föstudagur, maí 30, 2003

Og allir fara í sveitaferð...
...í dag fór ég loksins í sveitina til þess að kíkja á lömbin og var ég svo heppin að ég náði í bláendann á sauðburðinu. Það var tæpt að ég næði sauðburðinum en síðustu lömbin fæddust í dag, og það fyrra rétt áður en ég gekk inn í fjárhúsin. Þau eru nú alltaf sæt lömbin, en mér fannst furðanlega margar ,,mömmur” vera skapvondar þennan sauðburinn. Svo fór ég auðvitað í fjósið til þess að kíkja á bolann sem hnoðaði pabba, hann var ennþá jafn æstur, hefur greinilega ekki náð sér niður eftir átökin síðast liðinn þriðjudag :)
|
Íslensku...
...einkunnin mín kom í dag og fékk ég 9. Ég er voðalega stolt af þessu. Ég fékk einnig að vita hvað ég fékk fyrir spilið mitt (sem var jafnframt lokaverkefnið mitt í íslensku) sem ég var alla síðustu viku að föndra og fékk ég 9,5 sem er alveg ásættanlegt fyrir alla vinnuna sem var lögð í það.
|
Gaman-harmsagan nautaatið
Það vildi þannig til á þriðjudaginn í þessari viku að pabbi minn var staddur í sveitinni, kannski ekki í frásögu færandi nema það að hann hitti naut. Eða nautið hitti hann! Allavega, þá var hann staddur í stíunni þar sem nautin eru, allt í einu fór eitt nautið að ýta við honum og hann skó bara aðeins í það til þess að það færi frá. Svo snéri pabbi sér aðeins við og veit hann ekki fyrr en hann er kominn upp í loft og lentur á síugólfinu og nautið farið að hnoða hann. Láki frændi reyndi nú hvað hann gat til að reka nautið í burtu og gekk það á endanum. Þegar pabbi náði svo að standa á fætur stökk hann yfir gerðið sem er í kringum nautin en það væri ekki í frásögu færandi nema það að gerðið er í brjósthæð. Láki frændi skilur engan vegin hvernig pabbi náði að henda sér þarna yfir og er að hugsa um að fá hann til að leika stökkið aftur, en hann hlýtur að hafa stokkið þarna yfir á adrenalíninu. Eftirmálinn af nautaatinu er svo brotið rifbein og tugir ljótra marbletta.
|

miðvikudagur, maí 28, 2003

Á lífi...
Vildi bara láta vita að ég er á lífi. Ég er búin að fara í ensku og sðgupróf og núna er ég hálfnuð. Á föstudag er það svo stjórnmálafræði!
|

sunnudagur, maí 25, 2003

Próf...
...ég á að vera að læra fyrir enskupróf núna svo ég ætti betur að snúa mér að því heldur en að vera að hanga í tölvunni!
|
Eurovision
Í gær var stórhátíðin eurovision eins og flestir ef ekki allir vita, enginn viðurkennir að horfa á keppnina en sannleikurinn er sá að allir horfa á hana. Ég var bara nokkuð sátt við frammstöðu Íslenska lagsins, eins og ég sagði þá myndi hún verða í 8-10. sæti og eins og alþjóð veit þá lenti hún í 9. sæti. Vinningslagið já, það var nú það skársta af lögunum sem var í toppbaráttunni, en mér fannst nú mörg lög betri. Til dæmis hinar Norðurlandaþjóðirnar og Austurríkismaðurinn sem var með mömmu sína og pappaspjöld í bakröddum. En þau voru öll ofarlega svo ég er allveg sátt. En ég á eftir að ræða meira um þessa keppni seinna :)
|

