föstudagur, desember 29, 2006

Happy Talk
Hver hefur ekki horft á Dalalíf? Hver man ekki eftir atriðinu undir lok myndarinnar þegar maðurinn er að taka myndir af kínverjanum úti í miðri á? Hver man þá ekki eftir laginu sem þar er spilað undir? Ef þú er ekki alveg að kveikja á perunni ýttu þá HÉRNA! Vonandi hringir þetta einhverjum bjöllum, þetta lag er nefninlega tær snilld, maður getur ekki annað en brosað eftir að hafa heyrt það :)

Ég fann annars þetta gúrmei myndbrot hérna sem tengist þessu lagi, ekki alveg það sama og í Dalalíf en snilld samt! (Takið eftir handahreyfingunum, þær sömu og í Dalalíf)

|

miðvikudagur, desember 27, 2006

ABBA
  • 1972-1982
  • Meðlimir
    • Agnehta Fältskog
    • Anni-Frid Lyngstad
    • Benny Andersson
    • Björn Ulvaeus
  • Eurovision
    • Árið 1972
      • Say it with a song, lag sem Benny og Björn sömdu og Lena Anderson flutti
        • Varð þriðja í "contest selection rounds" en náði vinslældum í einhverjum löndum.
    • Árið 1974
      • Waterloo
        • Vann, öðluðust heimsfrægð upp úr því.
Happy New Year myndbandið


Happy New Year, "ABBA around the piano" þetta myndband er víst sýnt í Svíþjóð um áramótin :) Voðalega hátíðlegt og sætt!


ABBA fá allavega 1 miðvikudag í viðbót, þau eru einfaldlega of stór fyrir bara einn miðvikudag! Með þessu áramótaþema vil ég óska ykkur góðra og fallegra áramóta :)
|

sunnudagur, desember 24, 2006

Gleðileg jól!
Sendi ég ykkur öllum mínar bestu jóla- og nýjárskveðjur!
|

miðvikudagur, desember 20, 2006

Carola

Í dag er það gestabloggari sem fékk að birta pistil um tónlistamann vikunnar, ég held að ég sé ekki að ljúga ef ég segi að þetta sé uppáhaldssöngkona gestabloggarans, allavega uppáhalds sænska söngkonan! Þakka ég gestabloggaranum kærlega fyrir og vona að þið njótið!

Carola Maria Häggkvist þessi einstaki tónlistarmaður sem fólk þekkir frekar sem Eurovision-Carolu er fædd í Stokkhólmi í Svíþjóð 8. september árið 1966.

-Snemma þótti Carola hæfileikarík og aðeins 11 ára gömul árið 1977 vann hún hæfileikakeppni í heimalandi sínu Svíþjóð og varð það valdur að því að hún kom fyrst fram í sjónvarpi.

-Nokkrum árum seinna eða 1982, hafði yfirmaður Melodifestevalen, Bjert Karlson samband við Carolu og bauð henni að taka þátt í keppninni en Carola af þakkaði boðið af óþekktum ástæðum.

-Árið 1990 kom Carola öllum á óvart með óvæntri endurkomu í Melodifestevalen með lagið ?Mitt i ett äventyr? og hafnaði í 2. sæti.

-Carola skaut sér svo all rækilega uppá sjónarsvið listabransans árið 26 febrúar 1983. Sigraði Melodifestevalen með fullt hús stiga frá dómnefnd (sem hefði aldrei skeð áður í keppninni) Hún tók þátt í Eurovision fyrir hönd lands og þjóðar (sem hún náði aldeilis að heilla á einni kvöldstund) og náði þar með að heilla alla Evrópu með laginu Främling og lenti í 3.sæti.

Þetta var jú ekki eina skipti sem Carola hefur tekið þátt í Eurovision

-Árið 1991 náði hún betri árangri með laginu Fångad av en stormvind og gerði sér lítið fyrir og vann keppnina!

Eftir sigurinn í Eurovision einbeitti Carola sér að því að gef út plötur meðal annars gaf hún út jóladiskinn ?Jul? , gospel diskinn ?My Tribute?, disk með rokkuðum hljóm sem hét ?Personligt? sem var fyrsti diskurinn sem hún samdi lögin sjálf á, sálma diskinn "Blott en dag" og fleiri og fleiri. Á þessum árum lék hún einnig í 2 söngleiknum og söng titillag eins annars söngleiks.

Ekki gaf hún upp öndina þótt hún hefði sigrað Eurovision keppnina.. því jú hún tók aftur þátt...

Í nóvember 2005 gaf Carola út þá tilkynningu að hún myndi taka þátt í Melodifestevalen 2006 með lagið ?Evighet? og vann hún keppnina í 3 skipti á ævi sinni, þrátt fyrir að dómnefndirnar hefðu sett hana í annað sætið þá gyllti símakosningin meira og vann Carola hana með yfirburðum og þar af leiðandi Melodifestevalen 2006.

