fimmtudagur, júní 26, 2003

Det er jätte varmt her…
…og eg tarf ad vinna :( En tad er bara jakvaett tar sem eg fae borgad fyrir tad! En vel a minns, eg a eftir ad segja fra vinnunni. Eg vinn sem sagt a Lidingö sjukhem og starfid mitt er i faum ordum ad, skeina, skipta um bleiju, runta um med hjolastola og vera skemmtileg og brosa. Tetta tvennt sidastnefnda ferst allavega vel ur hendi, en eg veit ekki med hitt. Eg hef allavega fengid hros fyrir ad tetta gangi vel svo tetta hlitur ad vera allt i lagi hja mer! Tad hefur nu ekki gerst mikid sidustu daga tar sem eg er buin ad vera frekar mikid i vinnuni. Talandi um vinnuna aftur. Tad er einn stor kostur vid vinnuna, tegar gamlafolkid er buid ad borda getum vid fengid okkur ad borda tad sem er afgands! Tannig ad ef madur getur fengid baedi hadegis og kvöldmat i vinnuni, tad er mjög fint tar sem tad getur laekkad matarkostnadinn mjög mikid! Svo allir sem vilja spara matarkostnadinn hja ser, komid og vinnid a Lidingö sjukhem!!!!
|

sunnudagur, júní 22, 2003

Ta er madur komin til Svitjodar!
Tetta er reyndar dagur numer 3 en madur er ekkert ad hlaupa strax i tölvur. Eg by a sama stad og i fyrra nema bara a haedinnin fyrir ofan. Eg by med finnskir stelpu sem heitir Tiina og likar mer bara vel vid hana, allavega er hun vodalega yndael! A föstudagskvöldid var mitsommarafton og ta er haldid litid party, tar hitti eg nokkra islendinga. Tar a madal Stefan yfir-nordjobbara, Egil vin hans, Svenna og Gudrunu fra sudurlandi, Ernu Reykviking og Önnu fra Akureyri. Tetta er finasta folk! Naestum tvi jafn skemmtilegt og folkid i fyrra :) Eg er buin ad vera sma ferdamadur herna og kikja adeins a gamla stan en eg verd ad gera tad betur vid taekifaeri, jafnvel skella mer a kaffihus tar. Eg get ekki skrifad meira i bili, tad er svo erfitt af skrifa a lyklabord sem er ekki med islenskum stöfum eins og heima, en vonandi ad tetta venjist sem fyrst! Njotid dagsins, tad aetla eg ad gera tvi tad er mjög gott vedur herna!
|

fimmtudagur, júní 19, 2003

Þá er komið að því!
Ég er að fara að leggja af stað til Reykjavíkur eftir um hálftíma, svo er bara að fara út klukkan 7:40 í fyrramálið :) Veit ekki hversu virk ég verð hérna, en ég reyni þó að koma einhverju inn!
|
Geitungur!!!
Ég gleymdi nú að segja hérna á undan söguna af geitunum. Málið er það að 16. júní vorum við eitthvað úti í garði og tókum eftir því að það var geitungu allaf að sveima eitthvað við garðborðið. Mamma sagði mér að kíkka undir það til þess að athuga hvort hann væri að gera sér bú undir því, ég gerði það og sá ekki neitt og við hugsuðum ekki meira um það. Svo á sautjándanum var það gott veður úti að fólk sat við þetta sama borð og geitungurinn var enþá á sveimi þarna og var hann eitthvað að bögga Kristján frænda án þess að stinga hann. Ég ákvað þá að kíkka aftur undir borðið og viti menn, haldið þið ekki að hann hafi bara verið byrjaður að búa sér til bú þarna undir. Svona atvik fá mann sko til þess að muna eftir deginum :)
|
Þá er maður orðin stúdent...
...hvað sem felst í því. Ég held að maður sé ekki háttsettur með stúdentsprófsskýrteini, aðalega varðandi það að komast í háskóla, svo er nottla húfan kúl :) Þjóðhátíðardagurinn hófst snemma, eða klukkan 7, þá fór maður að taka sig til og svo þurfi maður að vera komin upp í skóla um 9 til þess að láta festa nellikkurnar í okkur. Rétt fyrir 10 var okkur svo raðað upp í stafrófsröð og gengum við svo í tvöfaldri röð frá Gamla skóla og í höllina. Þar hófust svo mikil ræðuhöld, miklu meiri en venjulega er því allir þurftu nú að troða sér inn í dagskránna til að flytja Tryggva lofs og þakkarræður (og ég sem hélt að þetta yrði dagurinn okkar) og athöfnin var því ekki búin fyrr en um 1 leitið. Þá fórum við á Olgeirstún (sem er fyrir austan Stefánslund) í myndatöku, fyrst hópmyndatöku og svo bekkjamyndatöku og var maður ekki komin heim fyrr en um 2. Þá næst ákváðum við að skreppa inn í Kjarnaskóg til þess að mynda mig í góða veðrinu og svo gekk ég aðeins um miðbæinn með Sólveigu til að sýna mig og sjá aðra. Þegar ég kom svo loksins heim var húsið orðið fullt af gestum, það var samt ekki veisla (engum var boðið) heldur var bara heitt á könnunni og svo var fínna með kaffinu eins og er alltaf á 17. júní. Um kvöldið fórum við það er að segja ég, mamma, pabbi og amma Alla í mat í höllinni. Þar var margt um skemmtiatriði og frábær matur, besta skemmtiatriðið var þó að mínu mati þegar stúdentar fóru allir út á gólf og sungu sinn lang síðasta söngsal. Rétt um miðnætti fórum við svo í bæinn til að marsera og dansa hókí pókí með Jón Má í fararbroddi, þegar við komum svo upp í höll aftur marseruðum við svo inn í höllina undir spili Papanna en Paparnir voru hljómsveit kvöldsins. Þegar ballið var svo búið klukkan 3 þá fóru þeir stúdentar sem eftir voru á Olgeirstúnið og var ég ekki komin heim að sofa fyrr en um 5.
Sem sannur íslendingur er við hæfi að tala aðeins um veðrið! Það var nú búið að spá rigningu en sem betur fer rættist nú úr því. Það dropaði þó aðeins en það náði þó að skína sól og það var mjög milt veður. Þó að þessi dagur hafi verið langur var hann svo sannarlega fljótur að líða, þetta var einn af skemmtilegustu dögum í lífi mínu!
|

