fimmtudagur, september 30, 2004

Misnotkun
Ég er meira en hrædd um að ég verði að fara að drífa í því að ná mér í kærasta og jafnvel að drífa líka í því að eignast barn/börn. Ástæðan er sú að meirihlutinn(99,9%) af þeim sem eru með mér í náminu eru búin að stofna fjölskyldur. Það er því ekki ósjaldan þegar verið er að vinna hópverkefni sem verkefni lenda á mér með þeirri afsökun að ég hafi ekkert að gera þar sem ég eigi engin börn og engan karl. Skilur fólk ekki að ég á foreldra og systur sem ég þarf að hugsa um! En nóg um það. Þar sem ég er annsi stjórnsöm næ ég einhvernvegin alltaf að titla mig hópstjóra, hvort sem það er einhver góður stjórnandi í hópnum eður ei. Er ég svo kannski þegar á botninn er hvolft enginn hópstjóri, nota þau bara sömu aðferð á mig og Sólveig systir vill alltaf nota, láta mig halda að ég sé að stjórna. Vá ég er ekkert í smá vandræðum með þessa stóru pælingu mína, ég veit, ég tek mér bara nokkra tíma í að hugsa um hana!
|
CAFÉ NORDEN
Jæja þá er maður að fara suður á Skóga um helgina á cafe norden, sem er samnorrænt verkefni eða mót. Þarna koma til með að hittast ungt fólk af norðurlöndunum til þess að læra eitthvað um norræna þjóðtrú og galdra og einnig til þess að sýna sig og sjá aðra og þar af leiðandi til þess að kynnast nýju og skemmtilegu fólki. Dagskrá helgarinnar veit ég ekkert svo mikið um en ég veit það allavega að ferðin endar í bláa lóninu á sunnudaginn, skemmtilegt það því að ég hef ekki komið þangað lengi lengi, en maður verður þá að pakka niður fullt af hárteigjum og spennum til þess að hlífa hárinu við drullunni! Þeir sem vilja komast að því hvað cafe norden er þá er bara að skella sér á linkin hérna fyrir ofan!
|

þriðjudagur, september 28, 2004

Kuldi
Það var barasta frost í morgun og þurfti maður að byrja á því að skafa, ekki það skemmtilegasta. Að því tilefni ákvað ég að vígja núju loðstígvélin sem ég keypti mér úti í Svíþjóð, þið getið séð mynd af voðalega svipuðum stígvélum hérna! Ég varð næstum því fyrir einelti vegna skónna, ekki grófu en þó örlitlu. Því að ég var ýmist kölluð (Britney) Spears eða grænlendingurinn í dag af skólasystrum mínum, en þó bara í góðu.

Að því tilefni fylgir hér texti af laginu sem kom henni Britney vinkonu á kortið!

Baby One More Time

Artist: Britney Spears
Album: Baby One More Time
--------------------------------------------------------------------

Oh baby,baby
How was I supposed to know
That something wasn't right here
Oh baby, baby
I shouldn't have you go
And now you're out of sight, yeah
Show me how you want it to be
Tell me baby cause i need to know now,
oh because

Chorus
My loneliness is killing me (and i)
I must confess I still believe (still believe)
When I'm not with you i lose my mind
give me a sign
hit me baby one more time

Oh baby, baby
The reason i breathe is you
Boy you got me blinded
Oh pretty baby
there's nothing that i wouldn't do
thats not the way i planned it
Show me how you want it to be
tell me baby cause i ned to know now
oh because

REPEAT CHORUS

Oh baby, baby how was i suposed to know
oh pretty baby, I shouldn't have let you go
I must confess , that my loneliness
is killing me now
Don't you know I still believe
that you will be here
And give me a sign
hit me baby one more time

REPEAT CHORUS

Tekið af þessari síðu!

|

mánudagur, september 27, 2004

Endurvinnsla
Eitt af mínum nýju áhugamálum er endurvinnsla og mælist það misvel fyrir hjá fjölskyldumeðlimum enda vanir hinum ýmsu uppátækjum mínum. Ég ákvað samt að byrja bara rólega og byrja einungis á því að flokka dagblöð og fernur auk þess sem rafhlöður hafa alltaf verið teknar frá venjulegu sorpi hér á bæ. Ég býst því við að þið bíðið spennt við tölvurnar eftir fréttum af því hvernig endurvinnsluátak mitt gangi. Hér er það enginn Gaui litli, nei hér er það bara endurvinnsla! Ef þú villt fræðast um efnið eða ert í vafa þá er bara að skella sér á síðu Sorpeyðingar Eyjafjarðar!
|