laugardagur, maí 24, 2003

Dimmiso!
Í gær var dimmiso, dagurinn byrjaði á því að bekkurinn hittist og lauk við að gera kortin handa kennurunum. Um 10 var svo hringt á sal þar sem Tryggvi hélt smá ræðu og svo vorum við í 4. bekk send upp á gamla sal þar sem við héldum okkar síðasta söngsal. Svo vorum við leidd út hvert af öðru, borin í kóngastól, látin fara í þrautabraut og svo var sprautað yfir okkur vatni. 1 bekkurinn okkar gaf okkur svo voðalega sætar kórónum of á minni stendur gleym-mér-ei :) Við fengum grillkjöt og svo drifum við okkur í búningana okkar, minn bekkur var rokkarar. Leðurjakkar og rifnar gallaburxur og svo framvegis. Við ókum svo um bæinn á vögnunum okkar kvöddum kennarana og höfðum gaman af lífinu. Þegar við vorum búin að kveðja kennarana var haldið heim til Tryggva skólameistara í grill þar sem hann grillaði sjálfur ofnaí okkur pylsur. Fórum við svo heim að því loknu, fórum úr búningunum og þryfum okkur því um kvöldið fórum við klukkan 8 í kaffisamsæti með kennurunum sem stjórnin hélt okkur í golfskálanum. Það var hin ágætasta skemmtun, þar voru kökur og kaffi og svo voru þar haldnar án efa mjög fyndnar ræður, stendur þar uppúr ræðan sem Aui hélt um okkur 4. bekkinga, Krítarferðina og skólalífið. Ræðan hans Auja var það fyndin að maður átti erfitt að halda aftur tárunum af hlátri. Eftir kaffisamsætið fórum við nokkur úr bekknum á kaffihús til þess að ná okkur niður eftir allan hláturinn.
|

fimmtudagur, maí 22, 2003

Eurovision eftir 2 daga...
... og það verður svakalega skemmtilegt, ég er nefnilega svona nett eurovision fan, en þó ekkert á við systur mína þar sem hún heimsækir tugi eurovision heimasíðna dag hvern og dælir svo í mann þeim upplýsingum sem hún aflar.

En hvernig haldið þið að henni Birgittu okkar muni ganga, ég spái henni 8-10 sæti! En endilega kommetnið hér að neðan og segið ykkar skoðun á laginu!
|
Föndri formlega lokið...
...öllu föndri er formlega lokið þar sem ég skilaði verkefninu mínu í íslensku í um kl 11 í dag, hvílíkur léttir það! Nún er það bara dimmiteringin á morgun sem bíður.
|

þriðjudagur, maí 20, 2003

Föndur...
Ég er búin og mun áfram verða, föndrari dauðans. Ég var að föndra um helgina og ég fór að föndra þegar ég kom heim úr skólanum í gær og var að því fram að miðnætti. Ég mun halda áfram að föndra í dag og ábyggilega líka á morgun. Ég er sem sagt að föndra lokaverkefnið mitt í íslensku sem mun (vonandi) að lokum verða að fallegu spurningaspili fyrir börn á aldrinum 6-10 ára.
|

sunnudagur, maí 18, 2003

Ég fór í bíó...
... ég sá myndina How to lose a gay in 10 days í Nýja bíó. Þetta var ágætis afþreyging, voðalega fyrirsjáanleg en þó fyndin mynd.
|
Laugadagur...
Á laugadaginn fór ég á myndlistasýningu, nemendur í Myndlistaskólanum á Akureyri eru með vorsýningu um helgina og við Mæsa ákváðum að skella okkur til þess að kíkja á myndirnar hennar Júlíu (og fleiri). Allavega þá var þetta mjög fín sýning, rosalega gaman að sjá afrakstur krakkanna :) Eftir sýninguna var svo útskrifarveislan hennar Júlíu, hún ákvað að hafa hana á sama tíma og sýninguna, til þess að geta slakað á á Sautjándanum og líka til þess að þvinga ættingjana til að fara á sýninguna. Í veislunni sem var grillveisla voru veitingar til fyrirmyndar og fær Þröstur yfir-grillari fjórar stjörnur **** Kvöldinu var svo varið í það að passa 4. ára frænda minn og horfa á myndböndin á Skjá1 fram eftir nóttu.
|

föstudagur, maí 16, 2003


Your Heart is Red


What Color is Your Heart?
brought to you by Quizilla
|
Gott veður gerir mann latann...
Allavega er ég ekki búin að vera eins dugleg að læra eins og ég ætti að vera, en það stendur nú vonandi allt til bóta. Í gær var ég svakalega duglega að hjálpa mömmu í garðinum og er hann næstum því orðin svo fínn að ég get farið að læra þar í dag :)
Í dag voru litlu ólympíuleikarnir, fóru þeir bara ágætlega fram, fínt veður og allir fengu ís. Ég held samt að einn kennarinn hafi slasast í æsingnum í rúbbíinu en engar staðfestar fréttir hafa verið gefnar út um það.

