miðvikudagur, september 28, 2005

Svið
Það voru svið í kvöldmatinn, svið eru góður matur, það mættu vera svið oftar í matinn!
|

sunnudagur, september 25, 2005

Klukk
Það gengur víst klukkbylgja yfir bloggheiminn núna, ég hélt að ég væri svo blessunarlega laus við þetta og myndi sleppa en þá á ögurstundu var ég klukkuð af Daðey! Þannig að núna verð ég að skrifa 5 useless info um sjálfa mig:
  1. Ég hef unnið á elliheimili og fíla mig vel með gamla fólkinu
  2. Ég á ekki úlpu en í staðin á ég margar flíspeysur og dúnvesti
  3. Ég tannbusta mig með hægri hendi, hef samt prufað vinstri og var ekki að höndla það
  4. Ég hef gaman af því að glápa á fólk í lyftum því fólk verður svo vandræðalegt og horfir bara niður í gólfið
  5. Ég elska haustlitina og er því pínu fúl yfir því að snjórinn sé að fela þessa litlu haustliti sem eru komnir

Þá er komið að mér að klukka 5 aðra, ætlaði bara að klukka fólk sem byrjar á S en þekkti bara 4 S bloggara þannig að það verður ein manneskja sem á ekki S nafni í hópnum :) Ég ætla að klukka Sólveigu, Siggu Gunnu, Stínu, Söndru palla og Lísu Anne

|

föstudagur, september 23, 2005

Enn ein helgin
En hvað er helgi? Þegar maður er námsmaður túlkar maður það kannski ekki beint sem frí allavega ekki eins frí og þegar maður er að vinna. Ég kynntist nú reyndar ekki helgarfríum í sumar þar sem ég var í vaktavinnu en þá fékk maður önnur frí eða ein og amma myndi segja, vaktafrí. En aftur að helginni núna, ég þarf víst að vinna að einhverjum verkefnum um helgina þar sem ég er komin í ótal verkefnahópa auk þess að þurfa að gera einstaklingsverkefni fyrir föstudag hjá henni Halldóru minni í lestur og skrift. Á föstudagskvöldið ætla ég þó að slaka á og hlamma mér fyrir framan sjónvarpið með videofestivali og á laugardag er ég búin að melda mig í singstarpartý þar sem ég ætla að þenja raddböndin og Daðey, ég verð sár ef ég fæ ekki að taka fyrsta lagið ;) (Bara svona að tékka á því hvort að þú lesir þetta) Ætla að fara að læra svo ég fari ekki inn í helgina með samviskubit!
|

þriðjudagur, september 20, 2005

Vá hvað er mikið að gera!
Hvað ætti margir skrifi um það hjá sér? Það er kannski ekkert svo mikið að gera hjá mér, það er bara leti sem er að hrá mig auk skipulagsleysis :( ekki gott mál það en maður reddar sér einhvernvegin eins og alltaf. Til dæmis í dag þá er ég búin að gera lista yfir það sem ég ætla að gera, meira að segja nokkuð raunhæfan lista sem gerist nú ekki oft því manni hættir til þess að setja sér meira fyrir en maður kemst yfir. Allavega þá er þetta raunhæfur listi og hvað geri ég þá? jú auðvitað er ég að slæpast, fór á netið til þess að senda einn póst varðandi skólann og svo lenti ég bara á spjalli á msninu og svo öðru spjalli og svo þannig fram eftir götunum. En núna ákvað ég að fara að blogga og hlaupa svo í burtu frá tölvuófreskjunni, lesa eitthvað og reyna að vera duglegur námsmaður svona til tilbreytingar. Annars þá er maður líka að reyna að rækta sambandið við kærastann og vinina og heimsækja þá og reyna að vera næs þið skiljið. Fór einmitt í góða heimsókn til Daðeyjar um helgina, fórum og horfðum aðeins á kassann og svo spiluðum við trivial, stelpur á móti strákum og stelpurnar unnu. Strákarnir vildu eitthvað hafa það á orði að það væri sökum menntaskólans en við viljum frekar segja að við séum bara svona klárar ;) Læt þetta vera lokaorðin!
|

