föstudagur, desember 24, 2004

Gleðileg jól!



Ég óska öllum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári!

|

þriðjudagur, desember 21, 2004

Titta Madicken de snöar!



Það er jólasnjókoma úti! (samt ekki í meira en 10 mín)

|
Georg og félugur...
...vinsælur alstaðar! Ég er ekki eins léleg í stafsetningu og þið haldið af þessari fyrstu setningu, heldur er hún meðvitað höfð röng. Þannig er að ég var stödd á Glerártorgi við annan mann á föstudaginn síðastliðinn. Á Glerártorgi var margt um manninn í tilefni jóla auk þess sem Georg skrípadýr íslandsbanka ætlaði að koma til þess að heilsa upp á mannskapinn. Mikil tilhlökkun var meðal barnanna enda er Georg mikið goð í augum þeirra og allt í góðu með það. Svo mætti Georg á svæðið, um 30 min of seint og tilkynnti börnunum að það væri gaman að vera komin til Akureyri, já hann sagði Akureyri ekki Akureyrar! Auk þess var eitthvað meira sem hann var ekki allveg klár á hvernig ætti að beygja rétt.

Þá langar mig til að varpa fram spurningum;
Eiga fyrirmyndir barnanna ekki að tala gott og vandað mál?
Eiga fyrirmyndir barnanna ekki að mæta stundvíslega?

|

mánudagur, desember 20, 2004

Loksins loksins
Þá er maður komin aftur í samband við umheimin eftir verkefnatörn og próftíð. Tók 4 próf af 5 en prófið í eðlisvísindum tek í ég í janúar vegna þess að ég veiktist helgina fyrir prófið og var ekki viðræðuhæf í nokkra daga eftrir það. Er búin að fá út úr einu prófi, prófinu sem ég var hræddust um að falla í, náði 6 þannig að ég er á góðri grein með restina. Nema þá kannski eðlisvísindin eftir jól!

En allavega núna er það bara að reyna að massa eitthvað til fyrir jólin og reyna að bjarga þeim! Maður á víst eftir að gera allt, ég á meira að segja eftir að skrifa á jólakort til að senda til útlanda, en þau verða þá bara aðeins of sein í ár :) Tel mig þó vera á nokkuð góðu róli með jólagjafirnar þar sem ég á bara eftir að kaupa 2 eða 3 :) Að lokum er það bara að þrífa og skreyta!
|

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri, Iceland

Sænsk tónlist vikunnar
20-26 september - Nic & the family
27-3 september - Raymond & Maria
4-10 október - Gyllene tider
11-17 október - Roxette
18-24 október - Alcazar
25-31 október - E-Type
1-7 nóvember - Da Buzz
8-14 nóvember - Dr Alban
15-21 nóvember - The Cardigans
22-28 nóvember - Günther and the Sunshine Girls
29-5 desember - A*Teens
6-12 desember - Marit Bergman
13-19 desember - Lena Philipsson
20-26 desember - Carola
27- desember - ABBA

Powered by Blogger