Í Aþenu flutti hún lagið á ensku undir nafninu ?Invincible? og komst hún léttilega uppúr forkeppninni og hafnaði í 5 sæti, maður veit nú ekki hvort hún hélt að það væri hægt að gera betur enn vinna keppnina, en maður spyr sig:)

Eftir glæsilegan árangur í eurovision var Carola valin besta söngkona Svíþjóðar árið 2006.

Á þessari síðu getið þið séð svona það sem hún hefur ,,gert best? eða átt með í og þannig! Mjög áhugavert;)

http://www.carolainternational.com/history/index.html

Það er óhætt að segja það að ferill Carolu Mariu Häggkvist sé glæsilegur með eindæmum og enginn efast um hæfileika hennar á tónlistar sviðinu en þrátt fyrir það þá er Carola einkar umdeild manneskja aðallega vegna þess að hún er mjög strangtrúuð og lítur á samkynhneigð sem galla og er ekkert að fela þá skoðun sína, einnig er hún svolítil díva og hefur það bitnað svolítið á ímynd hennar en það breytir ekki þeirri staðreynd að hér er á ferðinni virkilega hæfileikaríkur og glæsilegur listamaður sem á hrós skilið fyrir framlag sitt til listarinnar

Stelpan hefur gefið út heilan helling af diskum síðan hún skaut sér uppá stjörnuhimininn og á hún einnig einhvern mest selda disk í Svíþjóð til dæmis!

Jæja þetta er snildar manneskja með frábærlega yndislega rödd... heyrið og sjáið bara......

Fångad av en Stormvind

Jóla lag í tilefni jólanna..

En stjärna lyser så klart

Hér er hægt að sjá fleiri myndbönd með henni:) Og svo er náttlega bara hægt að fara á http://www.youtube.comog slá þar inn Carola! Eða farið inná þennan Link og þar er búið að taka nokkur vel valin myndbönd saman http://www.carolainternational.com/youtube/index.html

Allskonar síður sem hægt er að sjá allt og vita allt um Carolu..

http://www.carolainternational.com/

http://www.carolaonline.com/

http://hem.crossnet.se/Carola/HTML/info.htm

http://en.wikipedia.org/wiki/Carola_H%C3%A4ggkvist

http://www.carola.com/

http://www.carola.nu/

http://www.carola-sweden.se/

|

þriðjudagur, desember 19, 2006

MAMMA
Til þess að fyrirbyggja strax að misskilningur verið þá er ég ekki að verða mamma né það að þessi færsla fjalli um móður mína.

Ég var um helgina kölluð út í smá vinnu, ég var sem sagt leigumóðir. Móðirin á þessu heimili þurfti að bregða sér af bæ og enga pössun var að fá svo ég fórnaði mér í hlutverkið. Ég var sem sagt hress leigumóðir.

Dagurinn byrjaði á því að ég og alvöru mamman ásamt börnum fórum á jólaball, það var gríðarlega hressandi, latabæjarþemað var þar allsráðandi, tónlistin blöstuð frekar hátt og lélegar útgáfur af sollu stirðu og höllu hrekkjusvíni gerðu sig af fíflum á sviðinu. Eftir að alvöru móðirin fór af ballinu komu jólasveinarnir (hvort að þeir hafa verið hræddir við hana veit ég ekki). Jólasveinarnir voru fínir úr fjarlægð en við börnin vorum ekkert að troða okkur of nálægt þeim. Já og annað, við nenntum ekki að dansa í kringum jólatréið. Eftir ballið lá leið okkar heim, við fengum okkur að borða, ég leitaði að pakka sem var mjög góður leikur og svo fórum við út í frostið, -12°C, og renndum okkur á snjóþotum og vorum eins og alvöru börnum sæmir gríðalega þreytt á heimleiðinni. Eftir þetta tók við gæðastund fyrir framan sjónvarpið þar sem við kúrðum okkur undir teppi og átum popp. Hvað gerðum við svo? Jú við spiluðum, hækkuðum í græjunum jólatónlistina, átum smákökur og brauð og perluðum aðeins.

Ég komst heil í gegnum þennan dag sem foreldri, var að vísu gríðarlega þreytt enda ekki skrítið þar sem það var full dagskrá allan daginn!
|

mánudagur, desember 18, 2006

Fyrirmynd
Ég er greinilega stærsta fyrirmynd litlu systur minnar, í dag fór hún í klippingu og hvað haldið þið? Hún kom heim með nánast eins hár og ég er með. Þegar ég leit út um gluggan þegar hún kom heim fannst mér eins og ég væri að stíga út úr bílnum, krípí? Já frekar!
|

fimmtudagur, desember 14, 2006

Þessa dagana...
...finnst mér fátt eins skemmtilegt og að liggja í rúminu mínu með uppáhaldssængina á reyndar bara eina en hún er samt alveg uppáhalds. Sængin verður að sjálfsögðu að vera rétt hrist til það er meiri hlutinn af dúninum að ofan en ekki niðri við tærnar. Það skiptir líka máli hvernig sængin liggur, hún á að nema við nefbroddinn og þá er það kostur að vera 164 cm en ekki margir metrar því að þó að sængin sé uppi við nef nær hún niður fyrir tær. Þar sem að það er ekki hægt að gera margt með sængina upp að nefi hef ég tekið á það ráð að gera bara sem minnst :) Ég hef eins og þið vitið dundað mér við að lesa aðeins en annars er fótaferðatími yfirleitt þegar líður á daginn. Ég vaknaði til dæmis fyrir klukkan 8 í morgun en hef ekki enn haft mig í það að drífa mig á fætur til þess að baka smákökur. Kannski ég láti verða af því og lufsist á fætur! Þessi pistill var í boði letipúkans sem býr í okkur öllum :)