sunnudagur, september 11, 2005

Réttir
Fór í réttir í gær og það er alltaf jafn hressandi að fara í réttir. Ég tók Siggu með mér og stóð hún sig með stakri prýði og ekki hægt að kvarta undan því ;) Norðlenska sauðkindin virtist vera hrifin af Siggu, hvort að það var lopapeysan hennar sem gerði útslagið veit ég ekki. Réttarkaffið á Baldursheimi stendur allaf fyrir sínu og veitingar ekki af lakara taginu, allir koma bókstaflega rúllandi út þar og allir sáttir við daginn. Ég verð að hafa það á orði að mér finnst það merkilegt hvað Láki frændi er farin að róast en það er nú annað mál. Núna er það bara að bíða róleg eftir að marblettirnir á lærunum eftir hornin hverfi!
|
Jam djamm
Föstudagurinn var nokkuð hressandi dagur, fyrst þá fórum við í vettvangsferð í kringum glerárskóla og var það ótrúlega skemmtilegt. Þar fórum við í þrautabraut, kynntumst tré og unnum að stöðvavinnu svo eitthvað sé nefnt. Eftir þetta þá var slakað á og svo fór ég í mat til Öldu ásamt Guðbjörgu og Eyrúnu og ásamt því að borða og drekka þá útbjuggum við innflutningsgjöf til Siggu, við gáfum henni sultu og eitthvað fleira en helst er að nefna landakortið sem við gáfum henni svona líka fallega skreytt, það var ekki laust við að tár kæmu fram við viðtöku kortsins, allvega hláturstár ;) Þegar gjöfin var tilbúin töltum við yfir til Siggu og Herdísar í bekkjarpartýið sem var vægast sagt mjög hressandi, frekar mikið um sultuhúmor til að byrja með en svo reyndum við að samsama okkur húmor hinna, maður verður nú að reyna að vera svolítið sósíal þegar maður hittir annað fólk. Eftir fínt partý lá leiðin niður í bæ þar sem við jójóuðum milli Kaffi Ak og Amour, því miður var meiri stemming á Amour en þar var verri músík, það skildi reyndar enginn af hverju það voru allir á Amour en samt hékk fólk þar, skrítna fólk!!!
|

mánudagur, september 05, 2005

Pikk nikk
Sunnudagurinn var ekki alveg notaður í lærdóm eins og ætlast var til, veðrið var bara of gott til þess að sitja heima og læra og því fór ég í gönguferð með Sólveigu systur í kjarna sem var bara hressandi. Eftir það plataði ég Siggu með mér í pikk nikk og fórum við inn í Leyningshóla sem eru mjög innarlega í Eyjafjarðasveit. Á leiðinni inn í fjörðinn skoðuðum við sveitina og það sem helst er að skoða það, við ákváðum sem sagt að hita aðeins upp fyrir grenndarkennsluferðina hans Braga um Eyjafjörðinn ;) Allavega þá fórum við þarna inn sáum kirkjur, jólahús og blómaskálann Vín. Ég man eftir því í gamla daga þegar maður fór í sunnudagsferð fram í Vín hvað það ótrúlega flott þar, þarna var fuglabúr með helling af fuglum í og svo var fiskabúrið ógeðslega flott, það var allt flæðandi í blómum en núna eru þarna einungis nokkrar plöntur, 3 mjög sorglegir fiskar og nokkrir fuglar. Leyningshólar voru allavega mjög flottir, jafn flottir og ég hélt. Eins og það er lítill gróður þarna þá er þetta ótrúlega flott hvernig þarna eru grasi grónar lautir með fullt af trjám í kringum. Ég mæli með því að fólk skelli sér þangað því það tekur nú ekki svo langan tíma að fara þangað :)
|

