt ekki það seint að við náum ekki í sund á Dallas en þar ku loka klukkan 20:00 samkvæmt heimasíðu spa/heilsulindarinnar staðarins, það er sko hægt að finna allt á netinu.

Veit ekki hvort ég nenni að skrifa um reisu þessa en ég vísa þá bara á hana Siggu Gunnu!
|

mánudagur, apríl 11, 2005

Ef þú smælar framan í heiminn

Þú sem lætur hvunndagsraunirnar
ríða þér á slig
ef þú smælar framan í heiminn
þá smælar heimurinn framan í þig

Þar sem mikið er að gera um þessar stundir auk þess sem maður miklar það fyrir sé þá hef ég reynt að hafa þetta kvæðabrot hins sextuga Megasar að leiðarljósi því að eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt!
|

sunnudagur, apríl 03, 2005

Grillaðir snúðar...
...er held ég ekki trend sem er komið til að vera, smakkaðist samt ekkert illa!
|

föstudagur, apríl 01, 2005

1. apríl!
Í dag 1. apríl hef ég bara verið stillt, ekki platað neinn og ekki verið plötuð, allavega ekki svo að ég viti. Hafði samt lúmskan grun um að Sigga og Alda væru að reyna að plata okkur, mig, Guðbjörgu og Stínu með því að senda okkur sms um að stærðfræðikennarinn væri veikur. Eftir mikla reikistefnu með fjarfundarbúnaðinum okkar msn þá komumst við að þeirri niðurstöðu að þetta væri ekki aprílgabb.

Páskafríið er búið, ef frí skildi kalla því það var undirlagt af lærdóm, ætlaði að sjálfsöguð að gera miklu meira en ég komst yfir en það er víst vaninn, er það ekki? Síðasta vika og helgin verða svo undirlagðar af verkefnavinnu með Guðbjörgu og Stínu þar sem við erum að gera námskrárverkefni, þar erum við að flokka markmiðin í Aðalnámskrá eftir flokkunarkerfi Bloom, en það er mjög hress nánungi að okkar mati, en því miður erum við búnar að fá nóg af honum :( Skemmtilegasti hluti verkefnisins, sem ég er að fara að vinna að í kvöld er síðan að skipuleggja kennslustundir 2-4, það er bara svekkjandi hvað það gildir lítið af verkefninu :(
|

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri, Iceland

Sænsk tónlist vikunnar
20-26 september - Nic & the family
27-3 september - Raymond & Maria
4-10 október - Gyllene tider
11-17 október - Roxette
18-24 október - Alcazar
25-31 október - E-Type
1-7 nóvember - Da Buzz
8-14 nóvember - Dr Alban
15-21 nóvember - The Cardigans
22-28 nóvember - Günther and the Sunshine Girls
29-5 desember - A*Teens
6-12 desember - Marit Bergman
13-19 desember - Lena Philipsson
20-26 desember - Carola
27- desember - ABBA

Powered by Blogger