miðvikudagur, febrúar 28, 2007

SJOKK


Þetta hér er Sólveig systir fyrir þá sem það ekki vita, hún varð fyrir sjokki áðan og ég var svo heppin að ná mynd af því atviki. Það sem olli sjokkinu var það að hún gleymdi að horfa á melrós pleis, reitjöl rey og beverlí hills í dag, afsökunin? hún var svo upptekin að læra...

Þeir sem vilja votta henni samúð sína vinsamlegast kvittið hér og kveðjunum verður komið til hennar, endilega hjálpið henni að vinna sig út úr þessu! Einnig ef fólk vill styrkja hana þá eru einnig bara að kvitta hér undir og greiðsluseðlum verður komið til viðkomandi.
|

Lisa Ekdahl

Ástæða þess að þessi söngkona er tónlistamaður vikunnar er sú að hún er að fara að spila á Græna hattinum á föstudagskvöldið og er ég að fara á tónleikana.

Lisa er fædd árið 1971, hún hefur sungið með Robin Nordahls jazztríói og svo hefur hún verið ein að syngja, bæði eigin tónlist og annara. Hún er bæði í jazz og popp deildinni. Það er best að segja sem minnst og leyfa ykkur frekar að heyra :)

Vem vet eða hver veit er mitt uppáhalds lag
|

mánudagur, febrúar 26, 2007

Tilkynning

Næstkomandi mánudag fer ég til Reykjavíkur, á þriðjudagsmorgun fer ég svo til Kaupmannahafnar og á miðvikudagsmorgninum fer ég svo til Vasa í Finnlandi. Áætluð koma til landsins er á sunnudagskvöldinu þannig að ég geri ráð fyrir að koma til Akureyrar daginn eftir, það er á mánudeginum eftir að ferðalagið hófst!

Þannig að þeir sem þekkja mig og búa í Danmörku mega panta tíma hjá mér næstkomani þriðjudag, eina sem ákveðið er hjá mér í Kaupmannahöfn er að spreða nokkrum fjólubláum í H&M því það er óendanlega langt síðan ég hef kíkt í þá búð. Verð allavega illa svekt ef ég finn ekkert þar við mitt hæfi...

Já og þar sem ég á afmæli þarna á föstudeginum þegar ég er í Finnlandi þá verð ég ekki heima á afmælisdagin (segir sig kannski sjálft) já og ekki hringja í mig eða senda mér sms (það er dýrt að taka á móti þannig í útlöndum) en ég set væntanlega upp afmælisblogg áður en að ég fer út og því getið þið sett allar hamingjuóskir þar undir. Já og ef þið viljið gefa mér eitthvað þá taka foreldrar mínir og systir á móti gjöfum á afmælisdaginn og svo alla helgina þar á eftir. Það er ekki á hverjum degi sem maður verður 25 ;)
|

laugardagur, febrúar 24, 2007

Nýtt útlit

Sólveigu systur þótti útlitið sem ég var með eitthvað litlaust og skellti því upp nýju útliti fyrir mig og gerði breytingar á því.
|

miðvikudagur, febrúar 21, 2007

Pernilla Wahlgren
Hún er sænsk söng og leikkona og einnig hefur hún verið með sjónvarpsþætti en hún ásamt bróður sínum voru með barnaefnið Nikki och Nilla sem gekk lengi. Hún er fædd árið 1967 og fædd á sjálfan aðfangadag. Foreldrar hennar eru leikarar og hún á einnig þrjá bræður og tveir af þeim eru leikarar. Pernilla á 3 börn og er 4 barnið á leiðinni. Þrátt fyrir ungan aldur barnanna hafa tvö þeirra tekið sönginn fyrir en eitt leiklistina. Skemmtilegt er frá því að segja að hún býr á Lidingö en það er einmitt staðurinn sem ég bjó í þegar ég var í Svíaríki.

Pernilla ásamt manni sínum Joachim Lennholm

1985 sló hún í gegn í Melodifestevalen með laginu Piccadilly circus og hefur hún sungið í Melodifestevalin nokkrum sinnum eftir það.
|
Piccadilly circus


Let your spirit fly söng hún í Melodifestevalen 2003 með Jan Johansen og lentu þau í 2. sæti
|