sunnudagur, september 04, 2005

Road trip!
Við Sigga skelltum okkur í ferðalag í gær, ferðinni var heitið austur út frá bænum og byrjuðum við á að fara til Húsavíkur og héldum svo áfram út á Tjörnesið, stoppuðum við Hallbjarnastaðarkamb þar sem það eru skeljalög í sandinum mjög flott en gæti verið flottara ef ferðamenn væru ekki búnir að eyðileggja þetta :( Héldum við svo ferð okkar áfram, komum við á útsýnisstað þar sem við sáum herfilega stafsetningarvillu, héldum svo áfram þar sem leið lá í Ásbyrgi og gengum þar inn að vatninu, upp að útsýnisstaðnum þar, fórum í fyrirsætuleik, sáum danspallinn og sáum konu í miðurfallegum íþróttagalla húkandi milli trjáa reykjandi og tínandi bel. Drukkum svo kaffitíma á gamla tjaldsvæðinu sem var mjög kósí, ekki má sleppa því að minnast á framlag mömmu Siggu til sultuklúbbsins en hún bakaði hjónabandssælu sem inniheldur auðvitað sultu! Frá Ásbyrgi lá leiðinn upp að Dettifossi sem er hrikalegastur fossa í Evrópu auk þess sem Jökulsáin rennur um hrikalegasta gljúfur í Evrópu samkvæmt Vegahandbókinni. Á leiðinni að Dettifossi skelltum við okkur að Hafragilsfossi sem er í sama hrikalega gljúfri og eins gott að við vorum báðar með sterkar taugar því annars hefðum við ekki komist heilar frá þessari hrikalegu náttúru :) Vegna áráttu okkar Siggu að safna myndum af ákveðnum skiltum (þéttbýli og svo nafn þéttbýlisstaðarins fyrir neðan) þá ákváðum við að skella okkur á Kópasker, sáum 2 flottar kirkjur á leiðinni, Silfurstjörnuna sem er fiskeldi held ég og svo Grettisbæli þar sem við sáum bara skiltið en ekkert merkilegt. En Kópasker var alveg snilldar staður, þar ákváðum við að fara út að vita en til að komast þangað þurfum við að fara yfir flugvöllinn á Kópaskeri! Það er nú ekki oft sem maður getur staðið á miðjum flugvelli ;) En út að vitanum komumst við og einnig komumst við lifandi til baka enda engin umferð á flugvellinum og síðasta flug rétt farið ;) Fórum í kaupfélagið á staðnum sem var svaka búlla og ákváðum svo að við værum búinar að fá nóg af menningunni þarna og leita okkur að annari menningu, fórum við þar sem leið lá til baka og stoppuðum aðeins hjá Jökulsánni en héldum svo bara til baka til Húsavíkur þar sem við rúntuðum aðeins um bæinn, gengum um skrúðgarðinn þar sem Sigga sá listaverk sem gæti verið eftir frænku hennar, var samt ekki alveg sjúr á því og skellti bara mynda af því til þess að geta aflað sér upplýsinga um þetta mál. Fórum svo aðeins út fyrir Húsavík í bað en þar er vatn með heitu vatni í þannig að við gátum baðað okkur það í smá stund! Eftir baðið var komin tími til að fara heim enda var klukkan að ganga tíu!!! Frábær ferð ;)
|

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri, Iceland

Sænsk tónlist vikunnar
20-26 september - Nic & the family
27-3 september - Raymond & Maria
4-10 október - Gyllene tider
11-17 október - Roxette
18-24 október - Alcazar
25-31 október - E-Type
1-7 nóvember - Da Buzz
8-14 nóvember - Dr Alban
15-21 nóvember - The Cardigans
22-28 nóvember - Günther and the Sunshine Girls
29-5 desember - A*Teens
6-12 desember - Marit Bergman
13-19 desember - Lena Philipsson
20-26 desember - Carola
27- desember - ABBA

Powered by Blogger