fimmtudagur, desember 29, 2005

Jólin jólin
Aðfangadagur, jóladagur og annar í jólum eru liðnir hjá og venjulegir dagar taka við fram að gamlársdegi. Í dag var sem sagt fyrsti í venjulegum dögum. Í tilefni af því fór ég ekki á fætur fyrr en um þrjúleitið þar sem ég þurfti að klæða mig til þess að fara að vinna, var sem sagt beðin um að vinna í veikindum einhvers á póstinum. Eftir það skellti ég mér síðan í kvöldmat til ömmu þar sem tveir bræður pabba voru ásamt fjölskyldum (altso konum og barnahjörðum, samtals 7 börn). Amma var með dýrindis mat eins og svo oft áður.

Aðfangadagskvöld gekk vel fyrir sig. Við Sólveig skelltum okkur í messu klukkan 6 sem var bara mjög fínt og að því loknu fórum við bara heim til þess að halda áfram að bíða eftir jólunum. Okkar jól byrjuðu ekki fyrr en um hálf9 þar sem amma var að vinna til klukkan 8. Maturinn var mjög góður og allir fóru saddir í pakkana. Úr pökkunum kom margt fallegt, ég fékk meðal annars lopapeysu, tösku, samheitaorðabók, jólakúlu, bækur, geisladiska, konfekt, kertastjaka og náttföt. Sjálfsagt er ég að gleyma einhverju en það verður bara að hafa það, maður getur nú ekki munað allt.

Jóladegi var svo eytt á Laugum hjá ömmu og afa. Þar var borðað hangikjöt, spilað púkk, spjallað og drukkið kaffi. Aðalatriðið er að borða sem mest, allavega held ég að ömmu finnist það. Niðurstöður púkksins í ár eru eftirfarandi;
Sólveig Jr. 122 eldspítur
Sólveig 106 eldspítur
Gerður 19 eldspítur
Heiða 11 eldspítur
Geir 6 eldspítur
Magga 0 eldspítur
Helgi Jón :(
Á þessum niðurstöðum má sjá á auðæfi safnast á fárra manna hendur eins og er almennt í þjóðfélögum það var því ekkert verið að breyta út af venjunni. Ég er nú nokkuð sátt við mína spilamennsku þar sem ég endaði ekki með mínustölu þó að ég hafi tæknileg séð verið í mínus.

Annar í jólum var svo tekinn í chill, eða svona fram að kaffi en þá fórum við í kaffi til Bjarka og fjölskyldu. Það var nokkuð hressandi enda var maður enn sársvangur frá deginum áður þar sem maður fær aldrei neitt að borða í jólaboðum ;)
|

laugardagur, desember 24, 2005

Pósturinn og jólin
Í dag er aðfangadagur jóla, síðasti vinnudagurinn minn hjá póstinum rann upp í gær en þá var ég búin að vinna hjá þeim í 12 daga samfleytt. Jólakort og aftur jólakort, stærðarraða, stimpla og flokka. Ég komst að því í þessari vinnu að til er alveg ótrúlega mikið af vitlausu fólki. Til er sú óskráða regla að frímerki eigi að vera uppi í horninu hægra megin á bréfum og er það ekkert að ástæðulausu þar sem stimpilvélarnar stimpla þar. Fólk er að klína frímerkjum út um öll kortin, jafnvel í öll horn eða báðum megin, þetta kostar auka vinnu og þarf að tína allt svona úr og handstimpla það sem er langt frá því að vera ánægjulegt, en samt svo gefandi NOT! Þannig að munið nú öll að hafa frímerkin á réttum stað framvegis :) Jólavinnan er allavega búin og núna tekur við frí til 9. janúar.

