miðvikudagur, ágúst 30, 2006

Jag känner en båt, hon heter Anna og 6 ára afmæli
Er þokkalega að hlusta á fm957 og ákvað að hækka þegar ég heyrði kunnuglegt tungumál. Þeir eru komnir með í spilun sænskt lag sem fjallar um bátinn Önnu, bara gaman af því. Lagði er svona týpískt europopplag í anda svía :)



Var að koma heim úr 6 ára afmæli, það var nokkuð hressandi. Í afmælinu voru 13 sex ára stelpur og fór afmælið friðsamlega fram, enginn fór að væla allavega og allir fóru sáttir heim. Það sem bjargaði þessu var kannski það að afmælisbarnið stjórnaði þessu með harðri hendi :)
|

sunnudagur, ágúst 27, 2006

Kvefuð Akureyrarvaka
Akureyrarvakan var mjög skemmtileg, það skemmtileg að ég sá mér varla fært að fara heim til mín að borða en lét þó til leiðast þar sem ég þurfti að klæða mig betur fyrir kvöldið!

Ég fór sem sagt inn í bæ klukkan 12 á hádegi til þess að horfa á Önnu Richardsdóttur baða sig í boði Frúnnar í Hamborg. Eftir það rölti ég um bæinn, hlustaði á æfingu Sinfóníuhljómsveitarinar í Gilinu, kíkt á nokkrar listasýningar í Gilinu, hlustað á tónlist fyrir utan Frúnna í Hamborg, séð Benedikt búálf, horft á tívolíið, skoðað sjávardýr við KB banka hinn óvinsæla, farið á tónleika með Benna Hemm Hemm í Landsbankanum svo eitthvað sé nefnt. Það var hreinlega fullt um að vera í bænum og það var meira að segja fólk í bænum til þess að fylgjast með því, eitthvað sem gerist ekki oft á Akureyri, ja ég segi nú bara svona!

Ja ég fór heim sirka 5, þá skelltum við systur okkur á megaviku, horfðum á fréttir og klæddum okkur svo upp fyrir kvöldið. Það voru engir galakjólar á ferð held skellti maður sér í flísbuxur, flíspeysu, ullapeysu og regnkápuna góðu þar sem farið var að rigna!! Ekki má svo gleyma húfunni og vettlingunum. Við vorum komnar tímanlega í Gilið til þess að hlusta á tónleikana sem voru mjög mjög fínir þó að ringdi og blési! Það stytti þó fljótlega upp og þá byrjaði annað að hrjá mann en það var þreyta í fótum, en ég var sterk og lét það ekki á mig fá.

Rölti aðeins um bæinn, skrapp á bókasafnið og horfði á lokaathöfn hátíðarinnar sem var mjög fín fyrir utan þennan abrúrd kall sem var að leika einhvern uppvakning eða hvað það nú var?? Passlega mikið af flugeldum og skemmtilega tvinnuð saman tónlist og bálköstur og flugeldar!! Hreint út sagt alveg frábær Akureyrarvaka, ja allavega ef horft er framhjá kvefinu sem fékkst af henni :)

|

þriðjudagur, ágúst 22, 2006

Það er nú meira...
...skólinn byrjaður og þá fyrst komið sumar! Maður ætti samt kannski ekki að vera að kvarta, það er í svo mörgum löndum sem sumarfríið er svo stutt. Okkar sumarfrí er langt en við notum það að sjálfsögðu til þess að vinna og afla okkur penings. Í útlöndum er það sjaldgæft að námsmenn vinni, það er þó mismunandi milli landa. Það gerur því verið að námsmenn þar noti tímann betur til þess að njóta lífsins meðan við stritum. Margir þeirra fá einnig vasapening frá ríkinu fyrir að vera í skóla!