mánudagur, júní 16, 2003

ATH!!!
Hvernig væri nú að fara að nýta sér gestabókina og kommentin???? Ég bít ekki þó þið tjáið ykkur og séuð eitthvað að mótmæla mér ;)
|
Oohhh...
...ég fékk smá heimsókn í gær. Það var þá einn af skíðakrökkunum sem ég er búin að vera að þjálfa síðastliðna vetur. Hann kom með fyrir hönd allra skíðakrakkanna minna svakalega sætt armband með stafnum mínum í og einni stjörnu. Þetta var svo sannarlega eitthvað sem maður bjóst ekki við svo það yljaði manni virkilega um hjartaræturnar að fá viðurkenningu fyrir störf sín! Þau voru víst agalega ánægð með mig greyin.

Á morgun er svo útskriftin! Núna er maður að reyna að gera fínt hjá sér, þó að það sé aldrei gaman að laga til, þá reynir maður að gera það þolanlegt með því að hlusta á einhverja skrítna og skemmtilega músík! Á morgun þar ég að vera mætt upp í skóla upp úr 9 þar sem á að festa í okkur nellikkur og svo á slaginu 10 göngum við svo inn í höllina fylktu liði. En ég segi nánar frá því sem gerist seinna :)
|

laugardagur, júní 14, 2003

Óvissuferðin
Í gær fór ég í óvissuferð með 4 bekk, ferðinni var heitið eitthvað austureftir en fyrsti viðkomustaður var Vaglaskógur þar sem lið kepptu í ýmsum þrautum. Mitt lið var rauða liðið og skírðum við okkur REDRUM voðalega frumlegt það. Það var keppt í pokahlaupi með tveimur í pokanum í einu, appelsínukasti og fótbolta þar sem tveir og tveir voru bundnir saman, a.m.k. fjórir í liðinu. Við Borgný vorum orðnar voðallega færar í að hlaupa svona bundnar saman, töldum bara 1, 2, 1, 2... og svo framvegis :) Svo var ferðinni haldið áfram og loka viðkomustaður var Ásbyrgi þar sem var tjaldað, grillað og sungið. Við Mæsa töltum í sjoppuna sem er rétt hjá Ásbyrgi sem skiptir í raun engu máli nema það að okkur þótti pínu merkilegt að sjá hamingjusama parið úr myndinni Pam, Noi og mennirnir þeirra. Frábær ferð þó lítið hafi verið sofið, þökk sé þeim sem voru að syngja fram undir morgun eða til um 9:00!
|

mánudagur, júní 09, 2003

Gras og annað sem tengist görðum
Ég er búin að raka svo miklu grasi síðustu tvo daga að ég er viss um að þetta hefði dugað í nokkra rúllubagga ef ég hefði ekki hent því út fyrir garðinn. Amma og afi voru einmitt að slá garðinn sinn, nei ég meina risavaxna túnið sem er í kringum húsið hjá þeim. Ég hélt reyndar að afi ætlaði ekkert að hætta að slá, allavega var hann búin að slá hálfa sveitina þegar hann hætti. Það var samt gaman í garðvinnunni í gær því þá vorum við að snyrta tréin í garðinum og þá kippti ég allt sem fyrir varð, ég gætti þó hófsemi til þess að eitthvað að trjám yrði eftir í garðinum. Það hefði nú samt verið gaman að klippa þetta allt niður :)

Var að vinna í fisknum í dag, það eina góða við það að við vorum á yfirvinnukaupi allann daginn þar sem það er annar í hvítasunnu.
|

laugardagur, júní 07, 2003

Þá er maður búin að ná öllum prófunum og stúdentshúfan sést í hyllingum!
Prófin gengu bara vel og get ég ekki verið annað en sátt við einkunirnar mínar. Ég var þó orðin frekar stressuð yfir sögunni en þetta hafðist og núna er ég búin að taka öll próf sem ég þarf að taka í Menntaskólanum á Akureyri :)

Ég fékk...
Enska 6
Stjórnmálafræði 8
Íslenska 9
Íþróttir 10
Saga 7
Sálfræði 8
Þjóðhagfræði 7

Ég er núna stödd á Akureyri í dag en ég fer aftur á Laugar í kvöld, bæði vegna þess að ég er að fara að vinna á mánudaginn og svo er ég að fara að sitja hjá börnunum hans Kristjáns í kvöld þar sem hann er að fara í eitthvað afmæli!