þriðjudagur, febrúar 20, 2007

Síðustu tveir jafnvel þrír dagar...
...hafa verið skemmtilegir matarlega séð. Á sunnudag var bolludeginum þjófstartað, bollu fékk ég fyrir sunnan og svo var bollukaffi hér heima áður en að ég fór í vinnuna. Í gær fór ég aftur á móti til Guðbjargar til að læra, tókum við okkur góða pásu til þess að fá okkur bollukaffi og voru heimabakaðar ljúffengar bollur á boðstólnum. Þegar ég kom svo heim þá ákváðum við mæðgur að fá okkur bollur í kaffinu enda algjört möst þar sem það var bolludagur og svo voru kjötfarsbollur í kvöldmatnum sem ég eldaði snilldarlega. Ég tók reyndar kannski ekki á því í bollunum eins og Sólveig systir, hún fékk sér bollu í öll mál held ég í gær og einhverjar í dag líka ;)

Í dag er svo sprengidagur, þá tróð maður sig út af saltkjöti og baunum!

Á morgun ætla ég að sleppa því að vera í öskudagsliði og syngja fyrir nammi, ætli það verði ekki bara grænmetisfajitas sem er inn á morgun?
|

mánudagur, febrúar 19, 2007

Kynningarferð I
Um síðustu helgi skrapp ég suður, þetta er í annað skiptið á innan við mánuði sem ég skelli mér í borgina og er það óvanalegt. Ég var búin að segja ykkur frá fyrri ferðinni sem var vísindaferðin og nú er komið að helginni sem leið.

Ástæða ferðarinnar suður var sú að kynna kennaradeildina við HA á Háskólakynningu sem var í Borgarleikhúsinu á laugardaginn. Fór ég suður seinnipart fimmtudags og kom beint í dýrindismat hjá frænda mínum og konu hans. Ég fékk frábærar móttökur ekki síst frá barninu á heimilinu og fékk ég að heyra nafn mitt ansi oft um helgina :)

Á föstudeginum hitti ég Maríu Rut og Dóra og fór með þeim í Bakarameistarann þar sem við fengum okkur morgunmat, þar sem margt var á dagskránni hjá þeim vegna kynningar Maríu á sínum skóla þá skildu leiðir okkar í Kringlunni en það var mjög gaman að sjá þau bæði. Í Kringlunni náði ég að versla aðeins enda af hverju ekki að versla ef maður á pening til þess?

|
Kynnisferð II
Labbaði ég svo yfir í Skeifu og kom við í Góða hirðinum og heilsaði upp á Hrein frænda. Verslaði aðeins í Skeifunni líka og fékk svo skemmtilegt símtal frá Hrafnhildi sem var búin í prófi og gríðarlega tilbúin til að hitta mig. Hún pikkaði mig svo upp í Skeifunni og skelltum við okkur í Smáralindina í smástund og síðan heim til að pikka upp sundföt.

Stefán Geir frændi náði að sýna Hrafnhildi góða takta og tók meðal annars upprifjun á slysasögu sinni sem ég hafði fengið mjög nákvæma kvöldinu áður. Skelltum við okkur svo í sund og meðan að ég var að bíða eftir Hrafnhildi úti í potti heyrði ég menn vera að ræða það hvort að bolludagurinn væri í þessari viku eða vikunni þar á eftir. Þeir komust svo að þeirri niðurstöðu að dagurinn væri í næstu viku, ljóta ég að vera ekkert að leiðrétta þetta :)


Skellti ég mér svo í bíó um kvöldið með Karen, sáum við myndina Persuit of Happyness, fín mynd þar á ferð og fékk mann virkilega til þess að hugsa hvað maður hefur það gott.
|
Kynnisferð III
Laugardagurinn fór í kynninguna í Borgarleikhúsinu, það er naumast hvað það tekur á að standa allann daginn og brosa, varð samt mest hissa á því að fá ekki strengi, hvorki í brosvöðvana né hendurnar þar sem ég hafði þær í asnalegri stöðu allt til þess að bæklingarnir sægjust sem best. Spjallaði aðeins við Þorgerði Katrínu, hefði getað rætt svo margt við hana en var kurteis og þetta var því bara kurteisislegt hjal þarna.

Hitti Hermann, Karen og Stefán Geir í Kringlunni, hittum við þar fyrir górillu. Fékk svo sigth sing um hverfið þeirra. Um kvöldið borðuðum við svo geðveikan mango-kjúkkling og horfðum á söngvakeppnina, þetta var mjög jöfn og spennandi keppni. Ég var búin að ákveða að kjósa en beilaði svo á því á síðustu stundu þar sem ég gat ekki valið milli laganna.


