mánudagur, október 31, 2005

Sultujamm og plöntur
Helgin er liðin hjá og bara nokkrir dagar í næstu helgi, eða segjum nú bara svona til þess að vera jákvæð. Nú er nóvember að ganga í garð með öllum sínum verkefnum og því er allur tími vel nýttur núna í allt sem tengist lærdómi. Núna um helgina fór ég til dæmis í það að líma saman plöntusafnið mitt, flokka og greina, ég er þó búin að greina nóg af plöntum en mann langar til þess að vera með þær allar greindar til þess að eiga, leiðinlegt að henda plöntum sem maður hefur haft fyrir því að safna, þurrka og svo líma. Ég á sjálf um 40 plöntur, hef svo fengið nokkrar í viðbót hjá öðrum, altso tegundir sem ég átti ekki þannig að núna á ég hátt í 50 plöntur. Tekið skal fram að í plöntusafninu sem ég þarf að skila til kennarans eiga að vera 15 jurtir þannig að ég er komin aðeins yfir þann fjölda en þá get ég líka valið fallegustu plönturnar til að setja í það. En helgin fór ekki bara í plöntur og plöntugreiningu. Ég fór líka og hitti sulturnar mínar á föstudagskvöldið, var þar borðað, drukkið, dansað og horft á skemmtiatriði. Stína og Sigga voru með ótrúlega flott myndband og ég og Guðbjörg vorum svo með látbragðsleik :) Alltaf ótrúlega gaman að hitta stelpurnar þó að þær séu mis hressar!
|

föstudagur, október 28, 2005

Veður vott
Nú er úti veður vott
veður allt að klessu

Þetta eru orð sem mér finnast lýsa deginum ágætlega!
|
Fullkomið brúðkaup
Ég fór í leikhús í gær ásamt þeim Sólveigu og Siggu Gunnu á leikritið fullkomið brúðkaup. Það er ekki annað um sýninguna að segja en að hún sé pjúra snilld. Mikið hlegið mikið gaman, hvað get ég meira sagt?
|

miðvikudagur, október 26, 2005

Niðursoðin
Í gær var ég þokkalega niðursoðin. Ég fór sem sagt í tíma hjá einhverjum kennara sem kom að sunnan til þess að kenna okkur allt um stafsetningu, til þess að þetta yrði sem ódýrast þá kenndi hann okkur 4 tíma í röð í stað þess að vera með 2 tíma á sitt hvorum deginum. Ég skil vel þetta sparnaðarsjónarmið skólans en það að tala um stafsetningu í 4x45 mín plús 10 mínútna frímínútur einusinni er kannski einum of mikið!

Ég verð að segja að ég vissi í byrjun satt best að segja hvar ég hafði kennarann né hvað hann var að tala um, kannski stafar það að hluta til af því að ég var ekki búin að lesa heima greinarnar af leslistanum sem tilheyrðu þessum tíma. Maðurinn talaði um það í byrjun og í raun í 3 tíma að stafsentingaræfingar væru óþarfar og það þyrfti í raun bara 3 reglur til að byggja á. Framburðarreglu, þar sem maður skrifar ein og orðið er borið fram, hefðarreglu þar sem orðin eru skrifuð eins og þau hafa alltaf verið skrifuð og svo orðhlutareglu sem ég ætla ekki að fara að skýra út.

Auðvitað var hann með þetta svona extreme til þess að vekja okkur til umhugsunar og maðurinn sem mér líkaði ekkert svo sérstaklega vel við í byrjun var komin hærra í metorðastiganum hjá mér. Hann sagði það í síðasta tímanum að hann kenndi alveg reglur, ég sem hélt að hann væri eitthvað á móti n og nn reglunni. Þessar reglur eru þrátt fyrir allt nauðsynlegar. Hann var heldur ekkert á móti stafsetningaræfingum eins og ég hélt, hann vildi bara hafa þær styttri og án asnalegra orða sem börnin skilja ekki. Hann vildi líka að þær væru staðfesting á því sem nemendur kunna, ekki því sem þeir kunna ekki!
|

