föstudagur, desember 26, 2003

Eistland
Ég átti einmitt eftir að segja ykkur ferðasöguna frá Eistlandi, hún er kannski ekki löng þar sem ferðin var nú ekki svo löng, en mestur tíminn fór í það að fara þangað með helv. bátnum. Ferð þessi var farin 9. desember og komið var heim þann 11. desember. Dagurinn byrjaði á því að ég vann til klukkan 1. svo var það bara að taka sig til fyrir ferðina. Klukkan 5 kom svo ein sem vinnur með okkur og keyrði okkur í bátin, en ég gleymdi víst að segja að ég fór í þessa ferð með eistneskri vinkonu minni. Báturinn lagði svo frá landi klukkan 6. Þá hófst margra tíma bátsferð, en við vorum komnar til Eistlands klukkan 10 næsta morgun. Bátsferðin byrjaði mjög rólega og fórum við og horfðum á eitthvað stórskemmtilegt show um borð í bátnum, fljótlega eftir það var haldið niður að sofa. Þegar ég hafði sofið í um 1 tíma vakti vinkona mín mig upp með stressi og látum því henni fannst báturinn hljóma eitthvað skringilega og þar með hélt hún að báturinn væri að sökkva með öllu tilheyrandi. En við sannfærðum hvor aðra um að þetta væri allt í lagi þar sem þeir voru ekki búnir að gefa út neitt neiðarmerki. Þegar maður vaknar svo upp við svona stress þá er maður ekkert til í að fara að sofa aftur og því var ekki mikið sofið það sem eftir var nætur. Þegar komum svo til Eistlands illa sofnar og hressar tók bróðir hennar á móti okkur ásamt fjölskyldu sinni. Þó að ég hafi aðeins verið um 8 tíma í Eistlandi (mínus vegabréfaskoðunin!) náði ég að skoða aðeins, ég var þó aðallega í gamla bænum og var það mjög fallegt þar, þó ekki eins fallegt og í Gamla stan í Stockholm :) Svo var farið í nokkrar verslanir og var vöruverðið frekar lágt, en gallinn var sá að fötin þarna voru ekkert sérstaklega aðlaðandi þannig að ég ákvað að halda mig bara við það að kaupa mynjagripi. En svo var klukkan bara að verða 5 og þá var það bara að fara að koma sér í bátin aftur en hann lagði frá bryggju klukkan 6. Bátsferðin til baka var hreint helvíti, báturinn ruggaði allann tímann, klefinn okkar var neðst niðri í skipinu og þar að auki lengst fram þannig að þar var mesti hristingurinn. Því ákvað ég það að best væri fyrir mig að eyða nóttinni í sjónvarpsherberginu sem var aftast í bátnum og þar af leiðandi minni hristingur. Það var ekki mikið sofið, en þó svona dormað í og við. Þegar heim var svo komið var það gáfulegasta í stöðunni að fara að sofa til þess að reyna að vinna upp eitthvað að töpuðum svefni :) Þetta var hin ágætasta ferð og nú getur maður sagt að maður hafi komið til Eistlands, er það ekki til þess leikurinn gerður?
|
Jólapakkar
Úff úff, ég er nú ekki að kvarta en ég hélt allaf að jólagjafir myndu minnka eftir því sem maður eldist, en það er svo sannarlega öfugt hugsað hjá mér þar! Ég taldi nú ekki en í fljótu bragði þá held ég að ég hafi fengið FIMMTÁN pakka! Ef ég færi að telja allt upp sem ég fékk þá myndi það örugglega fylla blaðsíðuna svo ég ætla að hlífa ykkur við því, í staðinn ætla ég að þakka öllum þeim sem gáfu mér gjafir og fá þeir allir kossa að launum, þeir sem ég hitti ekki til að kyssa fyrir gjafirnar verða þá bara að fá einhvern til þess að kyssa sig á kinnina frá mér ;)
|
Jólaheimsóknir
Í gær var farið í jólaheimsóknir en það er ein af hefðum jólanna að fara í jólaheimsókn í Reykjadalinn. Þetta voru bara hinar ágætustu heimsóknir en þær felast að mestu leiti í því að þakka fyrir jólagjafir, lesa jólakort og borða! Byrjað var á að fara í heimsókn í Langholtið þar sem að venju var borðað hangikjöt auk þess sem allaf er spilað jólapúkkið en þar er spilað upp á eldspítur!