sunnudagur, september 26, 2004

Hárið
Ég fór á hárið síðastliðin föstudag með litlu systur. Leikritið var frábært þó að ég hafi ekki verið sátt við allt þar, ég verð til dæmis að segja að mér þótti MAingar gera lokaatriðið betur þegar þeir settu upp sýninguna, meiri dramatík þar á ferð! Svo er það annað, en það er einn söng-leikarinn þarna sem var ekki að standa sig í stikkinu og var bara drullulélegur. En það var hann þarna litli idolstrákurinn sem heillaði alla upp úr skónum þar, ég held að hann heiti Helgi. Hann var svona þrusulélegur, lék afspyrnu illa og svo ekki sé minnst á sönginn, ég held að ég hefði getað komið Frank Mills betur frá mér en hann þó að ég sé kannski engin idolstjarna!
|

þriðjudagur, september 21, 2004

Vinnulag vs. Fólk með Sirrý?
Það er spurning hvort sé verra. Vinnulagskallinn sem ég kýs að kalla Skarpa var allveg að drepa okkur í dag með mjög leinlegum fyrirlestri, hann var það leiðilegur að kennarinn var alltaf að spurja hvenær frímínúturnar væru, segir það eitthvað um leiðindin? Annars talar karl greyið allaf í sömu tónlegund og talar frekar lágt þannig að það eru ekki margir sem ná að halda athyglinni auk þess sem hann fór mjög lítið út fyrir glærurnar svo það var ekki mikið á þessu að græða. Síðan var hann alltaf að troða inn á milli glæranna að við gætum nú allveg spurt spurninga, ég var að hugsa um að spurja hann hvort að honum þætti þetta jafn leiðilegt og okkur en kunni ekki við það, maður sá hvað honum þótti þetta leiðinlegt og það er kannski frekar leiðinlegt fyrir kennara að viðurkenna að námsefnið þeirra sé leiðinlegt!

Annars var ég að pæla í því að hægt sé að nota vinnulag og þá jafnvel Fólk með Sirrý sem hegningar aðferðir í fangelsum. Ef fangarnir erum með einhver læti eða hafa gert eitthvað stórt af sær, þá er það bara að skella spólu í tækið með henni Sirrý. Þetta kæmi ábyggilega til með að brjóta niður einhvern glæpamanninn!

p.s. ef Sirrý dugar ekki má allaf reyna Gísla Martein :)
|

sunnudagur, september 19, 2004

Leikhúsmið-i/ar!
Ég var að kaupa mér árskort í leikhús hérna á Akureyri, miðinn kostaði aðeins 3250 kr. fyrir námsmenn svo ég stóðst bara ekki mátið. Inni í þessu eru 4 sýningar, 3 heimasýningar og ein gestasýning. Við systurnar völdum okkur sýningarnar, Ausa og stólarnir, Pakkið á móti og Óliver sem verður jólasöngleikur hérna. Gestasýningin sem við völdum er Hárið og verður hún sýnd hérna næst komandi föstudag og hlakka ég voðalega mikið til að sjá þá sýningu, sá Hárið síðast í frábærri uppsetningu LMA (leikfélag menntaskólans á Akureyri). Þetta væri kannski ekki í frásögu færandi nema það að miðin á Hárið kostar einn og sér 3300 kr., þannig að ég var í rauninni að kaupa miða á Hárið með 50 kr. afslætti og fá 3 sýningar í kaupbæti, geri aðrir betur!
|
Elliheimili
Nei ég ætla ekki að fara að segja einhverjar gamlar sögur úr vinnunni heldur er ég að fara að lýsa ósköp hversdagslegu atviki á heimili mínu, ég lendi í þessu nær undantekningalaust á hverjum degi. Þannig er það að hérna á heiminu býr fólk sem er haldin sjúkdómnum ekkineinumissaaf og lýsir hann sér þannig að fólk hækkar öll sjón- og útvarpstæki í einu meira en góðu hófi gegnir. Þetta hefur ekki mælst neitt sérstaklega vel fyrir hjá öllum á heimilinu þar sem ekki eru allir búnir að smitast af sjúkdómnum. Því má oft á tíðum heyra boð um að lækka í þessum tækjum eða hreinlega að einhver tekur sig hreinlega til og rífur draslið úr sambandi.

