miðvikudagur, nóvember 29, 2006

A-Teens eða A*Teens
eða bara ABBA unglingarnir eins og upphaflega meiningin var með hljómsveitinni. Fyrsti diskurinn þeirra var diskur með ABBAlögum sem búið var að poppa upp í flestum tilfellum. Eitthvað hafa þau samt gefið út af eigin lögum og er eitt þeirra hér að neðan. Þau breyttu nafninu í A-Teens þar sem það gaf þeim meiri möguleika, þar voru þau ekki einungins bundin af ABBAlögum.


Samkvæmt wikipediu hafa þau tekið sér pásur og byrjað aftur en núna er talað um að hljómsveitin sé minningin ein og að meðlimir hennar séu allir byrjaðir á eigin verkefnum meðal annars sólóferlum. Það er því spurning hvort að það hafi veitt þeim ólukku að vera ABBA unglingarnir þar sem hljómsveitin hætti eins og upprunalega ABBA?

I Promise Myself lag sem var heitt sumarið 2004


Hérna kemur svo einn góður ABBA slagari Mamma Mia


A*Teens á Wikipediu
Heimasíða A*Teens
|

þriðjudagur, nóvember 28, 2006

VEI VEI
Það á að fara að opna ABBAsafn í Stokkhólmi árið 2008! Já ég veit að ég er nörd :)

ABBA safn opnað í Stokkhólmi árið 2008

Á safninu verður hægt að lesa um sögu hljómsveitarinnar, skoða búninga, hlusta á tónlistina og eitthvað fleira.


Þegar ég fór á safn sem heitir Musikmuseet eða Tónlistasafnið og er í Stokkhólmi þá var þar ABBA horn, þar voru búningar, myndir og svo var hægt að hlusta á tónlistina en þetta á örugglega eftir að verða mjög flott að hafa heilt safn undir ABBA!
|
Sittu nú með beint bakið!!!
Ég hef aldrei þolað þessa setningu, aldrei skilið hvernig hægt er að sitja með beint bakið ég verð bara þreytt á að sitja þannig. Það var mér til mikillar lukku að sjá þessa fyrirsögn á mbl í morgun.

Óhollt að sitja beinn í baki


|

sunnudagur, nóvember 26, 2006

Sleðaferð
Þar sem ég og Sólveig vorum svo duglegar í dag þá ákváðum við að veita okkur þau verðlaun að við fengum að fara út að leika okkur á sleða. Við hleyptum sem sagt barninu í okkur út :) Við þurfum ekkert að hafa börn með okkur til þess að leika okkur eins og svo margir. Hver hefur til dæmis ekki séð foreldra með börnin sín í sundi neiða þau til þess að fara í rennibrautina jafnvel hálfgrenjandi bara til þess að foreldrið geti fengið útrás fyrir rennibrautafikn sinni. Af hverju ekki bara að fara sjálfur í rennibrautina í stað þess að framkalla martraðir hjá barninu, það dæmir þig enginn fyrir að fara í rennibrautin heldur hugsar fólk frekar flott hjá þessum að drífa sig eða það er allavega það sem ég myndi hugsa. En þetta var smá útúrdúr. Við Sólveig fórum allaveg upp í jólasveinabrekku og tókum nokkrar góðar ferðir, Sólveig er reyndar eitthvað löskuð eftir þetta en það kallar hún að vinna keppnina. Ég vissi reyndar ekki að við værum í keppni en ætli ég veriði ekki bara að játa mig sigraða í fífldirfskukeppninni. Er ekki betra að vera save en sorrý?
Ef Sólveig hefði verið á þessum hefði hún ekki runnið aftur af sleðanum og slasað sig :)
|
Blá
nei nei ég er ekkert blá af kulda en það má þakka 66°N ja eða þakka, það er jú ég sem versla við þá þannig að þeir ættu að þakka mér! Titilinn hérna er samt tileinkaður vinkonu minni, hún sem er rauð flesta daga er orðin helblá í tilefni af prófkjöri helgarinnar :)
|

laugardagur, nóvember 25, 2006

Jón Gnarr
Maðurinn er snillingur, ég fór á upplestur hjá honum á Amstsbókasafninu á fimmtudaginn en þar var hann að kynna skáldaða ævisögu sína Indjánann. Hann las kafla upp úr bókinni sem fjallaði um samskipti hans við ömmu sína, þessi samskipti eru alveg frábær, hann var hrekkjóttur strákur, vildi þó bara vel en var gjarn á að prufa hluti eins og að setja uppþvottalög í kaffið hjá ömmu sinni og setja teppalímband undir skóna hennar. Það má segja að Jón hafi verið Emil í Kattholti síns tíma :)

Ég get ekki annað sagt að ég hlakki til þess að lesa bókina hans!


Þessa mynd tók ég við upplesturinn
|

fimmtudagur, nóvember 23, 2006

Logn
Æji Sólveig, höfum logn! Ætlaði að segja þöng :)
|

miðvikudagur, nóvember 22, 2006

Günther and the Sunshine Girls
Ég heyrði í þeim sumarið 2004 og voru þau þá talsvert spiluð í Svíaríkinu. Ég veit ekki hvað ég á að segja meira um þau en það eru hellings upplýsingar á ensku á wikipediu um þau. Jú ég get sagt eitt, hann Günther gerir mikið út á það að vera glamúrös og er tónlistin hans danstónlist! Hann er klúbbaeigandi og fyrrverandi módel, hans rétta nafn er Mats Söderlund.