Það er því spurning, er það betra að vera í stuttu sumarfríi og gera ekki neitt og njóta lífsins EÐA vera í löngu sumarfríi, læra að vinna og fá þar af leiðandi fullt af starfsreynslu???
|

sunnudagur, ágúst 20, 2006

Skólinn-sólin-sigling
Skólinn sem ég er í virðist fínn við fyrstu sýn, við höfum nú ekki gert mikið en þó hef ég komist að því að í skólabyrjun er margt sem þarf að gera. Það þarf að gera áætlanir, skipuleggja sérkennslu, laga til í stofunni, athuga með hópaskiptingar svo eitthvað sé nefnt.

Nú er komið sumar :) Að því tilefni skellti ég mér í sund í dag svona fyrir vinnu, það er svo frábærlega gott að fara í sund og maður er alltaf jafn sáttur þegar maður kemur uppúr. Því er spurning um það af hverju maður geri þetta ekki oftar???

Þriðja mál á dagskrá er það að ég sá að það er auglýst siglingu með bátnum Húna II á miðvikudögum kl hálf 8. Sjálf ætla ég að skella mér næsta miðvikudag!!! Þeir sem hafa áhuga á að koma með mér endilega skellið ykkur!!! :) Nánar um siglinguna hér!!!!
|

mánudagur, ágúst 14, 2006

Skólinn...
...byrjaði í dag, það var nokkuð erfitt að sitja svona fjórfaldan tíma, það sem bjargaði því að það var aðeins um hópavinnu og því gátum við staðið oftar upp en bara í frímínútum.

Á morgun er skóli frá 8-16, veit ekki hvernig það verður. Kannski verður maður orðin aðeins sjóvaðari í því að sitja? Það var jú ágætis æfing að sitja í dag!!! Ég geri þó fastlega ráð fyrir því að þetta verið samt erfitt.
|

sunnudagur, ágúst 13, 2006

Handverkssýning og sveitamarkaður + skólinn byrjar á morgun
Skrapp á handverkssýninguna í dag og í gær. Gærdagurinn var betri, það var færra fólk og auðveldara að skoða. Einnig gat maður spjallað við fólkið um hlutina og var það mjög gaman. Fékk nokkrar góðar jólagjafahugmyndir sem er bara af hinu góða. Svo sá ég fullt af einhverju sem mig langar til þess að eiga en ákvað að fjárfesta ekki í. Keypti mér þó ermar þær eru grænar á litinn, hverjum kemur það svo sem á óvart :)

Skellti mér svo á sveitamarkaðinn sem er á Grísará. Hann var að mínu mati frekar slappur, það var þó slæðingur af fólki þar, hefði mátt vera meira til þess að skapa smá stemmingu!

Skólinn er svo að byrja á morgun. Veit ekki hvernig ég fer að því að sitja frá klukkan hálf 1 til 4!!! Er búin að vera á hlaupum í allt sumar, hlaupandi eftir fröken, ég þarf að kúka, er klósett hérna og ég þarf að pissa svo eitthvað sé nefnt! Lífið á óldís er ekki bara klósettferðir þó að það snúist mest um það :)
|

föstudagur, ágúst 11, 2006

Hrísey
Þá er maður búin að skella sér til útlanda og það með vinnufélögunum Hrafnhildi og Söndru. Við skelltum okkur til nýlendu Akureyrar það er Hríseyjar. Ferðin var öll hin besta, við tókum ferju klukkan hálf tíu til þess að vera snemma í því og missa ekki af neinu :) Grínlaust þá þurftu stelpurnar að vera mættar á kvöldvakt og því var dagurinn tekinn snemma.

Á leiðinni tók ég sightsingið um Arnarneshreppinn þar sem ég dældi í stelpurnar fullt af useless information, samt kom ég ábyggilega ekki helmingnum að af því sem ég vildi segja. Spurning um að gera hreppinn að 30 km hverfi og þá er nægur tími. Er enn að fatta eitthvað gourmet sem ég hefði getað sagt frá.

