miðvikudagur, janúar 24, 2007

Rednex
  • Er hljómsveit sem ég hafði heyrt í en hafði ekki hugmynd um að hún væri Sænsk
  • Spilar sveitatónlist blandaða stundum með eurodanstónlist
  • Stofnuð 1994 hefur spilað síðan
  • Varð vinsæl með laginu Cotton Eye Joe
  • Hefur verið vinsæl í Þýskalandi og átt lög í 1 sæti á listum í 12 löndum
  • Tók þátt í forkeppni eurovision í Svíþjóð 2006 með lagin Mama Take Me home og lenti í 6. sæti
Cotton Eye Joe


Wish You Were Here
|
Old Pop In An Oak


Mama Take Me Home

|

þriðjudagur, janúar 23, 2007

Hringinn í kringum hvað sem er!
Ætla að byrja á að benda á gamla færslu sem ég skrifaði þann 4. júní 2006, hana má nálgast hérna (neðst) og heitir hún Hringinn í kringum landið!

Sumt fólk fær hreinlega bara ekki nóg og það sést svo greinilega á mbl.is í dag þar sem greinin
Ætlar að hjóla kringum Bandaríkin er birt. Þarna er á ferðinni strákurinn sem er bæði búin að ganga og hjóla hringinn í kringum Ísland.

Ég fæ kjánahroll við tilhugsunina, hvað varð um það að safna dósum og selja geisladiska og penna til styrktar einhverju, af hverju þarf fólk að fara í kringum eitthvað til þess að safna fyrir öllu mögulegu?
|

föstudagur, janúar 19, 2007

Ölvun á dansleik eldri borgara

Frú Margrét var lítið hrifin þegar ömmubörnin fjarlægðu hana úr hressilegum sleik og háttuðu hana upp í rúm.

Talsverð ölvun var á dansleik ellilífeyrisþega í Reykjavík í gærkvöld. Lögregla segir að hringja hafi þurft í börn og afkomendur á þriðja tug eldri borgara yfir áttræðu til að gera þeim að sækja foreldra sína, sem voru drukkin.

Leysa þurfti upp eftirlitslaust „gamlingjapartý“ í vesturhluta borgarinnar þar sem nokkur fjöldi lífeyrisþega var samankominn. Þá var ölvuðum karlmanni á tíræðisaldri ekið til síns heima í nótt en hann fannst rænulítill í snjóskafli í austurborginni.

Lögreglan hafði einnig afskipti af fjórum eldri konum á níræðisaldri sem höfðu keypt áfengi á skemmtistað í borginni. Jafnframt var alvarlegum athugasemdum komið á framfæri við rekstraraðila.



Svo er talað um unglingana ;) þessi frétt er af baggalút
|

miðvikudagur, janúar 17, 2007

Eagle Eye Cherry
er sænskur fæddur árið 1969 en flutti til New York með föður sínum þegar hann var ungur. Hann flutti aftur til Svíþjóðar til þess að einbeita sér að lagasmíðum árið 1995 þegar faðir hans dó.


Save Tonight


Falling in Love Again


Are You Still Having Fun
|

miðvikudagur, janúar 10, 2007

Frétt af mbl.is, þessi frétt er alveg í anda þessarar síðu :) Hver kemur með mér í bíó?

Veröld/Fólk | AP | 10.1.2007 | 17:06
Mamma Mia á hvíta tjaldið

Líkur eru á því að söngleikurinn Mamma Mia þar sem tónlist sænsku fjórmenninganna í Abba ræður ríkjum verði kvikmyndaður. Í Hollywood Reporter kemur fram að bandaríska kvikmyndafyrirtækið Universal Pictures eigi í viðræðum við Phyllida Lloyd sem leikstýrði söngleiknum á West End í Lundúnum og Broadway í New York taki að sér að leikstýra kvikmyndinni.

Allt frá því að Mamma Mia var sett á fjalirnar í Lundúnum árið 1999 hefur hann notið gríðarlegra vinsælda og skilað yfir milljarði Bandaríkjadala í kassann.

Í söngleiknum, sem fjallar um stúlku sem er á leið í hjónaband og leitar föður síns, leikur hljómsveitin Abba stórt hlutverk en 22 Abbalög eru flutt í söngleiknum. Þar á meðal Dancing Queen, Take a Chance on Me og The Winner Takes It All.
|
Nýr miðvikudagur og nýtt ár!
Ég ætla að óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs, síðasta miðvikudag var ég í jólafríi en vegna fjölda áskoranna þá ætla ég að skella hér inn aðeins núna. Abba er málið enn um sinn, stórt band og á það því skilið að fá stórt pláss og fullt af myndböndum á netið. Sjálf á ég dvd disk með abbamyndböndum og skemmti mér vel yfir þeim annað slagið, þetta eru bara töff myndbönd og lögin náttúrulega mjög góð :)

When I Kissed The Teahcer, þetta lag tileinka ég ónefndri vinkonu minni því hún veit sjálf hver hún er. Ég á góðar minningar við þetta lag, bæði í stærðfræðilærdómi og í stærðfræðiprófi. Myndbandið er í sjálfu sér ekkert spes, ég hefði viljað hafa meira líf í því, það hefði verið flottara ef skólastofan hefði verið full af nemendum og þeir hefðu tryllst þegar hún kyssti kennarann. Hefði getað séð virkilega flott dansatriði í myndbandinu við þetta lag.
|
Summer Night City, virkilega hresst myndband, veit ekki hvað ég á að segja meira um það? BAra stuð, þau nota ljósin mikið þarna og leika sér með birtuna, þess á milli eru sýndar myndir úr Stokkhólmi sem ylja manni um hjartaræturnar :)
|

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri, Iceland

Sænsk tónlist vikunnar
20-26 september - Nic & the family
27-3 september - Raymond & Maria
4-10 október - Gyllene tider
11-17 október - Roxette
18-24 október - Alcazar
25-31 október - E-Type
1-7 nóvember - Da Buzz
8-14 nóvember - Dr Alban
15-21 nóvember - The Cardigans
22-28 nóvember - Günther and the Sunshine Girls
29-5 desember - A*Teens
6-12 desember - Marit Bergman
13-19 desember - Lena Philipsson
20-26 desember - Carola
27- desember - ABBA

Powered by Blogger