Hér koma úrslit spilsins í ár:
1. Gerður 135
2. Sólveig 115
3. Heiða 54
4-5. Afi Geir 48
4-5. Amma Solla 48
6. Hermann 25
7. Helgi -8
8. Karen -97

Tekið var upp á þeirri nýbreyttni í ár að draga sér sæti við spilaborðið, til þess að afi myndi ekki þurfa að sitja við hlið ömmu í ár þar sem hún er dugleg við að spila fyrir þau bæði. Í ár lenti pabbi á milli þeirra sem gerði stöðunna ekki betri því hann spilaði fyrir þau bæði en eins og sjá má á stigunum þá gleymdi hann eitthvað að einbeita sér að eigin spilum :)

En það var ekki bara spilað, þegar við fórum svo í seinni jólaheimsóknina í gær var einmitt aðaláhugamál pappa að púsla með Kristbjögu frænku sinni en þau púsluðu eitt púsluspilið svo oft að ekki er hægt að telja það á fingrum annarar handar, hvað þó beggja :)

Núna er það málið að fara að undirbúa sig undir næstu átök á sviði matar, en það er einmitt jólaboð hjá ömmu.
|

miðvikudagur, desember 24, 2003

Tilkynning!!!!
Haldiði bara ekki að við verðum að fresta jólunum um klukkustund þar sem rafmagnið fór af götunni okkar um tíu mínútur yfir 5! Rafmagnsleisið stóð í um 45 mín og maturinn ekki til og ekki neitt þegar þetta gerðist! Við vorum alvarlega farin að pæla í því að borða hangikjötið sem við ætluðum að borða í dag og hráar kartöflur, en til þess þurfti ekki að grípa!

Pabbi hafði samband við Bjarka bróður sinn og hafði á því spurnir hvort að hann gæti fengið að elda jólamatinn þar hjá honum, Bjarki greyið hélt að bróðir sinn væri að ljúga í sig, þar sem hann gerir svolítið að því að plata fólk ;)
|
Gleðileg jól
Ég var búin að telja mér trú um að ég væri mest hataða manneskjan í fjölskyldunni þar sem ég var ekkert of dugleg fyrir jólin. Í mínum skilningi er jólafrí frí þar sem maður þarf ekkert að gera, en í mömmu skilningi er jólafrí, þrífa, baka, kaupa jólagjafir og gera eitthvað sem maður verður þreyttur af en ekki að hvíla sig, horfa á sjónvarpið og gera ekki neitt. En ég gerði samt mitt besta í að uppfylla skilirði mömmu og mín til dæmis með því að taka upp jólaskrautið fyrir framan sjónvarpið svo eitthvað sé nefnt :)

En aftur af því að vera mest hötuð og óþæg þá átti ég nú alls ekki von á að fá eitthvað í skóinn frá jólasveininum, en öllum að óvörum þá kom hann víst í nótt, þrátt fyrir að ég færi seint að sofa, kannski hefur hann bara átt einn pakka afgangs og ákveðið að droppa inn. Þetta var mjög snyrtilega valið af jólasveininum, en ég fékk andlitskrem, kannski hefur jólasveinninn eitthvað verið orðin leiður á vitamin E kreminu mínu úr body shop ;)

Annars eru jólin að koma, núna er um 1 klukkustund þangað til herlegheitin hefjast þannig að það er bara að fara að koma sér í jólabaðið og fara að vinna í því að velja hvaða kjól maður eigi að velja í kvöld.

Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og vona að þið hafið það mjög gott!

Jólakveðja Heiða
|
Saddam og Keikó
Ég er ekki ennþá búin að ná þeirri stórfrétt að Keikó greyið hafi látist, og það sem meira er þá var ég mjög hissa á að heyra þetta ekki í fréttunum í Svíþjóð, las þetta bara í fréttablaðinu þegar ég kom heim. Maður hefði nú haldið að svona frægs hvals hefði verið minnst með allavega einnar mínútu þögn allavega risastórri flugeldasýningu eða einhverju stórskemmtilegu, en nei ekkert svoleiðis. Í staðin veit ég til þess að það hafi verið einhver minningarathöfn um greyið á ekki minni stað en Húsavík, ætli þeir hafi ekki tjaldað öllu sem til var á staðnum, sem sagt Birgittu Haukdal en hún söng þjóðsönginn í útsetningu, Írafár! Stórskemmtilegt það!