Prófin gengu framar vonum og er ég sátt við allar einkunnir nema eina en það er í grunnskólafræði. Here are the results;
Barnabókmenntir 8,5
Grenndarkennsla 8,5
Grunnskólafræði ? Kennsluaðferðir 7,5
Íslenskar bókmenntir 9
Lestur og skrift 8
Námssálarfræði 8,5

Ég ætlaði að segja einhvern helling í viðbót hérna þar sem ég hef ekki skrifað hingað svo lengi. Í stað þess að röfla vil ég óska ykkur gleðilegra jóla og vona að þið njótið hátíðanna!
|

mánudagur, desember 12, 2005

Prófin eru búin og jólafrí hafið
Síðasta prófið var á föstudag og var maður nokkuð domm eftir það þar sem það var vakað vel næturnar á undan til að læra. Prófið gekk sæmilega en Bragi kom öllum að óvörum með nýja spurningu á prófinu en á öllum þeim prófum sem við komumst yfir var hann með sömu spurninguna, massaði hana þó vonandi. Föstudagurinn er í móðu og man ég ekkert hvað ég gerði seinnipart þess dags. Á laugardag var svo skemmtidagur, við Sigga skelltum okkur á skauta og fórum svo aðeins í búðir. Fórum í jólahúsið, skelltum okkur smá jólaskrautsrúnt, keyptum takeaway mat og urðum svo að sófakartöflum og horfðum á miss world og Dalalíf. Helvíti fínn dagur!

Á sunnudag skelltum við Alda okkur í Laufás ásamt fríðu föruneyti. Það var jóladagur þar og var verið að skera út laufabrauð og steykja. Einnig var kertagerð, hangikjötssmakk, verið að spila púkk og svo var verið að selja alskonar fallega muni. Eftir Laufásferðina skellti fjölskyldan sér í jólatrésleiðangur inn í Kjarnaskóg og gekk bara nokkuð vel að velja tré þetta árið. Kvöldinu eyddi ég svo með Stínu og Elínu uppi í Þingvallastræti og var eitthvað að rembast við að hjálpa þeim við stærðfræði þar sem þær eru að fara í próf í henni á miðvikudag.

Í dag mánudag byrjaði ég svo að vinna á póstinum við flokkun og kem ég til með að fá meiri vinnu en ég bjóst við og er ekkert nema gott um það að segja.
|

mánudagur, desember 05, 2005

Ertu eitthvað pirr í pú?
Eru prófin að angra þig?
Vantar þig eitthvað til að gleðja þig?

Smelltu þá á slóðina og hafðu kveikt á hátölurunum og ég lofa að þú hressist alveg helling :)
http://www.deaz.dk/
|
Námssálarfræðin búin
Núna er það bara grenndarkennslan eftir á föstudag!
Sigrún námssálarfræðikennari var nú bara talsvert krútt í dag, prófið sem við fengum var sanngjarnt og gat ég svarað öllu eftir bestu getu. Ekki oft sem að maður fer í próf og getur slakað á í því, viss á því að falla ekki á tíma og geta svarað öllum spurningunum og vera bara nokkuð viss á þeim. Þannig að maður er sáttur og sæll eftir þetta próf!
|

fimmtudagur, desember 01, 2005

bara próf eftir
sálfræðipróf, 5. des
grenndarkennslupróf, 9. des

nú er allri verkefna vinnu lokið á þessari önn og því um að gera að hella sér út í prófalestur, finnst reyndar eins og ég sé komin í frí, því það eru bara próf eftir. Til að leiðrétta misskilning þá er ég að fara í próf í námssálarfræði en ekki svona sálfræðilegt próf til þess að kanna geðheilsu nemenda eftir mikla verkefna törn :) Og annað þetta er ekki það eina sem ég á eftir að gera í lífinu, í desember á ég til dæmis eftir að kaupa jólagjafir og vinna þar sem ég var að fá smá desembervinnu á póstinum og lýst mér bara vel á það :) Já og svo á ég líka eftir að fara á tónleika með Ragnheiði Gröndal, ákvað að skella mér á miða þó að ég sé að fara í sálfræðiprófið daginn eftir! Og svo má ég ekki gleyma að ég er að fara að hitta sulturnar mínar í kvöld :)
|

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri, Iceland

Sænsk tónlist vikunnar
20-26 september - Nic & the family
27-3 september - Raymond & Maria
4-10 október - Gyllene tider
11-17 október - Roxette
18-24 október - Alcazar
25-31 október - E-Type
1-7 nóvember - Da Buzz
8-14 nóvember - Dr Alban
15-21 nóvember - The Cardigans
22-28 nóvember - Günther and the Sunshine Girls
29-5 desember - A*Teens
6-12 desember - Marit Bergman
13-19 desember - Lena Philipsson
20-26 desember - Carola
27- desember - ABBA

Powered by Blogger