föstudagur, febrúar 17, 2006

Hælaskór
Ég ætlaði að fara að blogga áðan því ég var með svo brilliant efni sem ég ætlaði að tala um en þegar ég settist niður gleymdi ég því hreinlega hvað ég ætlaði að ræða um. Ég sit núna á bókasafni skólans og þá mundi ég skyndilega hvað ég ætlaði að tala um þegar kvenmaður trampaði hérna framhjá mér á hælaskónum sínum.

Ég er búin að komast að því að ég þoli ekki fólk í hælaskóm og þá helst fólk sem kann ekki að ganga á slíkum skóm. Sjálf er ég klaufi í þannig skóm þannig að ég læt þá alveg eiga sig.

Fyrsta minningin varðandi hælaskó er frá því í menntaskóla, þá sat ég á bókasafninu og var að læra fyrir próf. Einn starfsmaður skólans gekk/trampaði reglulega fram hjá bókasafninu sínu í hælaskónum sínum svo glumdi í öllu og þá var einbeitingunni tapað í bili. Það þýddi ekkert að hafa eyrnatappa, þetta hljóð skar í gegnum allt.

Þegar ég byrjaði svo í Háskólanum var lögfræðideildin til húsa í sama húsi og við. Það virðist vera mikið trend hjá lögfræðigellunum að vera í hælaskóm og því trömpuðu þær um húsið. Þegar maður kemur upp á Sólborg er ástandið verra og þá er það ekki bara lögfræði deildin sem trampar, á gólfinu er náttúrusteinn (ég held að hann heiti það!) og þið getið rétt svo ímyndað ykkur hversu skemmtilegt hljóð myndast þegar hælarnir skella í steininum.

Ég get þó ekki neitað því hvað það er gaman að fylgjast með fólki sem kann ekki að ganga á hælaskóm, hvernig það brussast áfram með mjög skemmtilegum hreyfingum.

Ef ég set þetta upp eins og gert er í Birtu þarna með hitamælinn og heitt og kalt þá er hælaskórnir við alkul eða -273,15 °C en sléttbotnaskór í sumarhita.

Því set ég X við sléttbotna skó
|

fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Kvartpjatti
Ég er held ég ömurlegasta manneskjan í öllum skólanum og jafnvel þótt víðar væri leitað! Þannig er mál með vexti að við kennaranemar erum geymdir í Þingvallastrætinu í gamla iðnskólanum og erum þar við lámarksaðbúnað. Það eru reyndar voðalega flott sófasett þar auk þess að það er heimilisleg stemming þar en sófarnir eru bara til þess að blekkja utanafkomandi.

Í húsinu er lágmarksnetþjónusta, það er ekki hægt að fara á netið nema á nokkrum stöðum í húsinu. Kaffistofan sem er vinnuaðstaða nemenda er til dæmis netlaus, það þýðir ekki einu sinni að standa undir ,,ráternum? það er allt dautt. Það er held ég búið að tala við alla sem vinna á gagnasmiðjunni, þeir vísa hver á annan, þykjast ekkert vita, biðja formann nemendafélagsins að senda bréf eða svara hortugt að þeir hafi svo mikið að gera og geri þetta þegar þeir hafi tíma. Hvílík þjónusta, það virðist vera að þeir sem eru menntaðir í tölvugeiranum læri þennan hroka, nema þetta sé starfsmannastefna hjá þeim sem vinna við tölvuþjónustu í skólanum. Þið hugsið sjálfsagt, hvað er hún að kvarta hún á ekki einu sinni fartölvu! En ég hef einmitt ástæðu til að kvarta, ég þarf jú að vinna verkefni sem oft eru í formi hópvinnu. Ég sit því uppi með óánægða hópfélaga auk þess að við komumst ekki á netið til þess að sækja okkur upplýsingar fyrir verkefnin. Það vita allir af þessu vandamáli en öllum virðist einhvernvegin vera sama þar sem við erum staðsett í Þingvallastrætinu! Utanafkomandi gantast með það að þetta sé það sem komi til með að mæta kennurum í skólunum og því verði þeir bara að gjöra svo vel að venja sig við þetta strax.

Annað mál. Ein stofan í Þingvallastrætinu vísar í vestur(svona fyrir norðlendinga). Það er því vonlaust að vera þar eftir hádegið þegar sólin er hátt á lofti sem hún alltaf er því allir vita að það er alltaf gott veður á Akureyri. Stofan er mjög fín og vel búin en það vantar í hana eina rúllugardínu og það er einmitt sú gardína sem varnar því að sólin skíni á þann stað sem skjávarpinn beinir myndinni á. Það er því til mikils að vera þarna eða ekki þar sem við sjáum ekki þær glærur sem kennarinn hefur fram að færa sem er frekar nauðsynlegt þar sem þetta er saga og landafræði og það er mikið af kortum sem segja meira en mörg orð.

Þriðja og jafnframt síðasta málið í dag er það að aðgangskortakerfið í skólanum er alltaf að bögga mig. Við eigum að komast inn í skólann á öllum tímum sólarhringsins en ekki ég. Ég kemst jú inn þegar skólinn er opinn en þegar ég ætla að fara að nota kortið mitt vælir kortalesarinn á mig. Konurnar á skrifstofunni segja að þetta sé einhver kerfisvilla og ég þurfi að koma reglulega og láta uppfæra kortið. Síðast þegar ég kom sögðust þau reyndar vera komin með lista til þess að uppfæra reglulega til þess að við þyrftum ekki alltaf að vera að koma. Ég tel þetta ekki vera kerfisvillu heldur held ég að þetta sé leið skólayfirvalda til þess að losna við mig, röflarann, úr skólanum!
|

þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Borg óttans
Ég er búin að fara í borg óttans og komst ég lifandi heim. Fór ég í vísindaferð með háskólanum og skemmti mér bara mjög vel. Á föstudaginn fórum við í heimsókn í Ísaksskóla þar sem við hittum rottu. Og svo fórum við á Leikskólann Hjalla þar sem við hittum mjög virkan leikskólastjóra. Vel var verslað í borginni, nokkrir bolir, 2 pör af skóm og marimekkotaska svo eitthvað sé nefnt. Farið var út að borða og djammið skoðað. Akureyskt djamm er mun auðveldara en Reykvískt, hér eru styttri vegalengdir og maður þarf ekki að borga fúlgur fjár í leigubíl til að komast heim. Í heild var þetta hin skemmtilegasta ferð!

|

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri, Iceland

Sænsk tónlist vikunnar
20-26 september - Nic & the family
27-3 september - Raymond & Maria
4-10 október - Gyllene tider
11-17 október - Roxette
18-24 október - Alcazar
25-31 október - E-Type
1-7 nóvember - Da Buzz
8-14 nóvember - Dr Alban
15-21 nóvember - The Cardigans
22-28 nóvember - Günther and the Sunshine Girls
29-5 desember - A*Teens
6-12 desember - Marit Bergman
13-19 desember - Lena Philipsson
20-26 desember - Carola
27- desember - ABBA

Powered by Blogger