þriðjudagur, maí 30, 2006

Fætur

Fætur fengnir að láni hjá Aron Leo

Á veturnar þegar maður er í skólanum situr maður og stendur til skiptis
Í próftíðum situr maður nánast bara
Á sumrin þegar maður er að vinna labbar maður bara

Það er ekki skrítið þó að maður sé þreyttur í fótunum fyrstu vinnuvikurnar þar sem maður er að koma þeim í þjálfun við að standa á þeim allann daginn!!!
|

laugardagur, maí 27, 2006

Kosningar
Þá er runninn upp kosningadagur. Hvað maður gerir það er góð spurning, er sem sagt ekki enn búin að ákveða hvað ég ætla að velja. Það kemur bara í ljós.

Er svo að fara að vinna í kvöld, þannig að byrjun kosningavöknunar verður tekin þar, sé svo til hversu fersk ég verð þegar ég kem heim hvort að ég fylgist með þessu. Ég hef haft óvenju lítinn áhuga á þessu núna, það er kannski út af því að frambjóðendur hafa ekki verið nægilega duglegir að dreifa boðskap sínum til mín. Ég hef einungis fengið eitt bréf á mitt nafn, eitt sms og einn tölvupóst. Engin framistaða hjá flokkunum :(
|

þriðjudagur, maí 16, 2006

Vinnan
Þá er vinnan hafin og gott betur, er búin að vera að vinna í tvo daga og núna er komið að fríi :) Fríið er reyndar ekki langt heldur einungis einn dagur. Það er samt svo fínt að geta slakað á í einn dag og melt það hvernig manni finnst vinnan. Það er líka fínt að geta hvílt lappirnar aðeins þar sem maður er ekki vanur að ganga svona mikið á daginn. Þegar maður er í skóla er maður frekar vanur því að sitja á rassinum.

Það er samt ekki að segja að ég ætli ekki að gera neitt á morgun. Ég var að hugsa um að mæta á fund með félögunum ef ég nenni og svo þarf ég að gefa fjarnemum pizzu á morgun. Helst af öllu vona ég að það verði sól á morgun, mig langar svo í sund í sól. Mig langar svo í smá lit á minn hvíta kropp, bara smá lit ég bið ekki um meira :)

En af vinnunni. Vinnan er fín, ég er strax búin að eignast fullt af nýjum vinkonum. Hef reyndar ekkert hitt svo mikið af gömlum vinkonum síðan í fyrra sumar. Verð að fara að kíkja út á hinn ganginn til þess að líta á eina þeirra. Það hefur bara verið svo mikið að gera við það að koma sér inn í djobbið og rútínuna en sérstaklega það að kynnast fólkinu svona þar sem ég var eingöngu á norðurganginum í fyrra. Núna verð ég eitthvað beggja blands. Það reddast alveg fínt sérstaklega þar sem ég er svo óggisslega klár :) Verður maður ekki að peppa sig upp og bústa sjálftraustið og sjálfsálitið? Ef maður gerir það ekki sjálfur þá gerir enginn það!

LAG DAGSINS: Someone Saved My Life Tonight með Elton John

|

sunnudagur, maí 14, 2006

Flíspeysur
Lengi hefur verið rætt um það að kennaradeildin sé klippa og límadeildin en það er ekki bara talað um það heldur erum við annáluð fyrir að vera flíspeysudeildin líka. Það er ekki lítið lagt á deildina :) Ónefndur nemandi í kennaradeildinni hafði á orði að það væri allt annað að koma upp á Sólborg þar sem allir væru uppstrílaðir og fínir en svo í Þingvallastræti væru allir í flíspeysum.Ég fór að hugsa málið. Erum við í flíspeysum út af því að við erum ósmekklegri? Erum við kannski bara svona klár að við kunnum að klæða okkur eftir veðri? Eða er svona kallt í Þingvallastrætinu að við þurfum hreinlega að vera vel klædd til þess að haldast þar inni?

Þegar stórt er spurt þá er fátt um svör!
|

laugardagur, maí 13, 2006

Þar kom skýringin!

You Don't Have a Boyfriend Because You are Too Shy

When a guy gets to know you, he finds a great catch
Problem is... you're too shy for most guys to get to know.
From meeting someone to dating, you usually have your guard up.
And while you're just holding back, it makes you seem like you've got something to hide.
|
Grænn eplalitur er minn grænn!


You Are Apple GreenYou are almost super-humanly upbeat. You have a very positive energy that surrounds you.

And while you are happy go lucky, you're also charmingly assertive.

You get what you want, even if you have to persuade those against you to see things your way.

Reflective and thoughtful, you know yourself well - and you know that you want out of life.

|

miðvikudagur, maí 10, 2006

Óþolandi næs
Hver kannast ekki við það að vera næs en fá svo ekkert til baka?
|
Sumarfrí
Þá er maður komin í örlítið sumarfrí ef sumarfrí er hægt að kalla. Ég kláraði síðasta prófið mitt á mánudag og hef verið að chilla síðan þá. Prófin gegnu svona ágætlega eða vonum það bara þangað til að annað kemur í ljós.

