föstudagur, október 15, 2004

Og ég sem hélt að ég hefði verið svo dugleg að ferðast! Ég held að maður leggist í interrail...



create your personalized map of europe
or write about it on the open travel guide

|

miðvikudagur, október 13, 2004

Þjóðarsálin
Hver man ekki eftir þeim snilldar þætti sem var á rás2. Persónulega finnst mér að það ætti að endurvekja þann þátt til þess að landinn gæti kvartað að vild opinberlega. Ég hafði nú alltaf lúmst gaman af þessum þætti!
|

miðvikudagur, október 06, 2004

Café Norden myndir
Ég var að setja inn myndirnar sem teknar voru á mína vél á Café Norden, gleymdi þó að snúa nokkrum til þess að betra væri að skoða þær en ég vona að þið fyrirgefið mér það. Það er annað hvort að fara inn á myndasíðu 2 hérna til hliðar eða bara að klikka hér!
|
Verkleg efnafræði...
...er eftir minna en tvo tíma. Get ekki beðið af spennu og gleði!
|

þriðjudagur, október 05, 2004

øska
Við frumfluttum nýja tungumálið okkar í gær! Gekk svona glimrandi vel að kynna það, og kennarinn var jákvæð að mínu mati, er mjög ánægð með frammistöðu hópsins :)
|
Café Norden
Þá er maður komin af vitum ævintýranna, kom reyndar á sunnudagskvöldið en það hefur verið svo mikið að gera að ég hef ekki gefið mér tíma í það að blogga.

Café norden var æðislegt, við hittumst á BSÍ á föstudeginum og var þaðan brunað í Hveragerði þar sem við hittum hópinn sem fór af stað fyrr um daginn með smá viðkomu á hinum og þessum ferðamannastöðum. Eftir smá snæðing og útdeilingu námskeiðisgagna héldum við til Skóga þar sem tekið var á móti okkur. Við fórum upp að Skógarfossi þar sem við dönsuðum vikivaka við kertaljós og svo var norsk-samísk stelpa sem söng fyrir okkur. Síðan var haldið heim að skógum aftur til þess að fá sér kakó og meðlæti og svo var það partý fram eftir nóttu.

Á laugardagsmorgninum var vaknað kl 9 til að gæða sér á morgunverði. Eftir það var workshop þar sem við fórum á milli fimm stöðva. Á fyrstu var okkur kennt að syngja "Á Sprengisandi", gekk fólki mjög vel að syngja lagið og má segja að lagið hafi orðið lag ferðarinnar því að lagið var tekið nokkrum sinnum, og ekki bara af frumkvæði íslendinga. Á annari stöð fengum við að leira úr trölladegi, þá eitthvað sem tengdist rúnum og göldrum. Þriðja stöðin var skottís og marseringarstöð, fjórða var spunastöð þar sem við áttum að leika leikrit upp úr sögunni um hana Jórunni. Á fimmtu stöðinni áttum við svo að gera skúlptúr út pappír, límbandi, penna og vír, skúlptúrinn mátti ekki vera minni en minnsta manneskjan í hópnum og við urðum að nota alla hlutina, skilda var að gera eitthvað sem tengdist álfum. Minn hópur gerði bát á hafi handa álfaprinsessunni sem fékk skó, hatt og vængi. Eftir hádegismatinn voru tveir fyrirlestrar en í millitíðinni fórum við nokkur á Byggðarsafnið þarna á Skógum. Þar hittum við fyrir hann Þórð sem er kallinn sem safnaði öllum þessum hlutum sem eru á safninu. Hann lóðsaði okkur í gegnum safnið og skírði frá því sem þar var að sjá á sinni fjalla NORDISKU. Hann sló sér síðan niður við langspil eitt þarna á safninu og spilaði fyrir okkur og síðan tók hann lagið aftur í kirkjunni við mikin fögnuð áhorfenda. Ég mæli með þessu safni, en best væri samt fyrir ykkur að hitta hann Þórð á því. Eftir seinni fyrirlesturinn fékk ég mér göngu að Skógarfossi til að skella nokkrum myndum af honum. Í kvöldmat var hið fínasta lambakjöt með meðlæti eins og það gerist best. Seinna um kvöldið var síðan startað diskótekinu Dollý og kareoki, fólk var voðalega duglegt að taka lagið og vinur Dodda tók að meira að segja tvö lög :) Ég held að allir hafi skemmt sér alveg rosalega vel, fólk fór þó á misjöfnum tíma að sofa og sumir sváfu ekkert.

