mánudagur, júlí 31, 2006

Næsta ferðalag...
...er á föstudag. Þá verður farið út í Grímsey, lagt verður af stað frá umferðamiðstöðinni á Akureyri klukkan 7:30 ég endurtek 7:30!!! verðið er um 4800 kall. Komið heim um 21 um kvöldið sirka. Bara að hafa með sér nesti, nýja skó og kæðnað eftir veðri! Tekið er við skráningum hérna á síðunni, sú sem er búin að skrá sig þarf ekki að gera það neitt sérstaklega nema hún vilji :) en allir eru velkomnir!!!!
|
Ferðalagið á Hérað
Hérna kemur smá lýsing á ferðalaginu í punktaformi

Föstudagur
*lagt af stað
*stoppuðum á nokkrum góðum stöðum á leiðinni, meðal annars við báðar jökulsárbrýrnar
*fórum á tourist info á Egilsstöðum, mjög lélegt info að fá þar
*vorum lengi að velja tjaldsvæði, enduðum í Atlavík og tjölduðum þar
*gengum upp að Ljósárfossi sem er í Hallormstaðaskógi
*fengum okkur kakó og fórum að sofa

Laugardagur
*vöknuðum, skrapp í aðeins göngu um skóginn
*borðuðum morgunmat og smurðum nesti fyrir daginn
*ókum að Skriðuklaustri, skoðuðum hús Gunnars Gunnarssonar rithöfundar þar og einnig uppgröft á Klaustri sem þar er í gangi
*skoðuðum upplýsingamiðstöð um Kárahnjúkavirkjun í Végarði
*sáum stöðvarhús virkjunarinnar
*gengum upp að Hengifossi, gangan tók innan við klukkutíma
*fórum í sund á Egilsstöðum, hittum bróðurinn
*grilluðum
*hittum pirrandi barn sem talaði endalaust
*fórum á brennu á ströndinni

Sunnudagur
*vöknuðum í rigningu
*pökkuðum niður
*ókum upp að Kárahnjúkum í mikilli þoku
*snérum samt ekki við og fórum því alla leið
*sáum þetta gríðarlega mannvirki sem virkjunin er
*sáum hreindýr á leiðinni til baka
*tókum bensín í orkunni á Egilsstöðum
*fórum í Sænautasel á fjöllum
*keyrðum gegnum möðrudal á fjöllum
*komum hressar heim um 21

Þakka Guðbjörgu fyrir æðislega ferð, það eina sem skyggði á ferðina var það að við vorum aðeins of stutt á Kárahnjúkum, hefðum við verði hálftíma lengur hefðum við séð mótmælin!!! En svona er það, alltaf er maður að missa af einhverju í lífinu :(
|

þriðjudagur, júlí 25, 2006

Þá er það ákveðið...
... ég ætla að fara í Hallormsstaðaskóg um næstu helgi, gista í Atlavík og skoða mig um á Kárahnjúkum enda er ekki seinna vænna. Enginn hefur enn meldað sig með mér í ferðinna og berist engar umsóknir sem ferðafélagi þá fer ég bara ein. Ég læt ekki ferðafélgagaleysi stöðva mig í þetta skipti frekar en önnur! Það er líka kannski bara best að vera einn því þá er enginn til þess að hita upp tjaldið með manni og þá getur maður frosið í hel einn :)
|
Vaðlaheiði
Ég ákvað þar sem ég stundum erfitt með að vera á sama staðnum að skella mér í bíltúr gamla veginn yfir Vaðlaheiðina. Þetta var hin besta ferð, þó að það hafi verið þoka í Eyjafirðinum þá var ekki þoka í heiðinni, allavega ekki meðan að ég var þar. Þegar ég var á leiðinni upp þá var ótúlega fallegt að horfa á þokuna skríða inn fjörðinn og horfa svo bara ofan á hana og á fjöllin hinu megin við fjörðinn. Stoppaði ég smá stund uppi á fjallinu og fann þar nokkrar nýjar plöntur í safnið, sko mig :) Vegurinn á leiðinni niður hinu megin, altso í Fnjóskárdalnum var eins og þvottabretti og auk þess hlikkjaðist hann um hlíðar heiðarinnar. Ég tókl svo smá rúnt um Vaglaskóg áður en að ég hélt heim á leið.
|

fimmtudagur, júlí 20, 2006

Útilega!!!
Hvern langar í útilegu um næstu helgi, helgina 28-30 júlí. Mig langar bara svo til þess að kveljast í tjaldi eina eða tvær nætur. Láta mér verða kalt þrátt fyrir tonn að hlýjum klæðnaði og sofa illa. Hvað er betra??? Langar helst að fara í Hallormstaðaskóg, er einhver memm???

