fimmtudagur, júní 22, 2006

Ferðalög
Þegar maður er í vaktavinnu þá er oft mikið um stutt frí sem oft eru aðeins einn dagur. Misjafnlega gengur að nýta þessa daga. Stundum gerir maður bara ekki neitt á þeim. Mér hefur reyndar tekist að fara í tvö stutt ferðalög í sumar. Annað er út á Gásir þar sem við fórum í fjöruna og gengum út að uppgröftinum á Gásakaupstað. Og hitt er þegar við keyrðum inn í Svarfaðardal og rúntuðum þar um.

Í ferðinni á Gásir náði ég að tína 10 nýjar tegundir í plöntusafnið mitt sem ég byrjaði að safna í síðasta sumar. Þannig að nú á ég 56 tegundir í safninu. Ég tók mig til og lagaði til í plöntusafninu og er það núna komið í snyrtilega stafrófsröð :)
|

fimmtudagur, júní 08, 2006

Jú möst bí kiddíng!
Ég hlakkaði svo til þess að fara að horfa á Hálandahöfðingjan í kvöld en nei, það er handboltaleikur!
|

miðvikudagur, júní 07, 2006

Þá er það komið á hreint!


Ekki nóg með að þvottavélar éti sokka, þá glefsa þær líka í þá eins og sjá má á þessari mynd!
|

sunnudagur, júní 04, 2006

Hringinn í kringum landi


Það er merkilegt hvað fólk þrjóskast við að hjóla, ganga, sigla og ábyggilega eitthvað meira í kringum landið til þess að vekja máls á góðum málefnum og safna styrkjum. Síðasta sumar voru nokkrir leiðangrar í kringum landið og ábyggilega eitthvað álíka þetta sumarið. Ég veit ekkert hverjir þetta eru sem eru í þessum leiðöngrum né til styrktar hverjum þeir eru. Tek sem sagt ekkert sérstaklega eftir þessu nema þá þegar maður sér í blöðunum fréttaskot um þetta.

Ég skil bara ekki hvað fólk fær út úr þessu. Held að sami strákurinn og gerði eitthvað í fyrra sé að fara hringinn aftur í ár. Af hverju? Af hverju fer fólk ekki bara að selja klósettpappír eða fær sér almennilega vinnu til þess að vinna sér inn hellings pening til þess að geta styrkt málefnin?
|

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri, Iceland

Sænsk tónlist vikunnar
20-26 september - Nic & the family
27-3 september - Raymond & Maria
4-10 október - Gyllene tider
11-17 október - Roxette
18-24 október - Alcazar
25-31 október - E-Type
1-7 nóvember - Da Buzz
8-14 nóvember - Dr Alban
15-21 nóvember - The Cardigans
22-28 nóvember - Günther and the Sunshine Girls
29-5 desember - A*Teens
6-12 desember - Marit Bergman
13-19 desember - Lena Philipsson
20-26 desember - Carola
27- desember - ABBA

Powered by Blogger