þriðjudagur, ágúst 30, 2005

Sumarið búið :(
eða kom kannski ekkert sumar? ja ég veit nú ekkert um það en allavega er sumrinu formlega lokið þar sem ég er búin í sumarvinnunni á hlíð og skólinn er byrjaður á ný! Já hvað sumarið varðar aftur þá er það ábyggilega búið þar sem það er mígandi rigning núna og svo er hægt að greina nokkur gul laufblöð á trjám. Það er sem sagt komið haust sem er ekki verra þar sem það er svo gaman á haustin. Litirnir eru svo fallegir þá að maður getur alveg gleymt sér við að horfa á þá, en nóg um það!Fann það í morgun hvað ég saknaði pallanna minna á Hlíð, sumt gamla fólkið er alveg óborganlegt og á maður eftir að sakana þess að geta hlegið af því og með því :) Ég meina það eru nú ekki allir sem þekkja drottningar! Fór í fyrsta daginn í skólanum í dag, það var nú nokkuð hressandi fyrir utan það hvað það var erfitt að sitja svona lengi kjurr, þetta er eitthvað sem maður verður að venjast. Maður var ábyggilega búin að venjast þessu en þetta datt alveg niður í sumar í hlaupunum í vinnunni. Fyrr en varði verður maður orðin professional sitjari ef hægt er að segja svo!
|

föstudagur, ágúst 12, 2005

Ilmvatn
Mig langar svo í nýtt ilmvatn og jafnvel body lotion með. Er með einn ákveðinn ilm í huga. Núna er það bara að bíða eftir taxfreedögum á snyrtivörum í Hagkaup!
|

mánudagur, ágúst 08, 2005

Icelandair óstundvísastir flugfélaga!
Hverjum kemur það á óvart?
|
Allt í drasli!!!
Nei það er ekki allt í drasli hjá mér þó að það geti gerst stöku sinnum, það verður allavega ekki það slæmt að það þurfi að kalla til lið til þess að taka til hjá mér eins og nágranna mínum. Allt í drasli liðið hefur nefninlega verið að bauka þar í dag. Þegar ég kom heim úr vinnunni um 15 þá var þar hersing úti í garði, ég er svo búin að vera að gera það að gamni mínu að fylgjast með þessu af og til. Það er svo fyndið að fylgjast með þessu, Heiðar og Margrét eru bara búin að sitja í sólbaði og svo gera þau eitthvað þegar þeim er sagt að gera eitthvað. Löngu eftir að það var byrjað að þrífa þá var verið að taka upp senuna þegar þau keyra upp að húsinu og koma inn og einnig var hreingerningarfólkið búið að þrífa eitthvað þegar þau voru látin storma upp á húsinu eins og þau væru að gera þar innrás, sjónvarp er feik því er ég búin að komast að núna í dag, vissi reyndar fyrir að það sem sýnt er í sjónvarpinu er ekki alltaf satt og margt er kippt til en þarna sá ég það svart á hvítu :) Læt ykkur svo vita þegar þátturinn verður sýndur!!!
|
Rafting
Ég fór í rafting á dögunum með nokkrum vöskum stelpum úr vinnunni, þetta var hin mesta skemmtun :) Fórum beint eftir vinnu eða upp úr 4 og var mæting í raftingið um 6, við vorum 8 saman í hóp og vorum saman í bát en svo voru tveir bátar í viðbót við okkar. Ég var búin að búa mig undir eitthvað hræðilegt en svo var þetta bara þægileg sigling, ekkert eins mikið af flúðum og ég var búin að búa mig undir. Við fengum ekki einu sinni að stökkva fram af klettinum þar sem það var svo mikið vatn í ánni, hélt einmitt að það væri betra að hafa mikið vatn í henni en það gæti verið að straumurinn hafi verið of mikill eða eitthvað, annars hef ég ekkert vit á því. Allavega þá gekk allt vel fyrir utan smá bleytu en það má segja að hápunktur ferðarinnar hafi verið þegar við sáum sveiflukónginn sjálfan, Geirmund, í Varmahlíð :)
|

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri, Iceland

Sænsk tónlist vikunnar
20-26 september - Nic & the family
27-3 september - Raymond & Maria
4-10 október - Gyllene tider
11-17 október - Roxette
18-24 október - Alcazar
25-31 október - E-Type
1-7 nóvember - Da Buzz
8-14 nóvember - Dr Alban
15-21 nóvember - The Cardigans
22-28 nóvember - Günther and the Sunshine Girls
29-5 desember - A*Teens
6-12 desember - Marit Bergman
13-19 desember - Lena Philipsson
20-26 desember - Carola
27- desember - ABBA

Powered by Blogger