Á sunnudags morgninum var svo borðaður morgunmatur og síðan var haldið af stað til að fara í Bláa lónið, við komið við á Seljalandsfossi þar sem maður tölti bakvið fossinn og svo var farið sem leið lág að lóninu, farið var Grindavíkurleið til þess að leyfa útlengingunum að njóta náttúrufegurðarinnar, eitthvað fóru samt malavegirnir í nokkra :) Legið var síðan í skítnum í bláa lóninu í tvo tíma, ég verð að segja að mér hefur alltaf þótt voðalega gaman að fara í Bláa lónið en ekki lengur, það er eitthvað svo skítugt þarna, ef maður tekur leir upp af botninum þá veit maður aldrei hvað getur fylgt með. Við kvöddumst svo fyrir utan Bláa lónið og vorum við komin til Rvk um hálf 7 leitið sem passaði bara fínt fyrir mig þar sem ég átti mætingu í flug tíu yfir 7.

Ef einhver les þetta sem var með mér á Skógum þá þakka ég frábæra helgi,! Er það ekki bara cafe norden að ári í Noregi?
|

föstudagur, október 01, 2004

Er floginn...
... á vit ævintýranna, heyrumst á sunnudag!
|
Íslensku barnabókaverðlaunin
Haldiði ekki bara að íslenskukennarinn minn hún Brynhildur Þórarinsdóttir hafi verið að vinna íslensku barnabókaverðlaunin! Við erum að vonum svakalega stolt yfir "okkar konu"! Kannski maður færi henni epli á mánudaginn :)

Hérna er fréttin af mbl.is:
Brynhildur Þórarinsdóttir hlýtur Íslensku barnabókarverðlaunin
Tilkynnt voru úrslit í samkeppninni um Íslensku barnabókaverðlaunin kl. 16.00 í Þjóðmenningarhúsinu í dag, 30. september, og hlaut Brynhildur Þórarinsdóttir verðlaunin fyrir bók sína Leyndardómur ljónsins, að því er fram kemur í tilkynningu frá Eddu. Þar segir að dómnefnd Íslensku barnabókaverðlaunanna hafi verið sammála um að handritið bæri af öðrum sem send voru inn í keppnina.

Í áliti nefndarinnar segir meðal annars: "Leyndardómur ljónsins er dularfull og spennandi saga, þar sem höfundi tekst að skapa lifandi og skemmtilega lýsingu á samfélagi krakka í skólabúðum úti á landi."

Leyndardómur ljónsins fjallar um fjóra krakka, Tomma, Önnu, Harra og Valdísi sem kynnast í skólabúðum að Reykjum í Hrútafirði. Þar eiga sjöundu-bekkingar frá Reykjavík og Akureyri að dvelja saman í heila viku. Strax á fyrsta degi fara undarlegir atburðir að gerast," segir meðal annars um bókina í tilkynningunni.

Leyndardómur ljónsins er fjórða bók Brynhildar Þórarinsdóttur. Fyrri bækur hennar eru Lúsastríðið (2002), Njála (2002) sem er endurritun á Njálssögu og Egla (2004) sem er endurritun á Egilssögu. Fyrir Njálu hlaut Brynhildur Vorvinda, viðurkenningu Barna og bóka, Íslandsdeildar IBBY árið 2002. Auk þess sigraði hún í smásagnasamkeppni móðurmálskennara árið 1997 með sögunni Áfram Óli.


|

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri, Iceland

Sænsk tónlist vikunnar
20-26 september - Nic & the family
27-3 september - Raymond & Maria
4-10 október - Gyllene tider
11-17 október - Roxette
18-24 október - Alcazar
25-31 október - E-Type
1-7 nóvember - Da Buzz
8-14 nóvember - Dr Alban
15-21 nóvember - The Cardigans
22-28 nóvember - Günther and the Sunshine Girls
29-5 desember - A*Teens
6-12 desember - Marit Bergman
13-19 desember - Lena Philipsson
20-26 desember - Carola
27- desember - ABBA

Powered by Blogger