fimmtudagur, mars 30, 2006

Litla hryllingsbúðin


Ég er að fara í leikhús eftir um það bil 2 og hálfan tíma. Ég get ekki annað sagt en að ég hlakki mikið til þess að sjá þetta verk!
|

sunnudagur, mars 26, 2006

Vita auglýsendur meira um mann en maður heldur?
Fékk þessa auglýsingu í smsi ,,Sæktu Dæluna á siminn.is fyrir nördinn í sjálfum þér!..."

Vita þeir að ég er nörd? Hvar fréttu þeir það?


Kannski hafa þeir komist yfir mynd af mér? Hver veit!
|

þriðjudagur, mars 21, 2006

Maríubjallan
Ég fór í leikhús um daginn en ég gleymdi alltaf að segja ykkur frá því! Ég fór sem sagt á Maríubjölluna sem er verið að sýna þessar vikurnar hjá LA Þetta leikrit var hreint út sagt snilld. Við byrjum á því að ganga inn í gengum sviðið til þess að komast í sætin okkar. Maður gengur sem sagt inn í gegnum leikmyndina og eru leikararnir búnir að koma sér fyrir þannig að maður gengur fram hjá þeim. Leikritið fjallar um líf nokkurra aðila sem búa í Rússlandi og eru þau í raun í kveðjupartíi þar sem einn þeirra er að fara að gegna herþjónustu daginn eftir.

Þó að þetta leikrit sé samtímaleikrit þá finnst mér eins og það eigi að gerast fyrir mörgum árum, því stakk það mig svolítið að farið væri að vitna í Britney Spears eða einhverja vinkonu hennar.

Leikritið er mikið drama og þegar því lauk langaði mig ekki til að klappa. Ekki það að leikararnir væru ekki að gera gott starf heldur það að stemmingin bauð ekki upp á það. Maður var of mikið hugsi og hefði bara viljað ganga út með hugsunum sínum og þróa þær áfram.

En það var klappað og allir fóru sáttir heim í sínum hugsunum!
|
Alþingismenn og konur
Ég kveikti á sjónvarpinu í dag sem er kannski ekkert óeðlilegt nema þá fyrir þær sakir að ég horfi mjög lítið á sjónvarp. Allavega þá var þar bein útsending frá okkar ástkæra alþingi. Í ræðustólnum er kona og er hún nokkuð ósmekklega klædd að mínu mati. Einhverri ljótri köflóttri peysu en ég vill sem minnst muna af því. Það sem flaug í gegnum huga minn á þessari stundu var sú spurning af hverju karlmennirnir verði að klæðast jakkafötum meðan konurnar geta spásserað um í ljótum peysum.



Þarna er dæmi um tvær ljótar peysur en þessi sem ég sá í sjónvarpinu í dag var enn ljótari! Af virðingu við fólkið á myndinni ákvað ég að bleika andlitin og valdi ég þann lit sérstaklega í stíl við klæðnaðinn.

Hvar er jafnréttið í þessu máli? Á þingi eru konur greinilega lengra komnar í jafnréttismálunum en karlarnir hvað klæðnað varðar en það er spurning hvort að þær eru farnar að misnota réttindi sín með því að ganga í því ljótasta sem þær eiga?
|

mánudagur, mars 13, 2006

Tapað fundið
Gul kóróna fannst að heimili mínu eftir afmælið góða um daginn, saknar eigandans mjög sárt!
|
Pride & Prejudice
Ég fór í bíó í gær á á þessa æðislegu mynd, þó að maður vissi hvernig færi þá var maður gríðarlega spenntur allann tímann yfir leikslokum.

Matthew Macfadyen og Keira Knightley voru alveg príðileg Mr. Darcy og Elisabeth. Fyndin, dramatísk og rómantísk allt í senn!

