mánudagur, júní 25, 2007

Á faraldsfæti

Það sem af er sumri hef ég brallað ýmislegt
  • Farið með Sólveigu inn í Hörgárdal og séð Hraundranga frá því sjónarhorni.
  • Farið að Hrauni í Öxnadal með Ferðafélaginu Vigfúsi en ekki farið upp að vatninu þar sem hætt var við þá göngu, gengum þess í stað um Hraunið og skoðuðum okkur um.
  • Fór með mömmu í Reykjadal til þess að vökva fyrir ömmu og afa og í leiðinni tókum við rúnt um Laxárdal og pikknikk þar og leituðum svo uppi Æðarfossa í Laxá í Aðaldal.
  • Tók kvöldrúnt um Bárðardal og fór upp á Hálendið aðeins eins og leið lá að Aldeyjafossi í Skjálfandafljóti.
  • Fór svo í gær í smá ferðalag með Sólveigu, fórum yfir lágheiði, á Hofsós, á Sauðárkrók og út að Grettislaug þar sem við böðuðum okkur í kvöldsólinni.|

miðvikudagur, júní 13, 2007

Kennari og Hraunsvatn

Þá er maður búin að útskrifast en athöfnin var síðastliðinn laugardag í íþróttahöllinni. Þannig að núna er ég orðin grunnskólakennari á bara eftir að sækja um leyfisbréfið sem ku kosta aðeins 5500 kr. En hvað er það milli vina? Athöfnin sjálf fór vel fram, forsetin kom og sagði nokkur orð og ég komst slysalaust yfir sviðið og náði að taka á móti skjalinu mínu. Myndatakan eftir athöfnina í Stefánslundi var hinsvegar mesti horbjóður. Öllum troðið á pallanna og ljósmyndarinn lék á alls oddi og sagði 100 ára gamla brandara, úff.

Næsta laugardag ætla ég að skella mér í smá ferðalag með Söndru. Við ætlum að ganga upp að Hraunsvatni með líklega hópi fólks þar sem það verður boðið upp á leiðsögn að vatninu frá Hrauni í Öxnadal. Við vorum búnar að ákveða að skella okkur upp að vatninu í sumar og fannst því tilvalið að fara á þessum tímapunkti þar sem boðið er upp á leiðsögn og fá því umhverfið þarna beint í æð :)
|

þriðjudagur, júní 05, 2007

Suðurferð

Það má alltaf finna sér ýmislegt til dundurs og það gerðum við Sandra síðasta laugardag. Við ákváðum að skella okkur í borg óttans og var aðalerindið að finna kjól fyrir útskriftina. Kjóllinn fannst og sokkabuxur en skórnir fengust á Akureyrinni. Röltum um alla kringlu og smáralind eins og sannir verslarar en það var þó ekki það eina sem við gerðum heldur borðuðum við líka, hittum Hrafnhildi og tókum rúnt niður Laugarveginn.

Til þess að útskýra þessa suðurferð aðeins nánar þá lögðum við af stað kl 7 um morguninn og komum til baka til Akureyrar upp úr miðnætti. Þetta var því dagsferð sem við fórum í. Já og ef þið haldið, þá er best að segja það strax, við erum ekkert geðveikar, við nenntum bara ekki að stoppa of lengi í borginni :) Ferðin fram og tilbaka var alveg dúndur skemmtileg, maður sér alltaf eitthvað nýtt á leiðinni, uppgötvar nýja fossa og ný smáatriði í landslaginu :)
|

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri, Iceland

Sænsk tónlist vikunnar
20-26 september - Nic & the family
27-3 september - Raymond & Maria
4-10 október - Gyllene tider
11-17 október - Roxette
18-24 október - Alcazar
25-31 október - E-Type
1-7 nóvember - Da Buzz
8-14 nóvember - Dr Alban
15-21 nóvember - The Cardigans
22-28 nóvember - Günther and the Sunshine Girls
29-5 desember - A*Teens
6-12 desember - Marit Bergman
13-19 desember - Lena Philipsson
20-26 desember - Carola
27- desember - ABBA

Powered by Blogger