Af mér er það annars að frétta að ég er komin með vinnu í vetur, verð að vinna aðra hvora helgi á Elló það er 20% vinna. Það verður gott að fá smá vasapening þar sem maður er ekkert á námslánum þetta árið frekar en fyrri ár!!! Gott líka að eiga smá pening ef maður skildi nú skella sér í smá útskriftaferð með sultunum :)
|

sunnudagur, júlí 16, 2006

Bojkott
Hvernig væri ef allir myndu sniðganga vörur Kjarnafæðis út af auglýsingunum? Hver er memm???
|

föstudagur, júlí 14, 2006

Ég hata...
...ákveðið fyrirtæki hérna í bæ og er það engin launung hvaða fyrirtæki það er né hvers vegna. Fyrirtækið er Kjarnafæði, það er ekki vegna varanna sem það framleiðir heldur vegna þess hve ömulegar auglýsingar fyrirtækið sendir frá sér. Ég held í alvörunni að þeir Kjarnafæðismenn ættu að fara að finna sér einhvern nýjan til þess að sjá um kynningamál hjá sér. Það nýjasta frá þeim er ógeðisslagorðið "veldu gæði, veldu kjarnafæði" sungið með ógeðslega væminni röddu. Mig langar hreinlega til þess að æla þegar ég heyri þetta stef!
|

fimmtudagur, júlí 13, 2006

Ég skrapp suður...
...síðasta föstudag eftir vinnu og hitti þar fyrir Sólveigu systur. Tilgangur ferðarinnar var að fara á söngleikinn Footloose en auðvitað var margt annað brallað. Á laugardeginum var búðaráp í Kringlu og á Laugarvegi og að sjálfsögðu náði maður að versla sér eitthvað. Fórum einnig í kolaportið, enn sú plága. Maður býður eftir að komast þaðan út um leið og maður kemur þangað inn, það er svo mikið drasl og svo mikið fólk til þess að skoða draslið. Skruppum aðeins í nauthólsvíkina, bara til að sjá, það var aðeins of kalt að okkar mati til þess að sóla sig þó að einhverjir létu sig hafa það.

Um kvöldið skelltum við okkur svo á Footloose sem var að mínu mati alveg frábært show! Var búin að heyra neikvæða dóma um verkið og get ég ekki sagt að ég sé sammála þeim. Mæli alveg hiklaust með þessu!!! Eftir sýninguna rúntuðum við aðeins um bæinn og skoðuðum hverfi í reykjavík sem við höfum aldrei komið til þó að þau séu gamalgróin. Fórum út á Seltjarnanes og út í Gróttu.

Sunnudagurinn var safnadagur hjá okkur. Fórum við bæði á Árbæjarsafnið og Þjóðminjasafnið. Þessar safnaferðir voru mjög skemmtilegar. Hef aldrei farið áður á Árbæjarsafnið en hitt safnið hafði ég komið á fyrir breytingar. Á Þjóðminjasafninu hitti ég fyrir Eirík bekkjabróður minn úr menntaskóla en hann var þá farinn að vinna þar sem þjóðfræðingur. Það er eitthvað svo fyndið að allir séu að verða eitthvað!!! Dagurinn var eitthvað svo þjóðlegur hjá okkur því Gulla frænka bauð okkur í hangikjöt um kvöldið. Þegar við vorum svo búnar að borða fórum við niður í bæ því þar beið óvæntur glaðningur Sólveigar, hún vissi ekkert hvað hún var að fara að gera og var hún búin að bíða í óvissu allan daginn. Hún varð þó ekki vonsvikin því ég bauð henni á tónleika með Ragnheiði Gröndal í Fríkirkjunni þar sem hún söng valin þjóðlög af sinni einskæru snilld og stóð hún sig frábærlega.

