fimmtudagur, janúar 26, 2006

Bústaður og sólarkaffi
Þá er maður búin að fara í bústað og sólarkaffi. Bústaðarferðin gekk vel, við fórum á Illugastaði seinni partinn á föstudag og var strax hafist handa við það að borða. Potturinn var nýttur vel, singstar sungið of mikið, ekki það að ég hafi neitt á móti því heldur það að raddir mannskapsins voru ekki alveg að fíla það. Á laugardagskvöldið hvessti hressilega og torkennileg hljóð fóru að berast úr bústaðnum, þá var bara sungið hærra til þess að myrkfælnin og hræðslan við Illuga gerði ekki vart við sig :) Ætluðum að fara í pottinn á sunnudaginn líka, allavega ég en það var ekki kostur á því þar sem enn gekk í kviðum. Veðrið gekk þó niður um það leyti sem við vorum að fara og komst því allir heilir heim! Ég vil þakka sultuklúbbnum fyrir frábæra helgi!

Í gær fór ég svo í sólarkaffi að hætti Ísfirðinga hjá henni Siggu Gunnu Yfirísfirðingi. Var þar glatt á hjalla, menn gúffuðu í sig og börn skemmtu sér með fuglinn og nýja dótið hennar Siggu.
|

þriðjudagur, janúar 17, 2006

Kennarar
Ég er ekki viss um að kennarar séu alltaf að grínast þó að nemendur haldi það stundum, þá allra síst í tölvumálum. Tekið skal fram að eftirfarandi frásagnir eru allar í sama kyni þó svo að þær geti átt við hvort kynið sem er.

Ég var eitt sinn með kennara sem var búin að fá skjávarpa í stofuna sína, eða svona sjámyndvarpa. Þetta var allavega voðalega grúví tæki. Það hafði samt gleymst að kenna kennaranum á powerpoint þannig að hann skrifaði glósurnar jafnóðum upp í word. Hann var því allan tíman að skrolla og skrifa, hann hefði sparað hellings tíma hefði hann lært á powerpoint. Ég verð að segja að ég veit ekki hvar þessi kennari er staddur í tæknimálum í dag en miðað við það hvernig hann var í þá daga held ég að hann sé ekki í góðum málum.

Næsti kennari var búin að læra á powerpoint eða allavega að skrifa inn í það en eitthvað hafði gleymst í þeirri kennslu. Kennarinn var ekki búin að læra að setja í full screen eða F5 eins og við kjósum að kalla það. Þannig að kennarinn var alltaf inni í forritinu þannig að glærurnar voru litlar og svo var meira bras fyrir hann að skipta á milli þeirra. Þessi kennari má þó eiga það að hann var viljugur að læra og lærði meðal annars að setja inn blaðsíðutöl á glærurnar.

Síðasti kennarinn sem ég ætla að tala um er greinilega algjör tölvusnillingur. Þessum kennara tókst það að setja inn 50 glæru show á acrobat form. Þannig að ef ég ætla að prenta það út þá prentast það út á 50 blaðsíður í stað þess að setja 6 glærur á blað og þurfa þannig bara 9 blöð í stað 50, hugsið um regnskógana!!!

Ég veit ekki alveg hvað ég er að fara út í, ég er að fara að stimpla mig inn í þá stétt sem er hvað lélegust í tæknimálum. Hver kannast ekki við setningu eins og ,,er einhver hérna sem kann á sjónvarpið og vídjóið? ef þetta er ekki bara klassískasta setning sögu kennslu á Íslandi!
|
Bústaður
Samkvæmt spánni á mbl á ógeðisveðrið sem geisar hér allt í kring að ganga niður og það á að vera bara fínt um helgina sem er bara frábært. Er sem sagt að fara um helgina með sultunum í slökunarferð. Höfðum aldrei tíma til þess á haustönninni þannig að núna er tekin helgarferð í að slaka á fyrir báðar annirnar. Skilst að eina reglan sé sú að það sé bannað að læra í ferðinni, en hver fer svosem að læra þegar þeir eru í chill-ferð í bústað með heitan pott og góðan mat? Annars þá er skipulagningafundur í dag þannig að þá skýrast málin :)
|

fimmtudagur, janúar 12, 2006

Ég er hlaupbangsar

Gummy BearsYou may be smooshie and taste unnatural, but you're so darn cute.

