laugardagur, ágúst 25, 2007

Á faraldsfæti VIII
Þar sem að ég er gríðarlega upptekin þá hef ég fengið leyfi hjá Sólveigu systur til þess að birta blogg hennar hérna um hringferð okkar um landið. Tekið skal fram að þetta er hennar frásögn og því hennar stíll.

Hringurinn kringum landið mitt:)


Ég og Heiða sys fórum hringinn í kringum Ísland.. SMÁ ferðasaga, sem segir til um ferð okkar:)

1.dagur – þriðjudagurinn 14.ágúst

Strax eftir vinnu hjá mér hálf 8, þá fórum við af stað og brunuðm í Atlavík, með smá stoppum... til að taka myndir jú því aðalatriði ferðarinnar hjá mér var að taka myndir;) Það var brjálað mikið myrkur þegar við tjölduðum í Atlavík og voru ljósin á bílnum notuð til þess að lýsa upp undirbúning næturinnar. Klukkutíma eftir að við sofnuðum vaknaði ég við það að Heiða var á leiðinni útúr tjaldinu að festa það aftur og betur niður því það var komið Kreiiiisí mikill vindur og tjaldið var að fjúka!! – Ég svaf samt ljómandi vel það sem eftir var þessa nótt, þrátt fyrir að Heiða hafi verið hálf vakandi eitthvað!

2.dagur – miðvikudagurinn 15.ágúst
Ræs hálf 9 – pakka – halda áfram ferðinni í kringum landið! Fjöllin á austur landi voru hreint stórkostlega falleg... ég horfði á þau og kom vart upp orði af hrifningu. Komum við í nokkrum bæum, einsog, Breiðdalsvík, Djúpivogur, Höfn og Nesjahverfi. Sáum flott sjórok í Berufirði. MILLJÓNIR Álfta í Hamarsfirði og Álftafirði.. sem var ótrúleg sjón. Keyrðum og löbbuðum svo upp að Vatnajökli,, eða nánartiltekið, Hoffellsjökli.. sem var ótrúlega falleg og skemmtileg sjón, það var reyndar alveg nokkuð hvast þar, en við löbbuðum þar um. Næst var það AÐAL stoppið á leiðinni Jökulsárlónið:-D VÁÁÁÁ.. það stóðst ALLAR væntingar:D ALLAR!!:D:D Þvílíkur staður,,, án efa líklega flottasti staðurinn á landinu;D Tókum þetta auðvita almenninlega og fórum í siglingu um lónið:) Skemmtileg sigling,, fengum að halda á einum ísmola sem var algjörlega hreinn og tær en hann var nokkur þúsund ára.. á endanum fengum við að borða hann, já ég hef borðað Vatnajökul:p Heill hellingur af selum var í lóninu,, ásamt þvílíku dýralífi (aðalega fuglar) og veðrið var geggjað á meðan við vorum í Jökulsárlóninu og ég tók svo milljónir mynda af þessum dýrðar staðar, til að festa minningarnar þaðan. Keyrðum svo upp að öðru lóni þarna að nafni Fjallsárlón, þar var ROK og við fukum næstum því... án nokkurs spaugs! Við skoðuðum Hofskirkju,, svo heppilega vildi til að þar var rennandi vatns salerni.. tilviljun..... ekki hafði maður nú komið á þannig lengi heheh;) Við löbbuðum uppí gil, þar sem við komumst í mjööög mikið návígi við Svínafellsjökul, sá staður var SVO friðsæll... ég hefði getað eitt mörgum tímum þar, svo hljótt, þægilegur kuldi sem kom frá jöklinum.... samt var svo heitt úti! Jæja.. þá byrjaði ballið.. Tjaldað í Skaftafelli, jú einsog flestir ættu að vita þá er hálfvonlaust að koma niður tjaldhælum í jörðina þar en við vorum þó með hamarinn, sem gerði þetta ogguponsulítið léttar! – Ég lenti í góðri klósettröð.. þar sem fólk var svakalega lengi inná klósettunum þarna,, klósett sem er 1x1 metri.. Hvað í fjandanum var fólk að gera?! Jæja.. svefngóð nótt undir jöklinum:D