Ég hef grun um að ekki líði á löngu þar til sjúkdómurinn tegir út arma sína, þannig verið á varðbergi! Er kannski einhver nú þegar smitaður í þinni fjölskyldu? Skráðu þig þá á lista hér að neðan og við reynum að komast í gegn um þetta í sameiningu!
|
Ólympíulekar fatlaðra vs. lokamót í Monaco!
Við pabbi slógum okkur niður fyrir framan kassan í dag og voru einhverjar íþróttir í gangi. Pabbi hafði einhverjar spurnir af því að ólympíuleikar fatlara væru í fullum gangi úti í Aþenu þannig að kallinn hélt að hann væri þá að horfa á það eins og það var nú líka sent mikið út af hinum leikunum. En kallinum þótti fólkið eitthvað lítið vera að fólkinu og þrumaði því út úr sér að hvað væri nú eigilega að þessum, hvort að hann væri búin að missa littlafingur eða hvað! Það var stuttu seinna að ég brenti pabba á að hann var að horfa á eitthvað lokamót í Monaco og að á því væru að keppa fullfrískir einstaklingar.
|
Veikindi
Ég var lasin og er það bæði jákvætt og neikvætt. Neikvætt þar sem ég leið svo bölvænlegar kvalir í höfðinu og var að drepast úr kulda. En jákvætt þar sem ég náði að sofa frá klukkan 15:00 til klukkan 07:00 morgunin eftir með stuttum hléum. Alltaf gott að sofa! En þarna fór í vaskin ein lærdómshelgi og þykir mér það djöfullegt þar sem ég ætlaði að starta lærdómsmaraþoni mínu, það verður því bara að hefjast aðeins seinna. En ég er öll ad skríða saman og verð mætt galvösk í skólann á morgun!
|

mánudagur, september 13, 2004

Barbalala?
Composer
You are Barbalala! Music goes right to your heart.
You have a talent with your fingers and/or
mouth.


Which Barbapapa Personality Are You?
brought to you by Quizilla

|

sunnudagur, september 12, 2004

Réttir
Það er ekkert jafn hressandi og að komast út í ferska sveitaloftið, og þess vegna ákvað ég að skella mér í réttir ásamt fjölskyldu minni í gær. Þegar við komum út í sveit voru gangnamenn ekki komnir af fjalli þannig að það var bara að bíða, en það sem mér finnst ekki lítið skemmtilegt er að sjá hvernig hinir dagfarsprúðustu menn geta breysti í hreinustu villidýr á gangnadaginn þegar þeir koma af fjöllum. Þegar kindurnar voru svo komnar af fjalli var ekkert annað að gera en að byrja að draga þær í dilka og þó að ég segi sjálf frá þá er ég barasta þó nokkuð góð við þá yðju þrátt fyrir 2 ára hlé. Þetta er kannski bara það sama og að hjóla, gleymist aldrei!
|

föstudagur, september 10, 2004

Réttir
Hef ekki farið í réttir í nokkur ár en þær eru á morgun í minni sveit. Bíð spennt!
|
Snillingur?
Ég held að ég sé snillingur, ég var geðveikt dugleg að reikna dæmin mín fyrir dæmatímann í dag og tók meira að segja eitt dæmi á töflunni, hefði getað tekið fleiri en vildi ekki gera hina afbrýðissama vegna snilli minnar :)

|
Túrist gæd!
Ég er ekkert smá dugleg að vera góð ferðamenn í gær. Þannig er nefninlega mál með vexti að Thomas hinn sænski var hér á ferð í gær en hann er að fara hringinn í kringum landið á puttanum, og ótrúlegt en satt þá hefur þessi ferð bara gengið vel hjá honum. Fyrst var hann í för með finnskum vini sínum en svo skildu leiðir þar sem vinurinn vildi fara í Mývatnssveit en Thomas var búin að fara þangað og nennti ekki þangað aftur, enda hafði hann ekki það mikin tíma þar sem hann þarf að mæta í vinnu á mánudag. Þar sem maður er ekkert sérstakur ferðamaður á eigin slóðum þá vissi ég í raun hvað ég ætti að bjóða upp á í ferðinni minni um Eyjafjörð. Byrjuðum við á því að fara á að fara í Jólahúsið, það er alltaf stemming þar þó að það sé þónokkuð til jóla, samt ekki meira en 105 dagar! Eftir það fórum við út fjörðinn, út í Baldursheim, þar sem frændfólk mitt er með dýragarð! Við fórum í fjós og var Thomas mjög áhugasamur um allt sem viðkom búskapnum, hvað mjólkin væri mörg prósent fita, hvað kýrnar mjólkuðu mikið, hvað jörðin væri stór osfv. Okkur var síðan boðið í kvöldmat en í milli tíðinni fórum við í bíltúr niður í stórborgina Hjalteyri, frábær staður. Í kvöldmat var síðan uppáhalds maturinn minn, kjötbollur! Eftri kvöldmatinn fórum við svo aðeins rúnt um sveitina með Hjördísi þar sem hún var að ruslast um sveitina. Eftir ruslaferðina var okkur svo boðið í ber, ís og rjóma plús hangikjöt. Thomas fékk síðan smá fyrirlestur um reykingar á kjöti og fékk shight sing út í reykingakofa. Thomas var að vonum mjög ánægður með ferðina enda er ekki allir ferðamenn sem fá að fara í fjós og svo í ruslaferð um sveitina!
|