Annars er það af Saddam Hussein að segja að hann var eitthvað að pæla í því að flytja til Svíþjóðar, ég er samt ekki viss um að að því verði. Allavega var hinn nýgifti Göran Persson að pæla í að bjóða Sadda, eins og ég kýs að kalla hann, herbergi í einhverju af hans stórglæsilegu fangelsum. Maður veit samt ekki hvað verður af því, því að fregnir herma að fangelsin hafi öll fyllst af snjó í óveðrinu sem gekk yfir Svíþjóð á dögunum, en eitt er víst að það verður svo sannarlega spennandi að fylgjast með þessum fréttum!
|

fimmtudagur, desember 18, 2003

Jólatréið
Í dag var sú merka athöfn að fjölskyldan fór saman og keypti sér jólatré. Ótrulegt en satt þá tók ég ekki að mér að velja tréið í ár eins og undanfarin ár, heldur voru tad pabbi og Sálveig sem slógust um völdin! Pabbi sá draumatréið næstum því um leið og hann kom inn en það tók Sólveigu aðeins lengri tíma að átta sig á því hvaða tré hún vildi, að lokum náði hún að stynja upp: ,,ég vil fá þetta græna tré þarna!” Einmitt, hún vildi græna tréið, en ég bara spyr, eru ekki næstum því öll lifandi? Ég hélt það einmitt! Að lokum var svo ákveðið að taka tréið sem pabbi valdi og getur hann þá ekki kvartað yfir því að hann fái aldrei ad ráða neinu.
|
Bakstur
Ég ætlaði að reyna að vera myndaleg í mér í dag og ákvað að taka aðeins þátt í jólabakstrinum, sem ég hefði kannski betur sleppt. Málið er það að ég komst að því að ég er ekkert vodalega góð í að baka, allavega ekki smákökur. Ef við orðum baksturinn minn kurteisislega þá getum við sagt að það hafi verið jafnrétti því að kökurnar voru af hinum ýmsu kynþáttum :)
|

þriðjudagur, desember 16, 2003

Djöflaeyjan
Þá er maður komin á þessa djöflaeyju voru þau ord sem flugu í gegnum huga minn þegar vélin lenti í gaer a Keflavíkurflugvelli, bara 2 tímum á eftir áætlun! Ferðalagið hófst í gærmorgun kl. 9 að íslenskum tíma en þá tók ég lestina fyrir utan húsið heima á móts við aðallestastöðina til þess að taka flugrútuna til Arlanda. Þegar ég kom svo á Arlanda var þar einhver smá töf eftir fluginu, en ekkert alvarlegt ad mínu mati. Þad var svo ekki fyrr en að maður var komin um borð i vélina að við fengum að vita það að um borð í vélinni væru farþegar til Oslo þannig ad við þyrftum að millilenda þar og þar að auki þyrfti þeir að losa vélina þar til þess að þrífa hana. Þannig ad ef ég fer yfir ferðaáætlunina þá er hún svona. Flug Stockholmur-Oslo 45 min, bið á Gardemoenflugvelli í Oslo 1 tími, flug til Islands 2 tímar og 40 mín. Aætladur lendingatími var klukkan hálf 4 en við lentum hálf 6! Tveggjatima helvítis seinkun!!! Og það sem mér þótti ekki fyndið við þetta var að ég átti bókað flug klukkan 7, svo nú voru góð ráð dýr. Send var út neyðarskeyti, og Hemmi og Karen náðu í mig á flugvöllinn, en samkvæmt gömlu áætluninni ætladi ég ad taka flugrútuna. Svo fór ég í upplýsingar á Keflavíkurflugvelli og bar mig mjög illa, svo illa að þau sögðu mer bara ad fara, þau myndu senda töskurnar með fyrsta flugi á morgun, allt gott og blessað þar. Allavega þangað til að karlinn á flugvellinum hringdi í mig til að tilkynna mér ad ein taskan mín hefði ekki komið, en hann væri að redda málunum og leita að töskunni fyrir mig. Korteri seinna hringdi svo kallinn í mig aftur og sagði mér ad taskan væri komin svo allt væri i gódum málum núna. Svo var það vesenið med flugid til Akureyrar, en málid var ad tetta var sídasta flugid til Akureyrar um kvöldid svo tad var bara ad kíla a tad ad ná tvi! Hemmi keyrdi mjög ákvedid i bæinn, og pabbi var i stanslausu sambandi við flugvöllinn til ad tau myndu ekki selja midann minn, þetta hafdist to allt ad lokum tad sem eg kom inn a flugvöllinn 5 minutum adur en flugid atti ad fara, og verd eg ad segja ad tetta var allt mjög dramatiskt, eg hljot tarna inn a flugvöllinn tau biðu med midann svo tad var bara ad stökkva upp i flugvelina! Að lokum komst madur heim til Akureyrar! On núna aetla ég ad fara ut a flugvöll tar sem farangurinn minn var ad koma i baeinn!