3.dagur – fimmtudagur 16.ágúst
VAKNAÐ KL hálf 7 – 7!!! Jæja,, strax pakkað niður, sett í bílinn og farið af stað í smá fjallgöngu uppað fossi sem heitir Svartifoss og er þarna ofan við Skaftafell. Brjálað gott veður, algjörlega frábært! Tókum snildar myndir.. brjálað gaman,, þrátt fyrir smá morgunþreytu, þá auðvita var náð að fíbblast og leika á alls oddi;) –virkilega fegnar að ná staðnum einar.. því þegar við vorum að labba burtu kom stór ferðamannahópur!- Jæja,, Skoðuðum sveitabæ Núpsstaðarættarinnar, þar sem ættin hefur búið í 7 ættliði.. mjög spes, þar var einnig krúttlegasta litla kirkja í geiminum!! Komum við á Kirkjubæarklaustri.. Við stoppuðum svo á góðum stað.. einum af MILLJÓN stöðum með borðum og stólum á þessari leið, Laufsskálavörðu, þar ákváðum við að grilla okkur mat, sem gekk líka svona ljómandi vel;) Vík var næsta pleis,,, löbbuðum um í fjörunni, sáum Reynisdranga og brjálað flottar öldur, sem var tilvalið myndefni:) Keyrðum svo hinum megin við Reynisdranga í Reynisfjöru... Þar var enþá fallegri og skemmtilegri fjara.. með slípuðum steinum, öldugangi og allt ótúlega flott í kring, þar var meira að segja hellir sem við fórum inn í. Eftir erfiða göngu í fjörum.. lögðum við okkur um stund í Reynisfjöru... og stóðum aldrei á fætur aftur:D Keyrðum útí Dyrhólaey.. (hlómar vel) Löbbuðum útum allt þar, alveg lengst útá eyjuna virkilega fallegt,,,, sérstaklega þegar Heiða tók uppá því að fá blóðnasir leeeeengst útá eynni, sáum svo Lunda og fleiri hressa fugla:) Ókum því sem leið lá að Skógafossi, sem var mjög tignarlegur. Veðrið var mjög fallegt og var virkilega heiðskýrt og sáum við vel til Eyja, þeir voru enn greinilega mjög hressir eftir útihátíðina;-D Við komum við á Seljavöllum.. þar sem hugmyndin var að fara í sund, nei sundlaugin lokuð,, þá datt okkur í hug að fara uppað gömlu lauginni, en neinei lokuð líka! Þegar við vorum litlar tjölduðum við með foreldrunum á tjaldstæði þarna og var stefnan á að tjalda þar........... Jáneinei,, það lokað líka!! Flott... jæja, Seljalandsfoss er alltaf brjálað flottur og ekkert smá gaman að geta farið bakvið hann:D Gerðum það auðvita;) Keyrðum svo gegnum Hvolsvöll og Hellu því leið lá að tjalda í garðinum hjá Höllu Ósk á Selfossi:D Fengum þar topp þjónustu, kakó, klósett, rafmagn og ALLT sem við vildum;) Þreyttar eftir allt labb og alla keyrslu rotuðums við um miðnætti:)

4.dagur – föstudagur 17.ágúst

Hress morgun í garðinum hjá Höllu;) Halla vaknaði til að kveðja okkur kl hálf 9. Ég tók slatta af myndum af blómunum hennar mömmu hennar sem voru rosalega flott, RISA stór sólblóm í garðinum bara.. ekki á hverjum degi sem ég sé þannig! Sundlaugin í Hveragerði var næsti áfangastaður.... til að rifja upp atriði úr Karlakórnum Hekla,, þegar kellurnar skelltu sér í sund! MAGNAð.. slöppuðum vel af í glampandi sól! OG fórum auðvita í Eden að heilsa uppá Bóbó apa ,,Hæ ég er api!“ ,,Hvað heitiru?“ ,,Mig langar að vera einsog þúhúhúhúhúúúúú“ ,,Spjöllum saman“ ,,ertu að flýta þér?“....þetter virkilega hress api einsog alltaf! Við brunuðum í borgina, í Góða hirðin, þar sem við fengum gríðarlega góða þjónustu frá Hreini frænda, Heiða náði jú að splæsa á sófaborð og 4 eldhússtóla og allskonar dótarí á ´góðu verði;) Fórum í slatta af búðum svo.. þar sem ég missti mig smá og eyddi nokkrum peningum.... ha ég? Nei! –En það var alltí góðu, þetta var allt mjög nauðsynlegt og mjög skynsamlega gert!;) Útað borða á American style og svo til Hemma, Karenar og Stefáns:D Síðar um kvöldið fórum við á Laugadalsvöllinn á tónleikana þar... það var algjör snild!!;-) ALDREI ALDREI hélt ég að ég myndi standa á tónleikum hjá Nylon!! Sem betur fer þá voru fleiri sem tróðu upp en þær;) OG ÞVÍLÍK stemming og fjöldi fólks, algjört stuð á okkur systrum það kvöldið:)