Núna eru 10 dagar í útskrift og 13 dagar í Svíþjóð!
|
Fyrir þá sem ekki vita...
...Lauga er lítill sveitaþorp sem er staðsett mitt á milli Húsavíkur og Mývatnssveitar. Jú þetta er uppi í miðju landi og fiskvinnslan þarna er ekki eiginleg fiskvinnsla heldur eru sendir þarna upp á land, þosk, ýsu og ufsahausar auk hryggja og þarna er þessu öllu raðað á grindur og svo er þetta þurrkað. Þessu er svo pakkað og svo er þetta sent til Nigeríu og þar er þetta herramannsmatur þar í landi. Þetta með Pólverjana Jónas, það eru einhverjir Pólverjar að vinna þarna í fyrirtækinu en þeir eru bara í sumarfríi núna svo ég hef ekki hitt þá. Ef ég á að láta Pólverjana vinna fyrir mig þá fæ ég ekkert borgað, en það er einmitt það sem ég er að sækjast eftir, peningar, peningar og aftur peningar. Peningagræðgin er meira að segja svo mikil að maður ætlar að vinna á annan í hvítasunnu! Ég er samt búin að komast að einu, því meiri peninga sem maður eignast, því meira eyðir maður. Til hvers er maður þá að vinna? Það er spurningin!
|

fimmtudagur, júní 05, 2003

Fiskinn minn, nammi nammi namm...
...nei svona er ekki fiskurinn frá Laugafiski að mínu mati þó slagorð þeirra sé ,,Simply the best” Þetta höfðar kannski ekki til mín þar sem ég er ekki mikið fyrir að borða þurrkaða þoskhausa! En sem sagt þá er ég byrjuð að vinna, í Laugafiski tímabundið, eða þangað til á fimmtudag í næstu viku (ef heilsan leyfir) Það er fínt að byrja að eins að æfa sig að vinna þó að ég sé að fara að vinna á allt öðrum starfsvettvangi í sumar, allavega finnst mér ekkert líkt með gömlu fólki og fiski, en verður bara hver að dæma fyrir sig! Ég verð samt að lýsa þessum fystu tveimur dögum sem kvöl og pínu. Maður er ekkert vanur að standa allann daginn, þar sem maður hefur setið á rassgatinu í allan vetur við að glósa, því eru töluverð viðbrigði að standa og afleiðingarnar af því eru gríðalegir verkir neðst í bakinu. Ég hélt að ég ætti aldrei eftir að koma inn í Laugafisk aftur, en hvað leggur maður ekki á sig fyrir peningana? Ég verð þó að gefa fyrirtækinu nokkrar stjörnur fyrir að hafa lagt út í svo miklar breytingar sem hafa verið gerðar þarna. Það má líkja þessum breytingum við iðnbyltinguna, allavega höfðu þær slík áhrif á mig.

Núna eru bara 15 dagar í Svíþjóð og 12 dagar í útskrift !!!
|

þriðjudagur, júní 03, 2003

Prófin búin!
Þá er maður búin í prófum, loksins! Ég ég átti reyndar að vera í prófi í morgun en kennarinn mætti ekki svo ég verð bara að sleppa því að taka það! Næstu daga er ég að fara að vinna í Laugafiski, svona til þess að vinna mér inn einhverja peninga áður en ég fer út, en ég fer út að morgni 20 júní. Það er ekkert ákveðið með það hvenær ég kem heim en það verður bara að koma í ljós þegar þar að kemur. Það borgar sig ekkert að vera að plana of mikið fyrir fram þar sem ég hef ákveðið að taka mér frí frá námi næsta vetur. Ég veit ekki hversu dugleg ég verð að skrifa hérna inn næstu daga en ég vonast þó til að koma inn nokkrum línum annað slagið!
|

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri, Iceland

Sænsk tónlist vikunnar
20-26 september - Nic & the family
27-3 september - Raymond & Maria
4-10 október - Gyllene tider
11-17 október - Roxette
18-24 október - Alcazar
25-31 október - E-Type
1-7 nóvember - Da Buzz
8-14 nóvember - Dr Alban
15-21 nóvember - The Cardigans
22-28 nóvember - Günther and the Sunshine Girls
29-5 desember - A*Teens
6-12 desember - Marit Bergman
13-19 desember - Lena Philipsson
20-26 desember - Carola
27- desember - ABBA

Powered by Blogger