|

miðvikudagur, janúar 11, 2006

Skólinn
Skólinn er byrjaður, byrjar reyndar róleg þar sem aðeins 3 fyrirlestrar eru í þessari viku. Sem betur fer voru þeir um og eftir hádegi. Þó hefur gengið ágætlega að æfa sig í því að vakna snemma, í fyrradag vaknaði ég held ég hálf tíu og í morgun vaknaði ég hálf níu svo er stefnan tekin á að vakna fyrir klukkan átta á morgun svo þetta er allt að koma með að snúa sólarhringnum við. Helstu vandræðin eru að sofna á kvöldin og held ég að það hafi verið í gær sem mér tókst í fyrsta skipti að sofna fyrir 12! Ég er bara nokkuð stolt af frammistöðu minni síðustu daga :) Þó að skólinn fari hægt af stað hef ég ákveðið að fara aðeins hraðar af stað og ætla jafnvel að vera dugleg að lesa heima fyrir tíma, sé samt til hvernig það gengur, en það gekk allavega í dag eða svona næstum því.
|

mánudagur, janúar 09, 2006

Vetrarborgin og Djöflatertan
Í dag kláraði ég að lesa Vetrarborgina eftir Arnald Indriðason og get ég ekki sagt annað en að ég hafi orðið fyrir vonbrigðum með bókina. Bókin er allavega ekki hans besta. Hún er langdregin og það dregur úr spennunni að mínu mati. Ég var allavega laus við alla spennu þegar ég las hana, stemmingin datt einhvernvegin bara niður. Einnig fannst mér vanta svona aukasögu í bókina en slíkar sögur gefa þessu svolítið líf af mínu mati. Ég er eiginlega bara hálf hissa yfir því að hann hafi sent þessa sögu frá sér. En nóg um það, vona bara að næsta sagan hans verði betri!

Í jólafríinu er ég einnig búin að lesa Djöflatertuna en hún er eftir tvær stelpur, önnur þeirra er umsjónamaður Stundarinnar okkar en ég er ekki sjúr á því hver hin er. Þetta er saga fyrir ungar stúlkur, ekki unglinga og ekki fullorðna. Sagan fjallar um hefnigjarnar stelpur með kramin hjörtu. Bókin var ágætis skemmtun, ég hló margsinnis upphátt meðan að ég las hana en ég veit ekki hversu gáfuleg hún er, ég sé þetta allavega ekki fyrir mér gerast í raunveruleikanum en hvað veit maður?
|
300.000
Þrjúhundrað þúsundasti Íslendingurinn er kominn í heiminn og ekkert nema gott um það að segja. Barnið sem er drengur á örugglega eftir að fá einhverjar gjafir fyrir það mikla afrek að koma á réttum tíma í heiminn. Stærsta gjöfin er ábyggilega án efa það að Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra eða Dóri Áss eins og ég kalla hann og einhver kall af hagstofunni ætla að heimsækja hann á fæðingardeildina.

Hægt er að lesa um þetta meðal annars á mbl.is
|

föstudagur, janúar 06, 2006

Gleðilegt ár
Nú fer jólafríinu góða að ljúka þar sem skólinn byrjar á mánudaginn. Það verður gott að byrja í skólanum þar sem það er orðið svolítið leiðigjarnt að gera ekki neitt. Sólahringnum hefur verið snúið við er telst það til daglegra tíðinda að vakna um hádegi og skottast svo á náttfötunum fram eftir degi. Stundum hafa einnig komið þannig dagar að maður hefur ekkert þurft að fara út úr húsi og því hafa náttfötin verið notuð allan daginn. Það má þó ekki halda að ég hafi ekki gert neitt. Ég er búin að vera að æfa íslenskuna og spila krossgátuspilið, scrabble og jafnvel gert krossgátur. Svo hef ég æft mig í sænskunni þar sem ég er að lesa sænska sakamálasögu sem ég fékk í jólagjöf. Ég man nú ekki eftir neinu fleiru sem gæti talist markvert ég gæti svo sum talið upp að ég hef sett í þvottavélar og tekið úr þeim auk þess að hafa tekið úr uppþvottavélinni en ég læt hér staðar numið áður en að þetta verður of ítarlegt.
|

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri, Iceland

Sænsk tónlist vikunnar
20-26 september - Nic & the family
27-3 september - Raymond & Maria
4-10 október - Gyllene tider
11-17 október - Roxette
18-24 október - Alcazar
25-31 október - E-Type
1-7 nóvember - Da Buzz
8-14 nóvember - Dr Alban
15-21 nóvember - The Cardigans
22-28 nóvember - Günther and the Sunshine Girls
29-5 desember - A*Teens
6-12 desember - Marit Bergman
13-19 desember - Lena Philipsson
20-26 desember - Carola
27- desember - ABBA

Powered by Blogger