Eftir þetta röltum við einn hring í kringum tjörnina og tókum svo rúntinn út á Álftanes til þess að heilsa upp á forsetann :) Hann var samt ábyggilega sofnaður þar sem komið var fram yfir miðnætti. Tókum við þá smá rúnt um Hafnafjörðinn og svo heim að sofa.

Mánudagurinn, afmælisdagur Sólveigar. Þarna tókum við daginn snemma þar sem við vorum búnar að bjóða okkur í morgunkaffi til Karenar og Stefáns Geirs. Boðið var upp á þetta líka fína morgunverðarhlaðborð og svo var einnig búið að baka köku og skreyta hana með tölunni 18 sem var aldur afmælisbarnsins. Eftir kaffið sigum við síðan hægt og bítandi út úr bænum. Við ákváðum að taka því rólega á leiðinni norður. Komum við á Akranesi og rúntuðum svo um Borganes og Blönduós.

Var þessi ferð öll hin frábærasta, ég er ábyggilega að gleyma einhverju en það skiptir ekki öllu!
|

þriðjudagur, júlí 11, 2006

Laxárvirkjun-Vindbelgur-Jarðböðin
Ég skellti mér í dagsferð eftir næturvaktartörnina mína um daginn og var það mjög hressandi. Ég byrjaði að keyra eins og leið lá í Laxárvirkjun, gekk þar aðeins um gilið og hvílík náttúrufegurð. Fann einnig 7 nýjar plöntur í safnið mitt og eru þær þá orðnar yfir 60 talsins. Ég fór svo inn í eitt stöðvarhúsið og fékk þar leiðsögn um þar sem það er listsýning í gangi þarna hjá þeim, það var virkilega skemmtilegt, það var einnig gaman að ganga þarna um og rifja upp það sem maður hafði séð áður þarna meðal annars í skólaferðalögum. Þarna hitti ég svo Andreu frænku mína sem var þarna á ferðalagi með pabba sínum.

Þegar ég var búin þarna ók ég upp kísilveginn og upp í Mývatnssveit. Var ég búin að ákveða að ganga á fjallið Vindbelg og gerði ég það. Gangan var mjög strembin til þess að byrja með en með minni þrjósku komst ég þetta, fékk ekki einu sinni strengi þó að ég sé ekki búin að hreyfa mig nett af viti lengi! Ætli maður verði ekki bara svona ferskur að vinna á Óldís (Hjúkrunarheimilinu Hlíð)? En þetta gat ég og var ég mjög stolt af mér eftir á :)

Rétt eftir að ég kom niður af fjallinu fór að helli rigna. Var að hugsa um að ganga meira í Mývatnssveitinni þennan daginn en ákvað að leggja þau plön á hilluna sökum rigningar. Ók ég þá aðeins um Kröflusvæðið í sárabætur og skellti mér svo í Jarðböðin sem var mjög fínt, kannski aðeins of heitt fyrir minn smekk enda er ég svo mikill krakki þegar kemur að hita.

Það var rigningarlaust þegar ég var í lóninu en þegar ég fór uppúr fór að helli rigna aftur. Þannig að þegar ég keyrði í gegnum Mývatnssveitina var þessi líka geðveiki regnbogi sem var 180°, hann náði sem sagt jörðu báðu megin.

Á leiðinni heim keyrði ég svo Dalsminnið, kom við á Grenivík og Svalbarðseyri, það var reyndar ekkert að gerast þar enda ekki við öðru að búast þar sem komið var fram yfir miðnætti!
|

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri, Iceland

Sænsk tónlist vikunnar
20-26 september - Nic & the family
27-3 september - Raymond & Maria
4-10 október - Gyllene tider
11-17 október - Roxette
18-24 október - Alcazar
25-31 október - E-Type
1-7 nóvember - Da Buzz
8-14 nóvember - Dr Alban
15-21 nóvember - The Cardigans
22-28 nóvember - Günther and the Sunshine Girls
29-5 desember - A*Teens
6-12 desember - Marit Bergman
13-19 desember - Lena Philipsson
20-26 desember - Carola
27- desember - ABBA

Powered by Blogger