fimmtudagur, september 09, 2004

Geitungar
Ég komst að einu merkilegu um geitunga í dag, ég komst að því að Íslenskir geitungar eru athyglissjúkari en þeir sænsku. Málið er að ég fékk geitung í hemsókn til mín í morgun, og hann hljómaði svo mikið að ég hélt að væri komin þessi líka stóra randafluga inn í herbergið, en þá ver þetta bara venjulegur geitungur. Ég man eftir því úti þegar þessi grey voru að koma í heimsókn, það heyrðist ekki múkk í þeim, kannski að sænskir geitungar séu meira surprise týpurnar, hver veit?
|

miðvikudagur, september 08, 2004

Fólk
Eitt af áhugamálum mínu er það að horfa á fólk og pæla í því, þetta hljómar ekkert sérstaklega vel en svona er það samt. Þegar ég bjó úti í Stockholmi elskaði ég það að fara niður í bæ og bara rölta um og horfa á fólkið og komast að því hversu ólík við erum. Ég gerði mér því ferð í miðbæ Akureyrar til þess að kíkja á fólkið, og kannski komast að því hver hinn dæmigerði Akureyringur væri Ég get ekki sagt að ég hafi komist að neinni markverðri niðurstöðu þar sem bærinn var algjörlega tómur að undanskildum einum túrista og gamalli konu, nema hinn dæmigerði Akureyringur sé gömul ferðakona!

|

þriðjudagur, september 07, 2004

Konungurinn lifi *húrra húrra húrra*
Sænski konungurinn er kominn til landsins ásamt Sylviu konu sinni og Victoriu dóttur þeirra til landsins. Óska ég þau hjartanlega velkomin til Íslands og ítreka jafnframt matarboðið sem ég bauð þeim í á fimmtudaginn næstkomandi þegar þau koma til Akureyrar.

Kalli, Sylvia eða Vicka ef þið sjáið þetta, kommentið þá til þess að staðfesta komu ykkar, plís, ég bíð!
|
Stærðfræði
Ef að 24 er 28, hvað er þá 28? Þessu pældum við sko í í stærðfræði í dag, en stærðfræðikennarinn er mjög gjarn á að mismæla sig.
|

mánudagur, september 06, 2004

Glósutækni
Núna er ég tilbúin í námsfílingnum vopnuð nýjum gatara og nýjum heftara. Er ekki örugglega mikilvægara að hafa vel skipulagðar og fallegar glósur en að læra þær?
|
Helgin...
...var ekki til neinna framfara, ótrúlegt hvað maður getur eytt tímanum í að gera ekki neitt!
|

föstudagur, september 03, 2004

Sund
Ég skrapp í sund áðan, ég var búin að gleyma því hvað það væri afslappandi að fara í sund. Sérstaklega það að hanga í heitapottunum. Ekki skemmdi það fyrir að það voru kannsi 10 aðrar manneskjur í sundi þannig að maður getur ekki kvartað yfir þrengslum :)
|

miðvikudagur, september 01, 2004

Subway
Ég fór á subway í dag og gerði þar alls engin mistök með þvi að kaupa mér 12 tommu bát. Ég vissi að ég myndi ekki torga nema helmingnum en ætlaði bara að eiga hinn helminginn til góða. Þegar ég kom svo heim komst ég að því að það væri slátur í kvöldmatinn svo það mætti halda að mér hafi veið sent hugboð um kaupa stóran bát til þess að geta borðað seinni helminginn í kvöldmat.
|

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri, Iceland

Sænsk tónlist vikunnar
20-26 september - Nic & the family
27-3 september - Raymond & Maria
4-10 október - Gyllene tider
11-17 október - Roxette
18-24 október - Alcazar
25-31 október - E-Type
1-7 nóvember - Da Buzz
8-14 nóvember - Dr Alban
15-21 nóvember - The Cardigans
22-28 nóvember - Günther and the Sunshine Girls
29-5 desember - A*Teens
6-12 desember - Marit Bergman
13-19 desember - Lena Philipsson
20-26 desember - Carola
27- desember - ABBA

Powered by Blogger