fimmtudagur, janúar 27, 2005

Veðrið
Af hverju þarf veðrið að vera með diskólæti? Hiti einn daginn, frost þann næsta. Snjór og svo klaki og hálka daginn eftir. Af hverju getur ekki bara haldist vetur hérna þangað til að hann á að vera búinn?
|

miðvikudagur, janúar 26, 2005

Sólarkaffi!
Einhverntíman er allt fyrst! Í gær var mér boðið í sólarkaffi til Siggu Gunnu en með því er verið að fagna að sólin er farin að skína inn um eldhúsgluggan hjá mömmu hennar :) Nokkuð sniðug hefð, allavega fyrir magann, Sigga hafði verið myndarleg í eldhúsinu og skellt í pönnukökur og muffins og með herlegheitunum var svo drukkið heitt súkkulaði, ekkert verið að spara á þeim bænum! Setið var og spjallað fram eftir kvöldi þangað til að ég lognaðist út af út af ofáti. Í þessum hressa gleðskap voru ég, gestgjafinn, Guðbjörg og Petra!

Í dag fórum við Guðbjörg síðan í morgunsólarkaffi til Stínu eftir þróunarsálfræði, það er reynar ekki hefð eins og það sem fjallað var um að ofan, en mín vegna má gera þetta að hefð! Fengum dýrindis vöfflur svo núna er maginn minn komin með samviskubit yfir að hafa hleypt niður öllum þessum góðgætum því að í dag er sukkdagur númer 48! Er ekki bara málið að hafa bara alltaf sukkdag og safna sér stærri rassi :)
|

þriðjudagur, janúar 25, 2005

Helgin
Helgin leið hjá nokkuð átakalaust! Helgin byrjaði á því að skella sér á sprettgöngu á ka-vellinum sem var vægast sagt köld, samt mjög gaman að hitta svona mörg skíðagúrú sem maður hafði ekki séð lengi. Síðan hélt ég á Ali til þess að horfa í Idolið með Guðbjörgu og Siggu Gunnu, ágætis þáttur, skemmdi ekki fyrir að þemað var diskó :) Vorum nokkuð góðar með okkur eftir þessa ferð því við vorum spurðar um skilríki þarna, ekki oft sem það gerist, allavega ekki á stað með 18 ára aldurstakmarki! Á laugardeginum skellti ég mér í fjallið til þess að vera brautarvörður og fékk þá að standa úti í braut í misgóðu veðri, það var skafrenningur og það blés úr öllum áttum en það var nú bara til þess að herða upp í manni. Hélt á tímabili að kvöldið ætlaði að fara í vaskinn þar sem okkur vantaði 4 aðila til þess að geta spilað Actionary en Stína fórnaði fjölskyldukvöldi á endanum fyrir okkur, þetta kallar maður vini sína :) Spiluðum við þá fram eftir kvöldi og má taka það fram að mitt lið vann :) Sunnudagurinn fór í heimsókn til Öldu undir því yfirskini að hafa umræður um verkefni en þar sem við Guðbjörg höfum matarást á henni þá var náttúrulega líka borðað eins og svo oft áður! Um kvöldið var síðan horft á Footloose, var að sjá þessa mynd í 1 skipti en fannst hún bara nokkuð góð. Eitthvað fór lítið fyrir lærdómi þessa helgina, en það verður bara að bíða betri tíma...
|

föstudagur, janúar 21, 2005

Hreyfing
Ég verð að byrja á því að viðurkenna að ég hef ekker verið of dugleg við að hreyfa mig að undanförnu (u.þ.b. ár). En núna þegar ég er búin að játa verð ég að státa mig af afrekum mínum! Heiða skellti sér nefninlega á skíði í Kjarnaskógi í gær, kella bara hress á því. Var búin að gleyma því hvað þetta væri fjandi skemmtilegt :) Einn var samt gallinn á, mig langaði svo til að fara hratt en gat það hreinlega bara ekki vegna þolleysis og auk þess var ég á skíðunum hennar mömmu sem renna ekkert of vel þannig að þau buðu ekkert upp á það að vera með neinn glæfraskap. Það er líka merkilegt hvað maður þarf alltaf að fara geyst af stað þegar maður byrjar á einhverju, því mig langaði til þess að vera miklu lengur á skíðum og fara fleiri hringi. En eitthvað innra með mér sagði mér að ég ætti bara að fara rólega af stað til þess að gefast ekki bara upp og auk þess til þess að verða ekki bara eins og strengjabrúða í dag. Sem betur fer hlustaði ég á þessa rödd þarna inni því að í dag er ég bara spræk og engir strengir hafa gert vart við sig!
|

fimmtudagur, janúar 20, 2005

H&M
Mér finnst að það ætti að banna H&M listann! Hann eykur á þrá mína til að komast í H&M búð :(
|
Gleðilegt ár!
Jól og áramót liðu átakalaust hjá að undanskildum átökunum á aðfangadagskvöld við það að opna pakkana! Í ár einkenndist fríið af því að læra undir sjúkrapróf í eðlisvísindum eða allavega þykjast læra :) Náði alla vega að læra það mikið að ég náði prófinu, er það ekki fyrir öllu. Núna er ég því byrjuð í skólanum aftur eftir jólafrí ekki með nein skammastrik á bakinu þar sem ég náði öllum prófunum og vel það sumum! Það er frekar erfitt að koma sér aftur í lærigírinn en ég held að það sé að hafast, maður verður bara að byrja rólega og vera góður við sjálfan sig eins og við Guðbjörg ákváðum að gera í gær. Þá komum við saman til þess að reikna eitt dæmablað í stærðfræði undir fögrum tónum Tinu Turner auk veitinga sem samanstóðu af osti og kexi. Það er merkilegt hvað hægt er að gera stærðfræðina skemmtilega þegar maður er í rétta félagsskapnum! Eða á ég kannski að segja að það þurfi ekkert að gera stærðfræði skemmtilega, hún sé einfaldlega skemmtileg, nei það er kannski einum of nördalegt.
|

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri, Iceland

Sænsk tónlist vikunnar
20-26 september - Nic & the family
27-3 september - Raymond & Maria
4-10 október - Gyllene tider
11-17 október - Roxette
18-24 október - Alcazar
25-31 október - E-Type
1-7 nóvember - Da Buzz
8-14 nóvember - Dr Alban
15-21 nóvember - The Cardigans
22-28 nóvember - Günther and the Sunshine Girls
29-5 desember - A*Teens
6-12 desember - Marit Bergman
13-19 desember - Lena Philipsson
20-26 desember - Carola
27- desember - ABBA

Powered by Blogger