miðvikudagur, mars 21, 2007

Tónlistamaður vikunnar...

...er kominn í frí vegna anna síðueigenda. Þegar hægjast fer um í skólanum þegar kemur fram á vor gæti verið að þessi liður verði tekinn upp aftur.
|

fimmtudagur, mars 15, 2007

Börn

Mér finnst Angelina Jolie vera sjúk manneskja, núna rétt í þessu er hún komin til Víetnam til þess að ná sér í enn einn krakkan. Fékk flýtimeðferð á ættleiðingarferlinu. Mér finnst ekkert að því að ættleiða börn, langt því frá. Mér finnst hins vegar mjög sjúkt hvernig sumar stjörnurnar í Hollywood nýta sér þetta til þess að fá athygli, "já sækjum okkur bara einn krakka í þessari viku, eigum við að gera eitthvað villt og hafa þá tvo í þeirri næstu? jafnvel þrjá?".
|

miðvikudagur, mars 14, 2007

The Ark

The Ark er glamúrgrúppa sem var að vinna Melodifestevalen um síðustu helgi í Svíþjóð. Þeir verða því framlag Svía til Eurovision þetta árið. Mér skilst að hljómsveitin hafi byrjað að spila saman árið 1991. En nánari upplýsingar má finna á heimasíðu hljómsveitarinnar thearkworld.com!

The Worrying Kind, framlag Svía til Eurovison árið 2007
|

sunnudagur, mars 04, 2007

Afmæliskveðjublogg

Þar sem ég er nú á leið úr bænum ja og af landi brott og verð ekki heima til að taka á móti kveðjum á 25 ára afmælinu mínu þá er eins og áður segir opið hús fyrir pakka heima og svo er hægt að skilja eftir afmæliskveðju í kommentakerfinu við þetta afmælisblogg :)
|

Árshátíðin og tónleikar

Árshátíðin var mjög skemmtileg, sérstaklega bar af skemmtiatriði kennaradeildarinnar og svo ræða staðgengils rektors :) Maturinn var fínn, Sigmar veislustjóri alveg að standa sig og svo dansað fram á rauða nótt undir tónum völdum af Páli Óskari, gerist það betra?

Fór svo á sinfóníutónleika í dag, hljómsveitin hennar Sólveigar systur var að spila með sinfó og var þetta hin besta skemmtun!
|

Lisa Ekdahl

Tónleikarnir með Lisu voru hrein og klár snilld og sem betur fer tók hún mitt uppáhaldslag "Vem vet" (lagið sem ég benti ykkur á hér að neðan). Lisa er hreint út sagt eins og engill, stóð þarna á sviðinu með sitt englahár og söng eins og engill svo innilega frá hjartanu.

|

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri, Iceland

Sænsk tónlist vikunnar
20-26 september - Nic & the family
27-3 september - Raymond & Maria
4-10 október - Gyllene tider
11-17 október - Roxette
18-24 október - Alcazar
25-31 október - E-Type
1-7 nóvember - Da Buzz
8-14 nóvember - Dr Alban
15-21 nóvember - The Cardigans
22-28 nóvember - Günther and the Sunshine Girls
29-5 desember - A*Teens
6-12 desember - Marit Bergman
13-19 desember - Lena Philipsson
20-26 desember - Carola
27- desember - ABBA

Powered by Blogger