Hér er Teeny Weeny String Bikiniog hér er Ding Dong Song

|

þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Fullorðin
Æfingakennslan er búin og núna á morgun er síðasti dagur á skólabekk þessa önnina. Ég er sem sagt búin að vera í háskólanum í dag og í gær. Kennarinn sem var að kenna okkur í gær sagði að hún sæi mun á okkur kennaranemunum, við værum orðin svo fullorðin. Ég er ekki viss um að ég skilji hana rétt! Mér finnst ég bara vera þreytt eftir æfingakennsluna og var því þreytt þegar ég mætti í tíma á mánudagsmorguninn kl. 8:10. Ég fór þá að hugsa, er maður orðin fullorðin þegar maður er alltaf þreyttur? Kannski þið getið hjálpað mér að svara þessu?
|

sunnudagur, nóvember 19, 2006

Laugardagurinn...
...var góður dagur, laus við áhyggjur af kennsluáætlunum og ekkert hugsað um komandi verkefni sem skila þarf!

Deginum eyddi ég í að náttfatast, klæða mig vel og fara svo út til að gera svo margt skemmtilegt. Fyrst fórum við Sigga og Eyrún á Minjasafnið til þess að skoða brúðkaupssýninguna sem er þar í gangi á sinni síðustu sýningarhelgi, sáum þar meðal annars brúðkaupsmynd af foreldrum Eyrúnar. (þetta eru þó ekki þau á þessari mynd :))


Við Sigga fórum svo á listarölt í Gilinu, fórum á sýningar í populus tremula, galleri box og jv galleri en þar sem það var svo rosalega kalt úti ákváðum við að skella okkur í kakó á Bláu könnuna til þess að ná eðlilegum líkamshita, ekkert grín að vera úti í -15° frosti þó að maður sé í 66°N frá toppi til táar auk matsjóvestisins míns góða.

Í nótt ákvað ég svo að freista þess að vakna rétt fyrir fimm sem að þá átti að vera hámark þess að við gætum séð leoníta (sjá mynd að neðan). Leoníotar eru rykslóði halastjörnu og er hægt að lesa nánar um þá á stjörnufræðivefnum.

|

fimmtudagur, nóvember 16, 2006

Mike Attack
Það eru tvær aukasýningar á þessu verki, þann 24 og 25 nóvember klukkan 20, er einhvern sem langar til þess að fara með mér?
|

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

The Cardigans...
...er sænsk hljómsveit svona fyrir ykkur sem vissuð það ekki. Hún var stofnuð árið 1992 og hefur verið starfandi síðan þá.


Hljómsveitin á hittara, eins og Sick and tierd og Rice and shine :) Þeir eru báðir hér að neðan! Einnig ætti fólk að kannast við lögin Favorite Game og Love fool

Hérna er heimasíða bandsins
Upplýsingar á wikipediu
|

þriðjudagur, nóvember 14, 2006

Til bráðabirgða!!!
Bakgrunnurinn á síðunni var með eitthvað bögg, hann sem sagt lét sig hverfa, skamm skamm. Þetta verður til bráðabirgða þangað til að ég er búin að finna eitthvað sem mér líkar!
|

laugardagur, nóvember 11, 2006

Agnetha, Frida og Madonna...
...að vinna að tónlist saman, þetta verður fróðlegt!
|

miðvikudagur, nóvember 08, 2006

Dr. Alban
er tónlistamaður vikunnar, hann er fæddur í Nígeríu en er búsettur í Svíþjóð og hefur þar unnið að ferli sínum ásamt því að hafa rekið veitingastað og útgáfufyrirtæki. Hann hefur verið að vinna að tónlist frá 1990 og gaf síðast úr smáskífu 2003. Þeir hittarar sem ég man eftir eru Sing Hallelujah og It's My Life og voru þeir góðir í þá daga!Hérna fyrir neðan er lagið It's My LifeHægt er að fá upplýsingar um hann á wikipediu
|

miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Da Buzz
Júrópoppið heldur áfram hérna á síðunni. Núna er það Da Buzz! Ég fann heimasíðu hljómsveitarinnar ásamt annari síðu sem ég læt fylgja hér á eftir en blogger er eitthvað að bögga mig og leyfir mér ekki að setja inn myndir.

DangerousHow could you leave meHeimasíða sveitarinnar
síða þar sem hægt er að hlusta á lög með sveitinni
Sláið svo inn Da Buzz á youtube.com
|

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri, Iceland

Sænsk tónlist vikunnar
20-26 september - Nic & the family
27-3 september - Raymond & Maria
4-10 október - Gyllene tider
11-17 október - Roxette
18-24 október - Alcazar
25-31 október - E-Type
1-7 nóvember - Da Buzz
8-14 nóvember - Dr Alban
15-21 nóvember - The Cardigans
22-28 nóvember - Günther and the Sunshine Girls
29-5 desember - A*Teens
6-12 desember - Marit Bergman
13-19 desember - Lena Philipsson
20-26 desember - Carola
27- desember - ABBA

Powered by Blogger