Við gerðum vel með því að mæta svona snemma, þá voru engir túristar að þvælast fyrir okkur, við áttum nánast eyjuna þar sem eyjaskeggjar virðast vera helst til morgunsvæfir. Við lölluðum um bæinn. Mér til mikillar ánægju þá eru endurvinnslustöðvar á hverju horni. Í þessum fáu götum þarna þá sá ég allavega fjórar flokkunarstöðvar og myndi ég segja að það væri gott í svona litlu samfélagi.

Kirkjan var tekin út, hún var falleg og allt það og Altaristaflan mjög glæsileg. En það sem stal athylgi þar var það að kirjan er vel búin slökkvutækjum og eldvarnarteppum. Það voru allavega 3 tæki og 2 teppi.

Ja við tókum svo stæsta hringinn af þremur sem stikaður er um eyjuna. Auðvitað urðum við að gera það stæsta og mesta! Kom mér sérstaklega á óvart hvað það var stórbrotin og falleg náttúrna þarna. Það gerir sjálfsagt samspil lands og sjávar. Sáum fullt af grúví upplýsingapóstum en það sem helst er hægt að kvarta yfir er það hve illa leiðin er stikuð. Við hreinlega vorum svolítið lost á tímabili!!!
|

fimmtudagur, ágúst 10, 2006

Útlönd og síminn
Síminn minn er óþægur núna. Hann neitar að gefa frá sér hljóð :( Þannig að ef einhver hringir eða þá að kveikt er á vekjaranum fæ ég það upp á skjáinn, ljósið blikkar og síminn titrar en ekkert heyrist, ekkert annað er að símanum! :(

Já og annað, mín er bara að skella sér til útlanda á morgun með tveimur vinnufélögum. Við getum sagt að þessi útlönd séu nýlenda Akureyrar :)
|

miðvikudagur, ágúst 09, 2006

Kennaranemi pifff
Fann þessa frétt á mbl.is, að skrípið sem gerið þetta skuli vera kennaranemi!!! Vona að það leynist ekki margir svona í mínum bekk...
|
Lélegt tónlistamyndband!
Það er ekki annað hægt en að elska þetta tónlistamyndband, það er svo hallærislegt að þetta er eiginlega komið hringinn og orðið töff!! Gordjös dansarar!!!! Get bara ekki hætt að hlægja :)

Finnar eru alltaf að standa sig, allavega í þessu tilfelli!
|
Sjitt sumarið er að verða búið!!!
Fékk áðan símtal frá leiðsagnakennaranum mínu. Til þess að rifja upp fyrir ykkur þá verðum við Eyrún í teami í Giljaskóla. Við eigum að hitta leiðsagnakennarann okkar næsta miðvikudag klukkan hálf 1 og svo tekur við fundur klukkan 1 þar sem fólk kynnir sig og þannig. Sjálfur skólinn minn byrjar svo á næsta mánudag. Við verðum reyndar bara í skólanum í 2 daga. Ég man sjaldan eftir því að hafa hætt svona snemma að vinna, síðasti vinnudagur í 100% er 13 ágúst, svo taka 20% við!

Það verður reyndar fínt að byrja í skólanum. Lokaárið að byrja og núna á maður að fara að spreyta sig á því sem maður er búin að læra þessi tvö ár!

Já svo er ein stórfrétt. Heiða ákvað að fartölvuvæðast!!! Mín fær tölvuna einhverntíman í vikunni :)
|

þriðjudagur, ágúst 08, 2006

Mikið er ég fegin að þessi helgi er búin
vegna þess að...
*fólkið er farið til síns heima og útihátíðin búin
*ég þarf ekki að leggja af stað í vinnuna með góðum fyrirvara vegna umferðar
*næturvaktirnar eru búnar :)
|

sunnudagur, ágúst 06, 2006

Hjalteyri-Baldursheimur-grill-næturvakt-Iðnaðarsafn
Skrapp á Hjalteyri í gær, það var mikið húllumhæ í Arnarneshreppnum og var gleðin á Hjalteyri einn þátturinn í því. Byrjuðum við á að fara í sögugöngu um eyrina og svo horfðum við á sjósund Önnu Richards og félaga og var hún æst í að fá okkur með í sundið. Við afþökkuðum þó!

