föstudagur, janúar 23, 2004

Saenska
Ta hefur heldur betur dregid til tidinda, haldidi bara ekki ad eg og Bianca vinkona hafi farid i gaer og skrad sig til nams i saensku. Tannig er tad ad vid akvadum allavega ad fara i skolann og athuga hvernig tetta vaeri og hvort ad tad vaeri einhver möguleiki a ad komast ad. Tetta gekk svona glimrandi, vid töludum tarna vid skolastjoran og hun var lika svona svakalega jakvaed, sagdi ad vid töludum fint og vildi setja okkur i haesta bekkinn i saensku fyrir innflytjendur (eg lit samt ekki a mig sem innflytjanda heldur nordurlandabua, en tad er annad mal!). Okkur finnst nu svona frekar ognandi ad fara i efsta bekkinn, en vid komum bara til med ad sja hvernig tetta mun ganga hja okkur, ef ekki ta laekkum vid okkur bara nidur, en madur verdur bara ad vera bjartsynn, er tad ekki annars? Vid erum svo ad fara ad byrja nuna strax a manudaginn klukkan 8-10:50 en tetta er trisvar i viku, a manudögum, tridjudögum og fimmtudögum. En tad verdur spennandi ad byrja i skola a nytt to ad tetta se nu ekki 30 einingar, eg held ad bara fint ad byrja rolega!
|

miðvikudagur, janúar 21, 2004

Jaeja
Ta hofst leitin af göngubraut teirra Lidingö bua, leitin var nu ekki löng tar sem eg hafdi grun um hvar hun vaeri, eg var svona 5 min med straeto og 15 min gönguferd tannig ad tetta var ekkert vandamal. Svo nuna er tad bara ad skella ser a skidi tegar madur er ekki ad vinna. Eg veit nu ekki hvenaer tad verdur en vonandi verdur tad einhverntiman um helgina, annars getur verid ad madur liggi bara i leti tar sem tad er svo kalt nuna, 10 gradu frost. Tad er samt ekki eins og madur hafi verid ad lata frost stoppa sig i gegnum tidina, en eftir kynni min af frostinu i dag ta langar mig ekkert til ad fara a skidi og lata frostid bita af mer kynnarnar frekar otaegilegt tad!
|

þriðjudagur, janúar 20, 2004

Gleymni
Tad var eitthvad allveg agalega merkilegt og skemmtilegt sem eg aetladi ad skrifa, en svona er tad bara med mig, eg greymdi tvi! Eg held ad tad se best fyrir mig af skrifa tad strax nidur svo eg gleymi tvi ekki.
|
Eg skellti mer i bio i gaer...
...eg akvad ad sja myndina Noi albinoi sem eg hafdi ekki haft tima til ad sja heima, vegna anna. For eg i 5 bio og ekki var fjölmennid, enginn ad trodast til ad kaupa mida, eda trodast inn i salinn. I fyrstu helt eg ad eg yrdi bara ein tarna, en svo kom tarna ein kona og einn madur tannig ad vid vorum alls 3 i bio, en tad var allt i lagi tar sem salurinn hafdi bara 30 saeti svo tad voru um 20 saeti a mann ef mer tekst ad reikna rett :) Annars ad myndinni, tessi mynd er bara allveg hreint ut sagt frabaer, eg hafdi nu ekki mikid heyrt af myndinni en eg vissi ad hun hefdi verid tilnefnd til einhverja verdlauna og svo er hun lika opnunarmyndin a kvikmyndahatidinni i Gautaborg. En eg veit ekki allveg hvad eg a ad segja um myndina, hafdi hun bodskap? Eg veit allavega ad hun var ekki svona tipisk islandsmynd, tessi snerti allavega einhverjar taugar, allavega svona i lokin, en eg aetla nu ekkert ad segja fra tvi sem gerist ta til ad skemma ekki fyrir ykkur en eg maeli hiklaust med tessari mynd! Er einhver sem hefur sed hana? Hvad fannst ter ta?
|