Það sem fer mest í taugarnar á mér í þessu svokallaða sumarfrí er það hvað mér gengur illa að sofa út á morgnanna. Í gærmorgun vaknaði ég 9 og svo í morgun var ég glaðvöknuð um 7, hvers á ég að gjalda? Í staðin fyrir það að geta ekki sofið er ég að chilla í tölvunni, lesa blöðin, lesa bækur, hlusta á útvarpið og tyggja húbba búbba. Ég er meira að segja í keppni við sjálfa mig um það hver bæs stærstu kúluna! How low can I go?
|

laugardagur, maí 06, 2006

Endur
Ég var á leið heim frá Guðbjörgu í gær, keyrði niður gilið, varð að stoppa þar. Ástæðan? Endurnar af andapollinum í kvöldgöngu á miðri götu!

Þetta gæti verið ein af þessum öndum sem ég hitti þar sem ég fann myndina af henni á akureyri.is en hver veit?

|

fimmtudagur, maí 04, 2006

Próftíð!
Þetta er mjög spennandi blogg. Er núna í pásu frá siðfræðinni og er að taka bloggrúnt, bæði ákvað ég að blogga og deila með öðrum mínu fábreytta lífi og einnig ákvað ég að drita niður kommentum hér og þar í bloggheiminum.

Núna er ég stödd í stofu 21 í Þingvallastrætinu þar sem ég hef búið síðan á fimmtudaginn fyrir viku. Við höfum komið okkur verulega vel fyrir hérna við sulturnar. Erum búnar að teikna rosalega fallega mynd á töfluna sem er hluti af umbunarkerfinu hjá okkur. Ef við erum duglegar að læra þá fáum við að teikna og bæta við myndina. Myndin var fyrst lítil en er núna orðin heil tafla. Myndin samanstendur af Sunset valley og Crazy town en mitt á milli er ævintýraskógurinn og útbrunna eldstöðin. Þarna er Andy í karokí og svo er stupit girl þarna líka. Ekki má gleyma Inga og Guðný sem eru okkar stoð og sytta. Göngin sem við vitum ekki hvar enda og Grýla, jólasveinninn og peningatréið, hundarnir Vaskur og Kvaskur, galdranornin, hlæjandi hesturinn, UFOið og andarunginn góði. Það tæki allan daginn að telja upp hvað er á þessari mynd. Hún er hreint út sagt frábær og alltaf er að bætast við hana.

Ekki nóg með að ég sé búin að búa hérna í 21 frá morgni til kvölds heldur dreymir mig að ég sé hérna á nóttinni líka, er það ekki hámark geðveikinnar?

En að lærdómnum. Fór í tölfræðipróf hjá layladylay manninum Andy og var þar fátt sem kom á óvart þannig að hann ætti nú að gefa mér vel fyrir það próf kallinn, annars fer ég bara og tek lagið fyrir hann :) Siðfræðin er á morgun, er nokkurnvegin með stefnurnar á hreinu en veit ekki alveg hvernig ég kem til með að koma þessu efni frá mér. Það kemur bara í ljós, hlýtur að reddast vonum það allavega. Svo er það sögu og landafræði maraþon um helgina og próf úr því á mánudag, vonum að kallarnir verði með næs spurningar eða þá að ég verði að springa úr fróðleik þannig að ég rúlli því upp! Mig langar svo að standa mig vel en ég hef bara ekki nenni í að vera að læra. Langar miklu frekar að vera bara að gera ekki neitt.

Ég get þó hugsað jákvætt og hugsað um það að ég þarf ekki að gera neitt frá og með mánudeginum 8unda maí til 15da maí en þá byrja ég að vinna hjá ellivinum mínum á Hlíð. Er reyndar farin að hlakka til að byrja að vinna. Langar þó til útlanda en ég geri það bara næsta sumar, það er nægur tími til að hugsa um það síðar. Eða vonum það allavega!

Ætli það sé ekki best að ég hætti að rausa. Er búin að rugla nóg hérna, gæti sjálfsagt ruglað meira en læt þetta duga í bili!
|

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri, Iceland

Sænsk tónlist vikunnar
20-26 september - Nic & the family
27-3 september - Raymond & Maria
4-10 október - Gyllene tider
11-17 október - Roxette
18-24 október - Alcazar
25-31 október - E-Type
1-7 nóvember - Da Buzz
8-14 nóvember - Dr Alban
15-21 nóvember - The Cardigans
22-28 nóvember - Günther and the Sunshine Girls
29-5 desember - A*Teens
6-12 desember - Marit Bergman
13-19 desember - Lena Philipsson
20-26 desember - Carola
27- desember - ABBA

Powered by Blogger