Eftir Hjalteyrina komum við við á Baldursheimi til þess að skoða blómagarðinn, heilsa upp á fólkið og finna fjósalykt sem er alltaf jafn hressandi!

Brunað var úr sveitinni og í grill til Guðbjargar, hún var þarna með mjög karlmannlegan mat, brennt grillkjöt, keypta sósu og easy salat ;) Þetta var alveg frábært hjá henni. Þarna dvaldi ég svo í teiti þangað til að ég skellti mér í vinnuna á næturvakt. Nóttin var bara mjög góð og vona ég að það verði þannig næstu tvær nætur!! sjö-níu-þrettán...

Í dag fór ég svo á Iðnaðarsafnið, það var frítt inn svo ég ákvað að drífa mig þar sem ég hef ekki komið þangað áður. Það var gaman að koma þangað, það var margt þarna sem maður kannaðist við en einnig margt nýtt að sjá, getur verið að ég skelli inn myndum úr safnaferðinni :)
|

laugardagur, ágúst 05, 2006

Grímseyjarferðin
Ég skrapp til Grímseyjar og ég segi ég þar sem ég var ein á ferð. Ég tók rútuna frá Akureyri hálf 8 um morguninn og var bið á Dalvík þangað til að ferjan lét úr höfn. Siglingin út í ey tók 3 og hálfan tíma og var það ekkert svo lengi að líða þar sem mikið var til þess að skoða á leiðinni vegna þess að maður er ekki vanur að skoða landið sitt frá sjó. Sáum á leiðinni einnig nokkrar hnísur sem léku listir sínar fyrir okkur og ekki skemmdi það fyrir.

Þegar út í eyju var komið rölti maður bara um og skoðaði. Fór yfir heimskautsbauginn, sá lunda í þúsundatali og skoðaði kirkjuna svo eitthvað sé nefnt. Einnig er þarna útitafl til minningar um Fiske sem var mikill áhugamaður um talf og Grímsey að mig minnir.

Krían var fyrirferðamikil, hún var gaggandi allstaðar og reyndi hún að gogga í mann :( Eyjaskeggjar voru margir hverjir ekkert skárri. Þeir voru sumir hlaupandi mann uppi til þess að reyna að selja manni kaffi, minjagripi og sitthvað fleira!

Þó að siglingin út hafi verið lygn þá var siglingin heim en lygnri ef hægt er að segja svo, það var nánast sléttur sjór. Heimkoman var svo um 20 í gærkveldi.

Mæli með því að allir skelli sér út í Grímsey, þetta er góð dagsferð sem er vel þess virði að fara!

ps nýjar myndir eru að detta inn á myndasíðuna!
|

föstudagur, ágúst 04, 2006

Tónleikarnir...
...voru hinir bestu. Hef aldrei farið á djasstónleika áður og lærði þarna að maður á að klappa á eftir sólóum. Hvílík rödd sem Ragnheiður Gröndal hefur, hún er ein af betri söngkonum á landinu ef ekki sú besta :)

Ragnheiður Gröndal og kvartett fær 5 stjörnur fyrir kvöldið!!!
|

fimmtudagur, ágúst 03, 2006

Tónleikar
Er að fara á tónleika á eftir með Ragnheiði Gröndal og einhverjum djössurum :)
|

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri, Iceland

Sænsk tónlist vikunnar
20-26 september - Nic & the family
27-3 september - Raymond & Maria
4-10 október - Gyllene tider
11-17 október - Roxette
18-24 október - Alcazar
25-31 október - E-Type
1-7 nóvember - Da Buzz
8-14 nóvember - Dr Alban
15-21 nóvember - The Cardigans
22-28 nóvember - Günther and the Sunshine Girls
29-5 desember - A*Teens
6-12 desember - Marit Bergman
13-19 desember - Lena Philipsson
20-26 desember - Carola
27- desember - ABBA

Powered by Blogger