föstudagur, janúar 16, 2004

Hej og ho!
Ta er madur kominn i sviarikid og byrjadur ad vinna eins og madur hafi ekki gert annad allt sitt lif. Allavega ta er vodalega mikid ad gera nuna, margir eru veikir en svo eru tad alltaf einhverjir sem eru veikir innan gaesalappa eins og madur kallar tad. Ferdin ut gekk bara nokkud vel tratt fyrir ad vid tyrftum ad millilenda i Oslo og bida tar i klukkutima, eins og a leidinni heim, tad er allveg merkilegt hvernig eg naeli mer i tessar millilendingar. Tad er kannsi besta ad segja ferdasögunna fra byrjun; byrjudum a ad aka til Reykjavikur tar sem mamma og Solveig aettludu ad fara ad gera god kaup a utsölum eftir ad hafa losad sig vid mig. For ad sofa kl 2 um nottina og vaknadi klukkan 4, halftima of snemma tar sem eg gisti heima hja Gullu fraenku a loftlausri vindsaeng sem var eitthvad göllud. For ut a flugvöll med mömmu og pabba og svo var farid i loftid upp ur half atta. Lent var um kl 1 a Arlanda flugvelli og var eg komin heim a Lidingö kl 3. Ta var nu ekki mikid gert, tekid upp ur töskunum og svo freistadi eg gaefunnar ad komast a bokasafnid, sem ad eg helt ad lokadi klukkan 5, nei nei ta höfdu teir breitt opnunartimanum og var tvi lokad kl 4, og eg var tarna korter i 5, helvitis! Tad var svo ekki mikid gert tann daginn, bara farid heim og farid ad sofa klukkan 7 um kvöldid til ad reyna ad vinna upp svefnlitlu nottina nottina adur! Maett var svo i vinnu klukkan 7 morguninn eftir og vann eg ta allann daginn til klukkan 9 um kvöldid og vann eg tima a 3 fyrstu dögunum, madur verdur nu ad taka vinnuna med trompi tar sem madur var i frii i einn manud :) I dag var eg svo ad vinna fra 8 til 1 og geri tad sama a morgun! I kvöld var eg svo ad hugsa um ad skella mer a salsabar med Hönnu og einhverjum vinkonum hennar, en vid sjaum samt til hversu hress eg verd i kvöld hvort hefur vinninginn, ut a lifid eda sofa!
|

sunnudagur, janúar 04, 2004

Bíóhlé!
Ég hef gaman að því að fara í bíó og sjá góðar myndir og geri ég talsvert af því. Það er þægilegt að koma sér fyrir í salnum (þó að sætin séu ekki þægileg)og bíða þess að myndin byrtist á tjaldinu. Svo byrtist myndin og líður hún skemmtilega áframn, en allt í einu......ekkert á tjaldinu? Ójá helvítis hléið sem íslendingar vilja endilega hafa í bíó til þess að geta keypt sér meira nammi eða farið á klósettið, þetta væri svo sem viðunandi ef hléið væri ekki án undantekninga í miðjum atriðum. Áður en ég fór að fara í bíó sem var án hlés þá var ég líka með því að hafa hlé í bíó, en núna þykir mér þetta vera hin mesta truflun, allavega finnst mér að hin venjulega meðalmanneskja geti farið á kósettið rétt fyrir sýningu og keypt sér það miklar byrgðir af nammi til þess að það endist út alla myndina!