Það er búið að ákveða að dimmison verði, sparifaradagurinn verður á miðvikudegi, dimmison á fimmtudegi og svo fáum við upplestrarfrí á föstudag.
|

fimmtudagur, maí 15, 2003

Brúðkaup....
Það er ekki nóg með að forsetinn hafi átt afmæli í gær. Um það bil sem ég var að skrifa afmæliskveðjuna hans var hann að láta pússa sig saman við hana Dorrit sína í Bessastaðastofu. Bara Óli til hamingju með það líka :)
|

miðvikudagur, maí 14, 2003

Afmæli....

Hann á afmæli í dag
Hann á afmæli í dag
Hann á afmæli hann Óli forseti
Hann á afmæli í dag

Gleymdi að óska Ólafi Ragnari forseta til hamingju með daginn, en Óli minn til hamingju með daginn frá mér! Ég veit þú kíkir reglulega hingað á síðuna :)
|
Jarðsprengjur!
Í dag er skólinn búin að vera eins og jarðsprengjusvæði. Formálinn af því er að í gær ákvað 4T (Ari Jón) að dimmitera ekki á föstudaginn eftir viku eins og áætlað er heldur að fresta því þangað til eftir próf. Ástæðan er sú að á mánudag eftir dimmison eru þau að fara í mjög erfitt stæðsfræði próf, svo ég vitni bara í orð eins náttúrufræðibrautarnema sem hann beindi til málabrautarnema; ,,Við eigum eftir að fá betri vinnur í framtíðinni, þess vegna er svo mikilvægt fyrir okkur að lesa mikið fyrir prófið” með öðrum orðum, ,,við erum mikilvægari en þið því við kunnum að reikna meira en þið!” Daaaa!!!! það sem fólk getur látið út úr sér!!! Þar sem fleiri en einn fjórðubekkingur kemur saman er rætt um þetta hitamál og verða sumir æstari en aðrir. Sumir vilja leggja þetta niður, aðrir að sleppa búningunum, flytja þetta um 2 vikur eða hafa þetta bara eins og var búið að ákveða! Á næstu dögum mun svo koma í ljós hvernig málin þróast!
|
Þjóðhagfræði búin að vera að plaga mig í allan dag,en ég er að fara að flytja fyrirlestur á morgun ásamt Valla og Stebba. Hversu slæmt getur það orðið, var í skólanum til hálf 10 í kvöld bara að gera þennan mjög svo ljóta ljóta fyrirlestur :( Langar til þess að gefa Mr. Scandinavia (kennarinn vann þá keppni víst) einn á ann og eyðileggja fegurðarkóngs-andlitið, en þar sem ég er alltaf svo stillt þá ætla ég að stilla mig um það!
|

mánudagur, maí 12, 2003

Ef þjóðhagfræði er ekki leiðinlegasta námsgrein í heimi, þá veit ég ekki hvað! Ef þú hefur lært hana þá er endilega að kommenta og segja sína skoðun á námsgreininni.
|
Það gengur yfir bylgja...
...bylgja af QuizYourFriends.com, ég fékk svoleiðis frá Gyðu svo ég ákvað nú að prufa að búa til svona til að sjá hvernig fólk þekkir mann, voða sniðugt! Nema hvað, öllum dettur í hug að prufa svona til að senda vinum sínum, sem væri voðalega sniðugt ef þau myndu gleyma að senda mér þetta því ég er agalega léleg í þessu, ég er alltaf með þeim neðstu á stigaborðinu. Manni getur sem sagt hefnst fyrir að kanna það hversu vel vinir manns þekkja mann. Ég skora því á alla að leggja þessa bylgju niður með því að svara ekki spurningum af þessu tagi og hvað þá heldur að búa til spurningar um sig!!!! hananú!
|