þriðjudagur, október 25, 2005

NEW LOOK
Þetta er nafn á búð sem ég fór mikið í þegar ég var í bretlandi þegar ég var um 18 ára gömul, eða það minnir mig allavega. En það er ekki það sem skiptir máli hérna heldur það að ég er komin með nýtt lúkk á síðuna og þess vegna er ekki þetta prirrandi bil á síðunni eins og hún var! Sólveig systir gerði þetta fyrir mig, hver annar? Ekki hefði ég haft þolinmæði né kunnáttu í þetta, ég hefði sennilega endað með ekkert blogg hefði ég gert þetta sjálf. Sólveig á því miklar þakkir skildar fyrir vinnu sína í síðunni!

Takk Sólveig!
|

laugardagur, október 22, 2005

Skrift
Hverjum fannst gaman að skrifa heima þegar hann var í grunnskóla að læra að skrifa? Ja allavega ekki mér get ég sagt! En núna er ég að upplifa hryllinginn aftur, ég er nefninlega í skriftarkennslu í skólanum og þarf núna að skrifa heima mörg mörg blöð með bæði orðum og svo bara einhverjum æfingarstrikum :( Það er sko ekki tekið út með sældinni að ætla að verða kennari!
|
Eurovision
Eurovision í 50 ár er sýnd í kvöld, ætla ég að horfa á þetta með nördasystur minni. Hún hefur lengi haft gríðarlegan áhuga á eurovision og því verður stemming að horfa á þetta með henni ;) Hlakka til!
|

föstudagur, október 14, 2005

Skyndihjálp
Á þriðjudags og fimmtudagskvöld í þessari viku fór ég á skyndihjálparnámskeið uppi í rauðakrosshúsi. Okkur kennaranemum var boðið á þetta námskeið af skólafélaginu og fannst mér skrítið hvað fáir nýttu sér þetta frábæra framtak. Ég get allavega sagt fyrir mína parta að ég lærði alveg helling af þessu, allt frá því að stoppa blóðnasir til þess að hjartahnoða og bjarga mannslífum. Það er ótrúlegt hvað maður getur lært á svona stuttu námskeiði!
|

miðvikudagur, október 12, 2005

Október
Það er víst komin október, hann er meira að segja næstum hálfnaður, meira hvað tíminn líður hratt, finnst eins og ég hafi byrjað í skólanum í síðustu viku. Hérna hjá mér er það bara verkefnavinna eins og venjulega! Meldaði mig reyndar í kjúkling og spilamennsku hjá Siggu um daginn og svo gerði ég reysu til Reykjavíkur með fjölskyldunni til þess að sjá nýjasta ættingjan skírðan, hann hlaut nafnið Stefán Geir. En ég gerði meira en að fara í skírn og borða kökur, ég borðaði líka mexicanskar pönnukökur hjá Örnu frænku. Ætlaði nú samt ekki bara að spjalla um mat, fór í IKEA náði að versla aðeins þar að gömlum vana og svo fór ég í H&M og verslaði þar líka aðeins að gömlum vana, merkilegir þessir vanar! Verslaði eitthvað meira, hvað merkilegast er að segja frá er nýji síminn, núna þarf ég sem sagt ekki að þvælast um með hleðslutæki fyrir snúrusímann minn lengur :)
|

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri, Iceland

Sænsk tónlist vikunnar
20-26 september - Nic & the family
27-3 september - Raymond & Maria
4-10 október - Gyllene tider
11-17 október - Roxette
18-24 október - Alcazar
25-31 október - E-Type
1-7 nóvember - Da Buzz
8-14 nóvember - Dr Alban
15-21 nóvember - The Cardigans
22-28 nóvember - Günther and the Sunshine Girls
29-5 desember - A*Teens
6-12 desember - Marit Bergman
13-19 desember - Lena Philipsson
20-26 desember - Carola
27- desember - ABBA

Powered by Blogger