Eistland
Ég átti einmitt eftir að segja ykkur ferðasöguna frá Eistlandi, hún er kannski ekki löng þar sem ferðin var nú ekki svo löng, en mestur tíminn fór í það að fara þangað með helv. bátnum. Ferð þessi var farin 9. desember og komið var heim þann 11. desember. Dagurinn byrjaði á því að ég vann til klukkan 1. svo var það bara að taka sig til fyrir ferðina. Klukkan 5 kom svo ein sem vinnur með okkur og keyrði okkur í bátin, en ég gleymdi víst að segja að ég fór í þessa ferð með eistneskri vinkonu minni. Báturinn lagði svo frá landi klukkan 6. Þá hófst margra tíma bátsferð, en við vorum komnar til Eistlands klukkan 10 næsta morgun. Bátsferðin byrjaði mjög rólega og fórum við og horfðum á eitthvað stórskemmtilegt show um borð í bátnum, fljótlega eftir það var haldið niður að sofa. Þegar ég hafði sofið í um 1 tíma vakti vinkona mín mig upp með stressi og látum því henni fannst báturinn hljóma eitthvað skringilega og þar með hélt hún að báturinn væri að sökkva með öllu tilheyrandi. En við sannfærðum hvor aðra um að þetta væri allt í lagi þar sem þeir voru ekki búnir að gefa út neitt neiðarmerki. Þegar maður vaknar svo upp við svona stress þá er maður ekkert til í að fara að sofa aftur og því var ekki mikið sofið það sem eftir var nætur. Þegar komum svo til Eistlands illa sofnar og hressar tók bróðir hennar á móti okkur ásamt fjölskyldu sinni. Þó að ég hafi aðeins verið um 8 tíma í Eistlandi (mínus vegabréfaskoðunin!) náði ég að skoða aðeins, ég var þó aðallega í gamla bænum og var það mjög fallegt þar, þó ekki eins fallegt og í Gamla stan í Stockholm :) Svo var farið í nokkrar verslanir og var vöruverðið frekar lágt, en gallinn var sá að fötin þarna voru ekkert sérstaklega aðlaðandi þannig að ég ákvað að halda mig bara við það að kaupa mynjagripi. En svo var klukkan bara að verða 5 og þá var það bara að fara að koma sér í bátin aftur en hann lagði frá bryggju klukkan 6. Bátsferðin til baka var hreint helvíti, báturinn ruggaði allann tímann, klefinn okkar var neðst niðri í skipinu og þar að auki lengst fram þannig að þar var mesti hristingurinn. Því ákvað ég það að best væri fyrir mig að eyða nóttinni í sjónvarpsherberginu sem var aftast í bátnum og þar af leiðandi minni hristingur. Það var ekki mikið sofið, en þó svona dormað í og við. Þegar heim var svo komið var það gáfulegasta í stöðunni að fara að sofa til þess að reyna að vinna upp eitthvað að töpuðum svefni :) Þetta var hin ágætasta ferð og nú getur maður sagt að maður hafi komið til Eistlands, er það ekki til þess leikurinn gerður?
Ég átti einmitt eftir að segja ykkur ferðasöguna frá Eistlandi, hún er kannski ekki löng þar sem ferðin var nú ekki svo löng, en mestur tíminn fór í það að fara þangað með helv. bátnum. Ferð þessi var farin 9. desember og komið var heim þann 11. desember. Dagurinn byrjaði á því að ég vann til klukkan 1. svo var það bara að taka sig til fyrir ferðina. Klukkan 5 kom svo ein sem vinnur með okkur og keyrði okkur í bátin, en ég gleymdi víst að segja að ég fór í þessa ferð með eistneskri vinkonu minni. Báturinn lagði svo frá landi klukkan 6. Þá hófst margra tíma bátsferð, en við vorum komnar til Eistlands klukkan 10 næsta morgun. Bátsferðin byrjaði mjög rólega og fórum við og horfðum á eitthvað stórskemmtilegt show um borð í bátnum, fljótlega eftir það var haldið niður að sofa. Þegar ég hafði sofið í um 1 tíma vakti vinkona mín mig upp með stressi og látum því henni fannst báturinn hljóma eitthvað skringilega og þar með hélt hún að báturinn væri að sökkva með öllu tilheyrandi. En við sannfærðum hvor aðra um að þetta væri allt í lagi þar sem þeir voru ekki búnir að gefa út neitt neiðarmerki. Þegar maður vaknar svo upp við svona stress þá er maður ekkert til í að fara að sofa aftur og því var ekki mikið sofið það sem eftir var nætur. Þegar komum svo til Eistlands illa sofnar og hressar tók bróðir hennar á móti okkur ásamt fjölskyldu sinni. Þó að ég hafi aðeins verið um 8 tíma í Eistlandi (mínus vegabréfaskoðunin!) náði ég að skoða aðeins, ég var þó aðallega í gamla bænum og var það mjög fallegt þar, þó ekki eins fallegt og í Gamla stan í Stockholm :) Svo var farið í nokkrar verslanir og var vöruverðið frekar lágt, en gallinn var sá að fötin þarna voru ekkert sérstaklega aðlaðandi þannig að ég ákvað að halda mig bara við það að kaupa mynjagripi. En svo var klukkan bara að verða 5 og þá var það bara að fara að koma sér í bátin aftur en hann lagði frá bryggju klukkan 6. Bátsferðin til baka var hreint helvíti, báturinn ruggaði allann tímann, klefinn okkar var neðst niðri í skipinu og þar að auki lengst fram þannig að þar var mesti hristingurinn. Því ákvað ég það að best væri fyrir mig að eyða nóttinni í sjónvarpsherberginu sem var aftast í bátnum og þar af leiðandi minni hristingur. Það var ekki mikið sofið, en þó svona dormað í og við. Þegar heim var svo komið var það gáfulegasta í stöðunni að fara að sofa til þess að reyna að vinna upp eitthvað að töpuðum svefni :) Þetta var hin ágætasta ferð og nú getur maður sagt að maður hafi komið til Eistlands, er það ekki til þess leikurinn gerður?