sunnudagur, maí 11, 2003

Íshokky...
...ég er nú ekki vön að fylgjast með þeirri íþrótt en ég stóðst nú ekki mátið að kíkja aðeins á leikinn sem var í sjónvarpinu í dag. Fyrir þá sem ekki vita þá var heimsmeistaramót í íshokky búið að vera í Finnlandi síðustu vikur. Allavega þá var úrslitaleikurinn í dag og voru Svíar (vinir mínir) og Kanadamenn (lungnabólgupakk) að keppa. Leikurinn var jafn og þegar leiktími var liðinn var staðan jöfn :( Úrslit réðust ekki fyrr en í bráðabana eða hvað það nú heitir og höfðu Kanadamenn þá betur. Ég get allavega verið stolt af mínum mönnum fyrir að verða í 2 sæti þó það hefði nú verið gaman að þeir hefðu orðið heimsmeistarar!
|
Kosningadagurinn var í gær...
...þá töltum við fjölskyldan á kjörstað upp úr hádegi til þess að greiða okkar atkvæði. Við vorum svo heppin að þegar við komum á staðinn var enginn í okkar kjördeild svo við komumst beint inn, þannig þetta tók aðeins skemur af en hjá Jónasi. Næsta mál á dagskrá var að skreppa í heimsókn til Mæsu, við skelltum okkur í bæinn svona aðeins til að kíkja á stemminguna, fara í búðir og fá okkur að borða hjá Ester en hún var að vinna í kaffi Sjálfstæðismanna>. Þegar öllu þessu var lokið dreif ég mig heim til þess að missa ekki af húsgrillinu sem var í þann vegin að byrja þegar ég kom heim. Húsgrillið var eitthvað fram á nótt en þegar fyrstu tölurnar voru komnar ákvað ég að skella mér í teiti til Höllu frænku, þar fóru líflegar umræður fram auk þess sem þar voru frábærar veitingar. Halla! Þú færð 4 stjörnur fyrir heita réttinn þinn :) Fínt kvöld, slæm úrslit!
|

föstudagur, maí 09, 2003

Hugleiðingar....
Ég var að hugsa um að sleppa því að tala um kosningar, en þær eru nú á morgun svo mér finnst nú ekki hægt sniðganga þær! Ég er búin að gera upp hug minn, valið stóð milli þeirra flokka sem hafa grænt fyrir sína liti (þar sem grænn er uppáhalds liturinn minn!), en það er ykkar að giska á það hvor flokkurinn það er. Ég sá brot af kosningarfundi á Aksjón í gær, Kristján L Möller fékk þar eina spurningu sem hann skildi ekki svo Steingrímur J varð að svara henni fyrir hann :) hvílíkur plebbi hann!

Í dag kom Tómas Ingi menntamálaráðherra til þess að tilkynna okkur það hver yrði næsti skólameistari í MA. Maður hafði nú vissan grun um það hver yrði valinn og reyndist sá grunur réttu, Jón Már Héðinsson. Það er allveg frábært að hann skuli verða næsti skólameistari, hann á ábyggilega eftir að standa sig vel í starfi, ég vona það allavega fyrir þá sem eftir verða í skólanum þegar við förum þaðan.


Um drauma

í nótt svaf ég
en mig dreymdi ekki neitt

mig dreymir á daginn

það er betra
Eiríkur Brynjólfsson

Hver kannast ekki við sig í þessu ljóði?
|

fimmtudagur, maí 08, 2003

Þetta er nú eitthvað sem kemur okkur öllum í gott skap.... Nú er bara að gera þetta á hverjum degi þegar maður á eitthvað erfitt með að brosa....

Smellið á og hækkið í..... :-))
Hress köttur
|
Ruslpóstur
Það magn sem hefur komið inn um lúguna undanfarið af pósti merktum mér er gríðarlegt. Annars vegar eru þetta kosningaráróður frá öllum flokkum, nema mig minnir að ég sé ekki búin að fá frá Nýju afli (og ég held að það sé ekki við neinu að búast þar) Hins vegar eru þetta bæklingar frá öllum mögulegum háskólum landsins og ðllum deildum þar, það sem mér finnst vanta í þá bæklingaflóru er bælkingur frá Bændaskólanum á Hólum! Jónas túlkaði þennan póst sinn sem vinsældir, ég viðurkenni að ég gerði það líka, en þegar ég fór að hugsa aðeins (gerist ekki oft, en þó) þá sá ég að þetta var mestmegnis rusl sem fór beint í tunnuna. Og hugsið ykkur hve mikill pappír fer í alla þessa bæklinga, hugsið um öll tréin!

