sunnudagur, júlí 17, 2005

skrítið! af hverju er þetta svona,
|

sunnudagur, júlí 10, 2005

Það hefur margt gert síðan ég skrifaði síðast, það hefur kannski enginn saknað skrifa minna en ég ætla aðeins að tjá mig um það sem á daga mína hefur drifið.

Brúðkaup 2. júlí
já ég er búin að fara í eitt brúðkaup í sumar, þetta er annað brúðkaupið sem ég fer í á æfinni, það fyrsta var brúðkaup mömmu og pabba og ég man ekkert eftir því þar sem ég var 4 eða 5 ára. Steini frændi var sem sagt að gifta sig henni Ingu og fór þetta allt voðalega vel fram. Athöfnin var haldin í garðinum á Baldursheimi. Það var voðalega gaman að fara í svona óvenjulegt brúðkaup, brúðhjónin ásamt börnum gengu inn í garðinn við undirleik séra Gylfa sem spilaði brúðarmarsinn á harmonikku, bara svalur hann :) Þegar búið var að gefa brúðhjónin saman var svo skálað fyrir þeim í garðinum og minglað aðeins og svo var haldið í þessa líka fínu veislu á Þelamörk þar sem Sólveig systir og Ingvar spiluðu fyrir gesti sem gæddu sér á veitingum.

Ferðalag
Við Solla systir skelltum okkur í tjaldferðalag núna um helgina, ætluðum bara að fara tvær en svo bættist í hópinn Guðbjörg og börn sem var nú bara hressandi. Ferðinni var heitið í Mývatnssveitnina og þar sem við Sólveig lögðum á stað á undan Guðbjörgu þá skellum við okkur í gönguferð um Dimmuborgir. Eftir gönguferðina fórum við að sveitabænum Kálfaströnd þar sem Guðbjörg var búin að redda okkur tjaldstæði hjá vinkonum sínum :) Það var annars mjög fallegt þar! Við tjölduðum og grilluðum svo pylsur og sykurpúða, ekki það að sykurpúðar séu góðir heldur er það stemmingin sem gildir þar :) Um nóttina var svo svolítill vindur og því var maður alltaf að vakna, þá aðgætti maður að því að tjaldið væri enn á sínum stað auk þess að reyna að vefja sér fastar inn í svefnpokann og teppið, úff hvað það getur verið kalt að sofa í tjaldi! Vöknuðum hálf 8 daginn eftir og vorum komnar í morgungöngu upp úr 8, gegnum út að Höfða eða svoleiðis, við vorum ekki í Höfða heldur hinu megin við drangana sem rísa þar upp úr vatninu. Þegar við vorum búnar að pakka og kveðja gellurnar og þakka fyrir okkur skelltum við okkur í hressandi sundferð og svo í pick nikk við rætur Hverfjalls. Skildu þá leiðir, Guðbjörg fór í heimsókn til ömmu sinnar og afa en við Sólveig héldum á Hverfjall og gengum svo hringinn þar uppi sem var bara hressandi, hefði getað verið meira hressandi ef það hefði ekki verið svona mikið rok þarna uppi, það var oft sem maður varð að stoppa bara til þess að snúa sér undan sandrokinu auk þess sem maður var að berjast við að halda sér uppi á fjallinu :) Komumst heilu og höldnu niður og fórum þá að jarðböðunum bara svona til að kíkja, nenntum ekki oní þar sem við vorum búnar að fara í sund fyrr um daginn, fórum því bara kíkja á hverina hinu megin við námaskarðið. Það var nú kannski ekki neitt meira markvert sem við gerðum, við tókum kísilvegin og ókum niður á Húsavík með nokkrum krókum á leiðinni, á Húsavík keyrði ég upp að Botnsvatni þar sem ég hef aldrei komið að en amma talað mikið um, það var því gaman að sjá það. Eftir Húsavíkurferðina fórum við bara heim og sváfum því í heitum rúmum í nótt sem var bara ljúft!


Það er nú ekki mikið annað sem ég hef gert síðan ég bloggaði síðast, hef mest bara verið í vinnunni, bíð svo núna eftir rigningu til þess að geta vígt nýju gúmmískónna mína, þarf ábyggilega ekki bíða lengi eftir því :)
|

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri, Iceland

Sænsk tónlist vikunnar
20-26 september - Nic & the family
27-3 september - Raymond & Maria
4-10 október - Gyllene tider
11-17 október - Roxette
18-24 október - Alcazar
25-31 október - E-Type
1-7 nóvember - Da Buzz
8-14 nóvember - Dr Alban
15-21 nóvember - The Cardigans
22-28 nóvember - Günther and the Sunshine Girls
29-5 desember - A*Teens
6-12 desember - Marit Bergman
13-19 desember - Lena Philipsson
20-26 desember - Carola
27- desember - ABBA

Powered by Blogger