Þetta er uppáhaldssængurverið mitt, því miður fann ég það ekki lengur á sölu hjá IKEA þannig að ég varð að skella í mynd af því sjálf.
|

miðvikudagur, desember 13, 2006

Lena Philipsson
Hún er fædd árið 1966, hún er þekkt fyrir söng sinn, lagasmíðar, kynnir í Melodifestivalen (söngvakeppni þeirra svía) og það að sauma föt sín sjálf. Það sem Íslendingar eiga að þekkja til hennar er það að hún var framlag Svía í Eurovision árið 2004 þar sem hún söng um það hvað henni væri illt og dansaði við mikrafónstatívið til þess að krydda lagði aðeins. Hún hefur gert alveg helling en það er best að skoða það á wikipediulinknum hér að neðan!


De gör ont (It hurts)


I'm A Fool hressandi 80's myndband


Eitt egóbúst hérna Mitt Namn Är Lena Ph þarna er hún að syngja um sjálfa sig, segir frá sér, hvaða ár hún er fædd og hvað hún hefur verið að gera í lífinu.


Lena á Wikipediu
Heimasíða Lenu
|

mánudagur, desember 11, 2006

Bókahornið
Jólafríið er gott, ég hef nýtt það vel meðal annars til vinnu, tiltektar, jólakortaskrifa, ritgerðarundirbúnings og síðast en ekki síst bókalesturs. Eins og er þá er ég búin að lesa 3 nýjar bækur úr jólabókaflóðinu auk nokkurra gamalla.

Fyrsta nýja bókin sem ég las er Konungsbók eftir Arnald Indriðason. Arnaldur hefur greinilega ákveðið að gefa þeim Erlendi og Sigurði Óla frí í þessari bók enda hefur verið mikið að gera hjá þeim við að leika í kvikmyndinni Mýrinni. Ég verð að segja að ég varð hrifin af þessari bók, bókin fjallar um íslenskan stúdenta sem fer utan til Kaupmannahafnar í nám og kynnist þar nokkuð hressum prófessor og kynnum hans af Konungsbók. Bókin er spennandi og las ég síðustu 150 blaðsíðurnar í einum rikk þar sem ég gat hreinlega ekki hægt að lesa!


Tryggðarpantur eftir Auði Jónsdóttur er önnur bókin, hún fjallar um konu eina sem alltaf hefur haft það gott í lífinu og lítið þurft að hafa fyrir því. Þegar halla fer undan fæti ákveður hún að taka leigjendur inn á heimilið, þrjár konur og eitt barn. Bókin fjallar um sambúð þessara kvenna sem er vægast sagt hressandi :) Bókin er vel skrifuð og persónurnar skemmtilegar.


Öðruvísi saga eftir Guðrúnu Helgadóttur er þriðja bókin sem ég hef lesið. Þessi bók er þriðja bókin í öðruvísibókaflokknum hennar Guðrúnar, hún fjallar um fjölskyldu sem lendir í ýmsum skemmtilegum ævintýrum. Þessi bók er skemmtun út í gegn :)
|

miðvikudagur, desember 06, 2006

Marit Bergman
Marit er sænsk snót fædd árið 1975. Hún er stelpurokkari. Ég sá hana á tónleikum. Hún var hress. Ég á disk með henni. Hann er góður. Hún er búin að gefa út allavega 3 diska.


I Will Always Be Your Soldier (gott lag en slæm gæði)


Hér eru Marit Bergman og Carola að taka Waterloo (leyfði Carolu að vera með þar sem æstir aðdáendur bíða þess að hún verði þess heiðurs aðnjótandi að vera í miðvikudagspistlinum)


Marit er mæspeisari, hérna eru lög og vídjó með henni
Heimasíða Maritar Bergman
Um Marit á Wikipediu
|

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri, Iceland

Sænsk tónlist vikunnar
20-26 september - Nic & the family
27-3 september - Raymond & Maria
4-10 október - Gyllene tider
11-17 október - Roxette
18-24 október - Alcazar
25-31 október - E-Type
1-7 nóvember - Da Buzz
8-14 nóvember - Dr Alban
15-21 nóvember - The Cardigans
22-28 nóvember - Günther and the Sunshine Girls
29-5 desember - A*Teens
6-12 desember - Marit Bergman
13-19 desember - Lena Philipsson
20-26 desember - Carola
27- desember - ABBA

Powered by Blogger