Boðskapur dagsins: endurvinnum pappír
|
Vá hvað ég er andlaus í dag....
Ég var í stjórnmálafræði í dag, til okkar komu frambjóðendur úr Sjálfstæðisflokknum og svo í seinni tímanum úr Frjálslynda flokknum. Þessi frá Sjálfstæðisflokknum talaði um það hvað allt væri nú gott í þjóðfélaginu, en samt þyrfti að bæta helling, hvílík öfugmæli. Þessi frá Frjálslyndaflokknum talaði bara um fisk. Þessar tvær heimsóknir voru báðar mjög leiðinlegar. Núna eru allir flokkarnir búnir að koma til okkar, nema þá Nýtt afl en þeir gleymdust bara, enda held ég að þeir hafi lítið fram að bjóða. Ég held bara að ég fari heim og leggji mig!
|

þriðjudagur, maí 06, 2003

Ekki slæmur dagur!
Dagurinn minn byrjaði tuttugumínúturísjö í morgun, ástæðan var sú að mamma á afmæli í dag, venjan er að færa afmælisbarninu gjafir í rúmið á afmælisdaginn en mamma er svo fjandi árrisul svo maður varð að rífa sig upp fyrir allar aldir. En þegar í skólan kom (mörgum klst. seinna) fór ég í sögu, Teiturinn þurfti svo eitthvað að skreppa á fund eftir korter svo tíminn var búin þá, næsta áfall var það að Gunnar sögukennari er veikur! Ég verð víst bara að fara heim að læra eða gera eitthvað skemmtilegt því ég fer ekki aftur í tíma fyrr en tuttugumínúturíþrjú :)
|

mánudagur, maí 05, 2003

Mafíuforingi myrtur í Stokkhólmi
50 ára gamall mafíuforingi var skotinn til bana út á götu í Stokkhólmi í dag. Sjónarvottar segjast hafa séð tvo menn koma út úr bifreið vopnaða byssu og skotið nokkrum skotum á manninn og horfið síðan á braut. Maðurinn lést á staðnum. Sænska lögreglan telur að morðið hafi verið framið vegna uppgjörs glæpahópa í undirheimum Stokkhólmsborgar.

Svo segir mbl.is frá! Svo maður er bara að fara í getto í sumar, ég er aldeilis hrædd um að maður verði að passa sig :)
|
Konungshjónin komin!
Sauðburður hafinn í Húsdýragarðinum, síðastliðin laugadag
Myndarleg móflekkótt gimbur leit fyrst dagsins ljós og skömmu síðar kom mórauður hrútur. Þar með eru komin lambadrottnig og lambakóngur meðal kindahópsins. Það kallast lömbin sem koma fyrst í heiminn á vorin. Móður og lömbum heilsast vel en betra er að fara varlega að lömbunum fyrst um sinn því ær eru þekktar fyrir að verja sín afkvæmi oft af meiri hörku en önnur húsdýr. Golsa er þriggja vetra gömul og kom hér fyrir tveimur árum frá Miðhúsum á Ströndum. Hún var einnig tvílembd í fyrravor.

Þessa massívu kindafrétt las ég í Fréttablaðinu í dag og fékk svo ýtarlegri upplýsingar um burðinn á síðu Húsdýragarðsins, hverjum líður ekki betur að vita af því að það séu komin lömb í Húsdýragarðinn!
|

sunnudagur, maí 04, 2003

Læra, læra, læra......
|

laugardagur, maí 03, 2003

Urrr! ég var að spila Matador við Sólveigu litlu systur mína áðan og ég tapaði :( ég trúi þessu ekki! Ekki það að ég sé eitthvað tapsár yfir þessu, það er bara svolítið svekkjandi að tapa fyrir krakkanum. En ég vona þá bara að það sé eitthvað til í máltækinu, ,,óheppinn í spilum, heppinn í ástum”. Ég er enn veik en ég stalst þó út í dag, það var lokahóf hjá skíðakrökkunum mínum svo mér fannst ég verða að mæta, en ég staldraði þó ekki lengi við. Lokahófið var upp í hesthúsahverfi, í Skeifunni og fengu krakkarnir að bregða sér á bak og einnig var farið í leiki, á eftir átti þau svo að fá pizzu en ég var farin heim áður en það byrjaði. En það er allt í lagi þar sem við verðum með sér lokahóf í göngunni um næstu mánaðarmót þar sem við ætlum að veita þau verðlaun sem við máttum ekki gera í dag.
|

