þriðjudagur, maí 29, 2007

ævintýrakvöld

Það er sko hægt að segja að kvöldið í gær hafi sannarlega verið ævintýrakvöld. Við systur skelltum okkur í ísferð og rúntuðum aðeins um meðan að japplað var á ísnum. Þegar við vorum að rúnta hinumegin við bæinn sá Sólveig einhverja hreyfingu á pollinum. Við ákváðum að stoppa á næst útsýnsipalli og athuga betur hvað væri að sjá. Þetta reyndust vera nokkrir smákvalir að leika þarna listir sínar, líklega hnýsur. Við ákváðum svo að fara að næsta útsýnispalli sem var nær hvölunum og sáum þar mjög vel. Einn hvalurinn stökk til dæmis upp úr sjónum mjög reglulega. Sólveig var með myndavél og reyndi að taka einhverjar myndir en ég hef ekki séð þær enn hjá henni.

Þar sem veður var svo gott og líkur á að sólsetrið yrði frábært þetta kvöldið þá fórum við systur út á Hjalteyri þar sem við horfðum á sólarlagið og mynduðum það. Það var svo á leiðinni heim að við sáum uglu á Moldhaugnahálsinum. Það er ekki á hverjum degi sem maður sér uglur eða hvali en við fengum að njóta þess sama daginn.
|

miðvikudagur, maí 23, 2007

Fréttatilkynning

Ég Aðalheiður Helgadóttir er komin með kennarastöðu í Mývatnssveit næsta vetur.
|

laugardagur, maí 19, 2007

Útlendingar og vinna

Útlendingarnir eru bæði komnir og farnir. Það var fínt meðan að þeir voru en það var líka fínt þegar þeir fóru. Þeir komu hingað sem sagt til þess að klára námskeiðið VALID sem við byrjuðum á þegar ég fór út til Finnlands í vetur, höfum við sem sagt verið að vinna að námskeiðinu á netinu á milli þessara lota og í Akureyrarlotunni þá kynntum við niðurstöðurnar af verkefninu okkar, já ég hélt fyrirlestur og kynnti 2 eða 3 glærur á sænsku, þetta get ég :)

En það var ekki bara verkefnavinna sem var á dagskránni. Þetta var líka túristaferð. Útlendingarnir voru æstir í að sjá eitthvað af landinu og þjóðinni. Við héltum þetta líka fína eurovisionpartý í stofu 14 í Þingvallastræti. Fínt partý en súrt að engin af norðurlandaþjóðunum skyldi komast áfram :( Svo var farin hálfsdagsferð í Mývatnssveit sem var mjög fínt. Gaman að fara þarna um með leiðsögumanni og uppgötva eitthvað nýtt. Já og svo var kvöldverður í Laxdalshúsi og partý á eftir.

Þar sem við akureyrarstelpurnar vorum svo duglegar að hjálpa kennaranum okkar við námskeiðið og undirbúining fyrir það hérna fengum við frá henni þessa líka fínu rós sem enn stendur hérna hjá mér og lifir þessu líka fína lífi. Fengum einnig lukt frá dönunum sem er alveg gríðarlega flott :)

Núna þessa dagana er maður svo byrjaður að vinna á fullu. Já eða kannski ekki, er í 80% vinnu og finnst ég aldrei vera í vinnunni. Er búin að setja inn hér til hliðar það sem komið er af vinnuplani sumarsins. Þar sem ég er orðin löt þá ætla ég að hætta að vinna 15. júlí og taka mér sumarfrí. Hvað ég geri næsta vetur er allt á huldu en það kemur væntanlega í ljós næstu vikurnar :)
|

þriðjudagur, maí 08, 2007

Já þið kallið á blogg

Best að ég skrifi þá aðeins niður. Ég var hreinlega bara ekki tilbúin til þess að skrifa neitt hérna strax eftir að skóla lauk. Maður var svo andlaus, þreyttur á sál og langaði bara til þess að sofa. Það sem ég hef gert undafarna mánuði er það að:
  • skrifa lokaritgerð með henni Guðbjörgu, mikið er ég fegin að þeirri vinnu er lokið. Ekki það að mér sé illa við Guðbjörgu, þvert á móti. Það er bara þannig að þegar maður er svona lengi að vinna að einhverju verkefni þá er ekkert betra en að skila því og vera laus við það. Þurfa ekki að hugsa um það alla daga og öll kvöld og dreyma það svo í þokkabót.
  • Já ég tók svo eitt próf í íslensku og er það eina prófið mitt þessa önnina, vona ég því að þetta próf hafi gengið vel og sé því síðasta prófið mitt í HA í bili. Maður veit aldrei nema maður skelli sér í framhaldsnám seinna meir.
  • Ég hef ferðast um landið og skoðað skóla, bæði þegar ég var að vinna að lokaritgerðinni og einnig gagngert til þess að leita mér að vinnustað næsta vetur. Núna hef ég skoðað 6 skóla og stefni ég á að skoða einn skóla í viðbót áður en að ég geri upp hug minn hvar ég vill starfa.
Ég man nú ekki eftir að hafa gert neitt meira þessa mánuði, hef aðallega búið uppi í Þingvallastræti og lært. Næst á dagskrá er að taka á móti hóp af norðurlandabúum sem ég er að vinna með í samnorrænu námskeiði og kemur þessi hópur í kvöld til Akureyrar ætlum við að bjóða upp á kaffi og með því. Svo þarf maður að fara að huga að því hvað maður ætlar að kjósa næstkomandi laugadag og svo er eurovision á dagskrá :) nóg að gera þó að maður sé kominn í sumarfrí!
|

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri, Iceland

Sænsk tónlist vikunnar
20-26 september - Nic & the family
27-3 september - Raymond & Maria
4-10 október - Gyllene tider
11-17 október - Roxette
18-24 október - Alcazar
25-31 október - E-Type
1-7 nóvember - Da Buzz
8-14 nóvember - Dr Alban
15-21 nóvember - The Cardigans
22-28 nóvember - Günther and the Sunshine Girls
29-5 desember - A*Teens
6-12 desember - Marit Bergman
13-19 desember - Lena Philipsson
20-26 desember - Carola
27- desember - ABBA

Powered by Blogger