Þakkir fa:
Hemmi og Karen
Örn a keflavikurflugvelli

Rísinn faer:
FLUGLEIDIR!

And we thank you for choosing Iceland air, eg spyr nú bara, hvada helvitis val hef eg????????
|

föstudagur, desember 12, 2003

Eistland
Ferdasagan kemur tegar eg kem heim, hef ekki tima til tess ad skrifa nuna, er a fullu ad undirbua heimferdina!
|

mánudagur, desember 08, 2003

Latur bloggari, lofa ad vera dugleg naest!
|

miðvikudagur, desember 03, 2003

Eistland
Malin standa tannig ad eg er ad fara i sma heimsokn til Eistlands tann 9 des, tetta verdur to ekki löng heimsokn tar sem eg mun adeins staldra vid i landinu i 6 tima ef tad naer tvi! Malid er tad ad eg er ad fara i siglingu tangad med eistneskri vinkonu minni sem tarf adeins ad hitta brodur sinn tar. Vonum bara ad tetta verdi hin agaetasta ferd! Nanari upplysingar sidar!
|

mánudagur, desember 01, 2003

1 des
Til hamingju allir Islendingar a fullveldisdaginn!
|
Jolahugleidingar
Jolin eru hopp og jolin eru hi
jolin eru spariföt og jolagotteri
jolin eru jesubarn fridur og fri
jolin eru gomul og jolin eru ny
jolagotteri jolagotteri
(eda jolabatteri eins og einhverjum snillingnum tokst ad syngja!)

Tetta er söngur sem eg laerdi tegar eg var ad horfa a joladagatalid fyrir einhverjum arum en ta var synt joladagatalid um Blama karlinn og fruntalegu konunna! Nuna eru jolin ad nalgast og folk byrjad ad koma ser i jolagirinn, kaupa jolagjafir, skrifa a jolakort og skreita. Fyrsti i adventu var i gaer og folk buid ad setja adventuljos i glugga. Sumir to fyrr en seinna tvi tad var fyrir um viku sem eg hringdi heim til tess ad athuga hvort ad eg vaeri eitthvad ad misskilja og adventan vaeri byrjud ta, tad var nefnilega hellingur af folki buin ad skella ljosunum ut i glugga ta! Jolatilhlökkunin er farin ad gera vart vid sig hja mer, eg er buin ad kaupa nokkrar jolagjafir og stefin a ad vera buin med taer adur en eg fer heim! Annars er tad bara ad dunda ser vid ad borda piparkökur og svo verd eg ad fara ad borda hangikjötid sem pabbi og mamma komu med!
|
Joladagatalid
Herna haegramegin a skjanum er kominn inn nyr lidur, sem ber nafnid joladagatalid. AEtluning er ad setja tar inn hvad eg fekk i joladagatalinu tann daginn, tetta verdur nu ekki uppfaert a hverjum degi en reynt verdur ad setja inn sem oftast :)
|

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri, Iceland

Sænsk tónlist vikunnar
20-26 september - Nic & the family
27-3 september - Raymond & Maria
4-10 október - Gyllene tider
11-17 október - Roxette
18-24 október - Alcazar
25-31 október - E-Type
1-7 nóvember - Da Buzz
8-14 nóvember - Dr Alban
15-21 nóvember - The Cardigans
22-28 nóvember - Günther and the Sunshine Girls
29-5 desember - A*Teens
6-12 desember - Marit Bergman
13-19 desember - Lena Philipsson
20-26 desember - Carola
27- desember - ABBA

Powered by Blogger