föstudagur, maí 02, 2003

Ég var að horfa á Djúpu laugina í faðmi fjölskyldunar áðan, við urðum náttúrulega að sjá hverjir væru að keppa frá Akureyri. Tvær stelpur úr MA voru meðal keppenda, Anna Friðrika og Sigrún og svo kannaðist pabbi eitthvað við strákinn sem var að velja. En ég ætlaði ekki að tala um Djúpu laugina heldur sá ég allveg hreint frábæra auglýsingu í einu auglýsingahléinu. Í auglýsingunni er framsóknarflokkurinn að lofa betri samgöngum en auglýingin fjallar um hjón sem eru á sunnudagsrúntinum, konan er að keyra, kallinn heldur á ísunum þeirra, þau lenda í mikilli umferð og kallinn étur ísana þeirra :) Við hlógum eins og brjáluð því kallinn í auglýsingunni minnti okkur óneitanlega á pabba þar sem hann er alltaf búinn með ísinn sinn á undan öllum og ætti ekki í vandræðum með að sporðrenna tveimur! En allavega þá er framsóknarflokkurinn að slá í gegn með þessum auglýingum sínum, sú sem kemur næst á eftir ís-auglýsingunni hjá þeim er bensínstöðvar-auglýsingin þar sem strákurinn keyrir í ótal hringi án þess að fatta hvar bensínlokið er! En hvað finnst ykkur? Endilega að kommenta!!!! Ég verð sár ef þið kommentið ekki!
|
Hversu græn er ég?
Hversu græn/n ert þú ? Endilega kannaðu málið

Deep, Forest Green

What's up, eco-star? Not only do you know what's up when it comes to protecting the planet, but you actually act on that knowledge as well. No one's perfect, of course, but at least you're trying hard to do the green thing. Keep up the good work, and let's all cross our fingers that your good habits catch on with the rest of the humans. And no sense stopping here -- we bet you could find a couple more good eco-habits to pick up if you look closely!
Think we've got you all wrong? Take the quiz again.

44% of the people who took this quiz got the same evaluation.


|
Nú sit ég hérna heima við tölvuna og skelf úr kulda þó að ég sé vafinn inn í sæng, ég fór reyndar í skólann í morgun en staldraði ekki lengi þar við. Ég held að ástæðan fyrir því að ég fór í skólan sé sú að ég vakna oftast ekki fyrr en ég er komin í skólann, þetta er alltaf sama rútínan á morgnanna svo maður getur gert hana hálf sofandi :)

Ég var að lesa í tölvupóstinum hans pabba stutta orðsendingu! Þar var mynd af Höllu frænku að gefa lambi úr pela og textinn var svo hljóðandi ,,Ég sendi þér eina mynd til viðbótar til að sýna dætrum þínum, það er agalegt fyrir þær að missa af þessu!” En er ég að missa af lömbunum, þau stækka nú frekar hratt en Halla, er sauðburðurinn að klárast á Baldursheimi þetta vorið? Ég ætla mér sko ekki að missa lömbunum í ár frekar en áður, það kemur ekki vor nema maður knúsi nokkur lömb, en þessa stundina er vetur hjá mér þar sem það snjóar úti svo ég kem ekki í sveitina fyrr en það kemur vor :)

Annars hef ég nú ekki verið að gera neitt markvert í dag, nema þá að sofa og veit ég ekki hversu markvert það er. Ætli maður fari ekki bara að halla sér aftur og lesa kannski pínu í Cape Fear.
|

fimmtudagur, maí 01, 2003

Félagsfræði árshátíðin var haldin í gærkveldi, þrátt fyrir mótbárur Tryggva. Þetta breyttist þó í vissuferð þar sem Tryggvi sagði frá því í bréfinu sínu hvert ferðinni skyldi heitið í óvissuferðinni :( En allavega þá var þetta fín árshátíð, voðalega svipuð og síðast þegar ég fór á félagsfræði árshátíð, pizzur og léleg skemmtiatriði.
|

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri, Iceland

Sænsk tónlist vikunnar
20-26 september - Nic & the family
27-3 september - Raymond & Maria
4-10 október - Gyllene tider
11-17 október - Roxette
18-24 október - Alcazar
25-31 október - E-Type
1-7 nóvember - Da Buzz
8-14 nóvember - Dr Alban
15-21 nóvember - The Cardigans
22-28 nóvember - Günther and the Sunshine Girls
29-5 desember - A*Teens
6-12 desember - Marit Bergman
13-19 desember - Lena Philipsson
20-26 desember - Carola
27- desember - ABBA

Powered by Blogger