Á sunnudaginn fór ég svo heim, fékk ég rjómabollu fyrir ferðalagið og svo rós frá Flugfélaginu í tilefni að konudeginum, er það ekki pínu hópless að fá fyrsta konudagsblómið frá flugfélagi? humm...
|

miðvikudagur, febrúar 14, 2007

EUROPE
Þessir sænsku peyjar stofuðu hard-rokk-metal-glamúr bandið árið 1979, þetta band hét þá Force. Þeta band varð heimsfrægt og er það enn í dag.


Bandið var starfrækt frá 1979-1992 en árið 2003 tóku þeir upp þráðinn að nýju og eru þeir nú í dag á tónleikaferðalagi um Svíþjóð.

Final Countdown


Carrie
|

mánudagur, febrúar 12, 2007

Leti
Ég er löt, ekki bara löt heldur mjög löt.

Þegar ég vekjaraklukkan hringdi í morgun fór ég strax að hugsa hvað ég hefði nú verið að hugsa með því að láta klukkuna hringja á sunnudagsmorgni svona snemma. En það var ekkert sunnudagsmorgun heldur var mánudagur og því tími til þess að drulla sér á lappir og fara að gera verkefni.

Það er ekki eins og það sé eitthvað leiðinlegt það sem ég er að gera, þvert á móti. Ég er að vinna að alveg stórskemmtilegum ritgerðum, er að leggja lokahönd á verkefni um rúnir, er að vinna að lokaverkefni um grænfánann sem mér finnst mjög spennandi og svo er verið að leggja drög að ritgerð í heimspeki menntunnar þar sem við ætlum að skoða Dewey.

En hvað geri ég? Ég veit allavega að ég eyði alltof miklum tíma í það að horfa út í loftið. Ég las sjörnuspá mína á mbl í gær, hún er á forsíðunni þannig að hún blasir við mér þegar ég er að skoða nýjustu fréttirnar. Ég man ekki alveg hvernig hún var en í grófum dráttum var hún þannig að fiskarnir, það er ég, elskum að mikla hlutina fyrir okkur. Ekki það að stjörnuspá mbl sé hávísindaleg þar sem ég hef heyrt það að hún sé saminn af einhverjum þarna innan Morgunblaðsins en hún segir mér það samt að það sem ég er að gera núna er það sem ég elska, drolla við verkefni í stað þess að drífa þau af.

Á ég þá að halda áfram á þeirri braut sem ég er á núna og fylgja því sem stjarna mín segir mér eða á ég að rífa mig upp á rassgatinu, sparka í það og drullast til þess að gera eitthvað?
|

föstudagur, febrúar 09, 2007

Mika - Grace Kelly
Þetta lag kemur mér í gott skap :)
|

fimmtudagur, febrúar 08, 2007

After Dark...
...er ævintýri sem byrjaði árið 1976 á diskóteki í Stokkhólmi, þetta eru sem sagt tveir karlmenn sem klæða sig upp sem konur og hafa gaman af ;)

Hérna má sjá dívurnar

La Dolce Vita, þetta var framlag þeirra til eurovision þeirra svía


Alla har ont, þarna er til dæmis verið að gera grín að Carolu og Lenu Ph

|

þriðjudagur, febrúar 06, 2007

Vísindaferðin
Þessi ferð var tær snilld, ég verð að segja að þetta var betri vísindaferð en í fyrra allavega að einhverju leyti en þó er ég ekki algjörlega hlutlaus þar sem ég tók þátt í að skipuleggja þessa ferð. Í fyrsta lagi var lagt fyrr af stað á fimmtudeginum en gert var í fyrra, það var mjög jákvætt að því leyti að minna var um drykkju í rútunni og þar af leiðandi minna um pissustopp á leiðinni, það var allavega hægt að komast á milli pissustoppa án þess að einhver þyrfti að skreppa út í móa til að tæma blöðruna.

Föstudagurinn, fórum í Waldorfsskólann í Lækjarbotnum sem er bæði leik- og grunnskóli. Þetta er einkaskóli og í honum eru engar bækur þar sem nemendur eiga að læra í gegnum hendurnar. Unnið er í þemum, eina vikuna er t.d. stærðfræðiþema og þá næstu líffræði eða söguþema. Skólinn er staðsettur á leiðinni til Hveragerðis, hann sést ekki frá veginum og er staðsettur ofaní laut þannig að þar eru nemendur og kennarar í friði fyrir amstri og stressi hversdagsleikans enda líta starfsmennirnir í þessum skóla á það að skólinn sé griðarstaður nemenda. Umhverfið í kringum skólann er frábært, nemendur geta verið úti og notið lífsins, þegar fyrsti snjórinn fellur er til dæmis gefinn tími i það að fara á sleða og skíði.