En þetta er ekki það eina sem pirrar mig við að fara í bíó hérna heima. Fyrir óákveðna manneskjur eins og mig er nauðsynlegt að hafa númeruð sæti í bíó. Þetta myndi til dæmis létta á þeim sem er að rífa af miðunum því að allir vilja nú fá bestu sætin og ryðjast því inn eins og kýr sem verið er að sleppa út í fyrsta skipti að vori! Einnig myndi þetta minnka svekkelsi hjá þeim sem lenda á fyrsta bekk, þeir myndu þá allavega vita það fyrirfram :)
|
Hamborgarar
Næstum allir eru búnir að fá leið á steikum og hangikjöti og tók ég helst eftir því í dag þegar ég fór að versla. Málið var það að ég átti að kaupa hamborgara í matinn, byrjaði ég á því að fara í Bónus, sem að þessu sinni bauð ekki betur því enga hamborgara var þar að fá. Hagkaup varð þá fyrir valinu, en hvað var þar að finna, allavega ekki hamborgara, hvað þó hamborgarabrauð. Allt í lagi hugsaði ég, ég gef einni verslun í viðbót tækifæri, annars fer ég heim enginn kvöldmatur verður í kvöld! Fór ég þá í Byggðaveg en mér til mikillar lukku fengust þar hamborgarabrauð þannig að ég fór sæl heim (lítið þarf til að gleðja heimskan :)). Eftir þessa verslunarferð mína dreg ég þá ályktun að allir íbúar bæjarins hafi haft hamborgara á borðum í kvöld, allavega meirihlutinn.
|
Tásla vs. Támína
Málið er nefninlega það að mér var gefin tá í gærkveldi og verð ég því að velja nafn til þess að skíra hana. Táin tilheyrir Sólveigu systur minni en hún er á hægrifæti og er best að lýsa staðsetningu hennar með því að segja vísitá, svona eins og maður segir um fingurnar. Ég er búin að vera að pæla í nafni allveg strax frá því að mér var gefin táin en ekki er komið neitt fast nafn. Mér datt þó í hug bækur sem ég las þegar ég var lítil en þær fjölluðu um Sollu bollu og Támínu og í stuttu máli fjallaði bókin um það að mig minnir að Solla eingnaðist vinkonu sem var einmitt stóra táin hennar. En þar sem systir mín heitir einmitt Sólveig eins og sögupersónan í fyrrnefndri bók þá held ég að það sé ekki meira við hæfi en að skella bara nafninu Támína á nýju tásluna mína :)
|

laugardagur, janúar 03, 2004

Nýjársbarn!
Nýjársbarnið er fætt, það eru reyndar tveir dagar síðan og undir venjulegum kringumstæðum væri ég ekkert að minnast á það. En þar sem barnið er í ættinni þá finnst mér ekkert annað en sjálfsagt að minnast á það hér þó seint væri. En það er þannig að bróðir ömmu minnar er afi barnsins! Ég vil því óska öllum til hamingju með barnið og segja, þið stóðuð ykkur eins og hetjur við að svara spurningum fjölmiðlamanna og að pósa fyrir framan myndavélarnar :)
|
Áramót
Gleðilegt ár allir saman og ég þakka fyrir það gamla! Ég vona að allir hafi lifað áramótin af, engin fengið flugeldaprik í hausinn eða séu ennþá með samviskubit yfir áramótaheitunum sem þeir strengdu, jafnvel kannski fyrir nokkrum árum. Allavega hef ég aldrei tekið þátt í þeirru “hefð” að strengja áramótaheit og ég er ekkert að pæla í að byrja á því, allavega ekki núna. Áramótin voru mjög friðsæl hjá mér ef það má orða það þannig en allan gamlársdag var ég að berjast við slappleika, hósta og var að drepast úr kulda en mamma hélt náttúrulega að þetta væri eitthvað herbragð til þess að liggja fyrir framan sjónvarpið! Amma borðaði með okkur en fór svo heim þegar mamma, pabbi og Sólveig fóru á brennuna. Áramótaskaupið var að mínu mati mjög slappt, maður gat hlegið lítið sem ekkert! Síðan var bara að klæða sig í öll hlýjustu fötin til að fara út og fagna nýju ári, en ekki var farið langt, aðeins rétt út fyrir húsið þar sem veðrið var ekki upp á sitt besta og ekki heilsan heldur :( Hérna var hellings snjókoma og var stundum frekar erfitt að sjá flugeldana, vonum bara að næstu áramót verði betri. Samt má þess geta að flugeldasýning pabba hafi verið með besta móti í ár!
|

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri, Iceland

Sænsk tónlist vikunnar
20-26 september - Nic & the family
27-3 september - Raymond & Maria
4-10 október - Gyllene tider
11-17 október - Roxette
18-24 október - Alcazar
25-31 október - E-Type
1-7 nóvember - Da Buzz
8-14 nóvember - Dr Alban
15-21 nóvember - The Cardigans
22-28 nóvember - Günther and the Sunshine Girls
29-5 desember - A*Teens
6-12 desember - Marit Bergman
13-19 desember - Lena Philipsson
20-26 desember - Carola
27- desember - ABBA

Powered by Blogger