Get ekki sagt annað en að ég hlakki til að klára að lesa bókina :)
|

sunnudagur, mars 12, 2006

Árinu eldri
Þá er maður orðin árinu eldri og nokkrum dögum betur. Ég ætla bara að þakka allar þær kveðjur og gjafir sem bárust! :O*

Dagurinn fór vel fram, ég fór í skólann og dvaldi þar til um hálf 11. Þá byrjaði geimið, fórum við sulturnar heim og bökuðum pizzur og átum prinsessuköku en þemað í afmælinu í ár var einmitt prinsessuþema.

Eftir afmælið fórum við á listasafnið á Akureyri til að kíkja á tvær sýningar, þeirra Höllu Gunnarsdóttur og Spencers Tunicks en hinn síðarnefndi tekur myndirnar af nakta fólkinu. Sýningarnar voru báðar mjög flottar og hvet ég fólk til að fara. Það er frítt inn á fimmtudögum svo það er ekkert í vegi fyrir að skella sér þá.

Að sýningu lokinni kláraði ég eitt verkefni með Eyrúnu en skellti mér svo bara heim að sofa. Var búin að vera hálf slöpp alla vikuna en ekki haft tíma til þess að vera veik. Það var því kjörið tækifæri að nýta þennan dag í það. Nýtti reyndar föstudaginn líka í veikindi en það var bara til þess að vera hress um helgina og geta nýtt hana í verkefnavinnu sem ég og gerði.

Bauð svo ömmum og afa í mat í gærkveldi, einhverjar reyktar rúllur í matinn þar. Mjög fínar bara. Held líka að ömmurnar og afinn hafi verið feginn að fá bara venjulegan mat í stað einhvers tilraunaeldhúss!
|

miðvikudagur, mars 08, 2006

Komment
Ég ætla núna að segja eins og unglingarnir gera á sínum síðum. Ég ætla ekki að blogga næst fyrr en að ég verð komin með 30 komment ;) djók
|
Færlsur og sóðaskapur
Það er merkilegt hvað það líður langur tími milli færlsa hérna. Finnst eins og það hafi verið í gær sem ég skrifaði í miklum pirringi pistlilinn um hælaskóna. Það hefur mikið verið að gera undanfarið hjá mér, bæði í skólanum og einnig við að siða lögfræðinema til en það virðist vera mjög erfitt verk.

Þannig er mál með vexti að lögfræðinemar eru í einhverjum tímum í Þingvallastrætinu ástsæla sem er ekkert nema í lagi utan við það að þeir eru svo hrillilegir sóðar þar margir hverjir. Þeir hella upp á kaffi og skilja svo kaffið eftir á könnunnni þannig að enginn annar getur helt uppá langi honum það. En ekki nóg með að þeir helli uppá heldur þurfa þeir að sóða út allt eldhúsið á kaffistofunni við þá athöfn. Það er korgur út um allan bekk og svo er kaffikannan og bekkurinn allur út í kaffislettum. Svo má ekki gleyma að minnast á það að ansi margir gleyma að vaska upp eftir sig.

Áhugahópur um hreinlæti í kaffistofunni setti upp veggspjald þarna sem stóð á ,,Mamma þín vinnur ekki hér, þess vegna verður þú að þrífa eftir þig sjálf/ur!!" Spjaldið hefur farið fyrir brjóstið á einhverjum þar sem það var horfið eftir 2 daga.

Þetta er frekar ósmekklegt fyrir þá nemendur sem vilja læra þarna eða nýta sér eldhúsaðstöðuna. Því er mikilvægt að taka höndum saman og sporna gegn sóðaskap!
|

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri, Iceland

Sænsk tónlist vikunnar
20-26 september - Nic & the family
27-3 september - Raymond & Maria
4-10 október - Gyllene tider
11-17 október - Roxette
18-24 október - Alcazar
25-31 október - E-Type
1-7 nóvember - Da Buzz
8-14 nóvember - Dr Alban
15-21 nóvember - The Cardigans
22-28 nóvember - Günther and the Sunshine Girls
29-5 desember - A*Teens
6-12 desember - Marit Bergman
13-19 desember - Lena Philipsson
20-26 desember - Carola
27- desember - ABBA

Powered by Blogger