Þegar við vorum búin í Waldorfsskólanum var ferðinni heitið í Smáralind til þess að fá sér að borða, á leiðinni í Smáralind fréttum við að við kæmumst ekki í heimsókn í Ingunnarskóla vegna forfalla þar, nú voru góð ráð dýr. Við fórum því strax í það að redda okkur símaskrá og hringdi ég eins og vitleysingur í skóla til þess að við gætum farið í og skoðað. Við komumst að í Sjálandsskóla í heimsókn þrátt fyrir stuttan fyrirvara. Það var mjög skemmtilegt að sjá svona nýjan skóla og þá skóla sem var byggður með opin rými í huga. Maður hefði haldið að hávaði milli berast vel á milli en rýmin gleypa hljóð þannig að það var enginn hávaði þarna. Við fengum ekkert að vita svo mikið um stefnu skólans en það var allt í lagi þar sem mig langaði aðallega að sjá skóla með opnum kennslurýmum.

Eftir skólaheimsóknirnar skelltum við okkur í IKEA, það var hressandi að fara í nýja Ikea, aðeins stærra en það gamla en samt ekki stærra en Skärholmens IKEA. Mér fannst ekki vera neitt meira úrval þarna í búðinni heldur var bara meira af öllu. Um kvöldið fórum við Alda svo á leikritið Pabbann og svo skelltum við okkur út á lífið.

Laugardagurinn var tekinn snemma, við Alda fórum í Kringluna þar sem við fengum far þangað :) Þar vorum við allan daginn og fórum þarna í allar skóbúðir Kringlunnar sem eru örugglega 20 talsins, úff. Röltum svo heim á hótel frá Kringlunni til þess að fara í Vísindaferð í Vífilfell. Þetta var mjög slöpp vísindaferð, við fengum að skoða verksmiðjuna og fyrirlestur um starfsemina. Veitingarnar voru gosdrykkir og bjór og ég held 3 pokar af doritos. Ég var alveg sátt við að fá mitt sódavatn þarna en halló, doritos, höfðu þeir ekki efni á neinu öðru? Þeir splæstu ekki einu sinni í ídýfu með! Vegna hungurs skelltum við okkur á American Style og svo á djammið eftir það.

Sunnudagurinn fór í það að pakka niður og sköltast í rútu heim.
|
Leikhúspistill
Ég er búin að fara í leikhús tvisvar sinnum á stuttum tíma núna á sýningarnar Svartur köttur og svo á Pabbann.

Svartur köttur er flott sýning, hægt að hlægja að henni, svolítið mikið blóðug, hávær, óþarfi að klappa milli atriða þar sem það heyrðist ekki vegna hárrar tónlistar, góð tónlist, vel leikið...

Pabbinn er snilldarsýning, óborganlegir frasar, ég var hætt að sjá sýninguna á tímabili þar sem ég var farin að grenja af hlátri, endalaust hægt að rifja upp frasa úr sýningunni, Bjarni Haukur snilld...
|

fimmtudagur, febrúar 01, 2007

Í gær...
...var miðvikudagur, ég vissi vel af því en gaf mér ekki tíma í tónlistamann vikunnar þar sem ég hafði fullbókaðan dag og nóg að gera. Er að fara suður í dag og kem aftur á sunnudag, er að fara að skoða 2 skóla, Ingunnarskóla sem mig hefur langað til að sjá lengi og svo Waldorfskólann sem er bæði leik og grunnskóli. Einnig er ég að fara í leikhús á Pabbann sem Hellisbúinn Bjarni er að sýna um þessar mundir. Svo mun ég eitthvað kíkja í búðir og á djammið.

Ákvað að skella inn einu myndbandi fyrir ykkur, þetta myndband sameinar tvo vinsæla þætti, það er, Abba og vindvélina góðu. Það virðist vera að vindvél hafi verið keypt til Svíþjóðar áður en að Carola fjárfesti í sinni ;)

Eagle með Abba
|

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri, Iceland

Sænsk tónlist vikunnar
20-26 september - Nic & the family
27-3 september - Raymond & Maria
4-10 október - Gyllene tider
11-17 október - Roxette
18-24 október - Alcazar
25-31 október - E-Type
1-7 nóvember - Da Buzz
8-14 nóvember - Dr Alban
15-21 nóvember - The Cardigans
22-28 nóvember - Günther and the Sunshine Girls
29-5 desember - A*Teens
6-12 desember - Marit Bergman
13-19 desember - Lena Philipsson
20-26 desember - Carola
27- desember - ABBA

Powered by Blogger