5.dagur – laugardagur 18.ágúst
Loksins sofið inni eina nótt.. Heiða var plássfrek og tróð olnbogunum í mig alla nóttina! Jæja,, fórum í sund í Laugadalslauginni í sólskini=) Búðarápi haldið áfram... eftir búðarápið pössuðum við frændann, fórum með Stefán Geir í göngutúr um laugardalinn, lékum okkur og allir skemmtu sér ekkert smá vel:-D Elduðum kjúlla og ís í eftirrétt. Skelltum okkur á tónleika á Miklatúni.. svo eftir þá þurftum við náttleg aað labba LENST í burtu til að komast í bílinn... sem var hjá Kringlunni og Sólveig þurfti svakalega mikið á klósettið.. svo hún skellti sér bara inní runna hjá kringlunni og stórri umferðagötu til að pissa! FLOTT!! Fórum uppá hól að nafni Laugarás til að sjá flugeldasýninguna... mjög góður staður og sáum við hana frá góðu útsýni.

6.dagur – sunnudagur 19.ágúst
Ræs, gestir í heimsókn kl. 10 til Hemma og Karenar,,, mæðgurnar Íja og Todda frænkur, mættar í borgina. Ég og Stefán skelltum okkur útá stétt að kríta.... gríðarleg stemming:D Áðuren við héldum svo heim á leið til Akureyrar fórum við í Ikea,,, þar sem var allt fullt af fólki og herðatré uppseld! Fengum okkur svo kaffimat hjá Örnu frænku í Mosó og svo keyrt á fullu heim:D

ÞVÍ HEIMA ER ALLTAF BEST:D


Þessi ferð var náttlega bara hrein snild, loksins góður draumar að rætast,, fara hringin í kringum landið og taka myndir:D Sá svo ótal margt sem ég á aldrei eftir að sjá aftur og sem er langt þangað til ég sé aftur! Gerði svo mikið:) Var með snildar félagsskap með mér.. hana Heiðu systir, hlóum næstum frá morgni til kvölds... já ég var voða fyndin, kom með góða aulabrandara hægri vinstri. Svo ekki má gleyma frábærri tónlist sem við settum í botn og sungum með allri okkar rödd með:D - Já ég er djöfull ánægð með þetta:D

Þakkir: Heiða fyrir góðan félagsskap:), Ég fyrir að vera skemmtileg:), Höllu fyrir frábært tjaldstæði:), Hemma, Karen og Stefáni fyrir gistinguna og allt saman:) – Takk mamma og pabbi fyrir að hringja svona oft í okkur:), takk Jökulsárlón fyrir að vera stórkostlegur staður! Takk allir aðrir sem ég er að gleyma.. TAKK:D

Auðvita eru svo myndir að detta inná myndasíðuna annaðslagið.. www.flickr.com/photos/solveigh
|
Á faraldsfæti VII
Fór í rafting með ferðafélaginu Vigfúsi, fórum í vestari Jökulsánna í Skagafirði og var ferðin tær snilld. Vorum í glannabát og var ferðin enn skemmtilegri fyrir vikið. Eftir að hafa blotnað upp í raftinginu fór hluti hópsins í Grettislaug til þess að hita sig upp og sáum við þar meðal annars þjóðverja og emilsbíl haha en það er bara einkahúmor sem ekki er hægt að útskýra :)
|

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri, Iceland

Sænsk tónlist vikunnar
20-26 september - Nic & the family
27-3 september - Raymond & Maria
4-10 október - Gyllene tider
11-17 október - Roxette
18-24 október - Alcazar
25-31 október - E-Type
1-7 nóvember - Da Buzz
8-14 nóvember - Dr Alban
15-21 nóvember - The Cardigans
22-28 nóvember - Günther and the Sunshine Girls
29-5 desember - A*Teens
6-12 desember - Marit Bergman
13-19 desember - Lena Philipsson
20-26 desember - Carola
27- desember - ABBA

Powered by Blogger